Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Snæfellingar þremur stigum yfir í hálfleik

    Snæfell er þremur stigum yfir á móti Grindavík, 44-41, í hálfleik á úrslitaleik karla í Subwaybikar karla í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefur haldist jafn allan hálfleikinn en Snæfell náði frumkvæðinu með því að skora þrettán stig í röð um miðjan annan leikhluta og komast með því í 36-30.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR-ingar búnir að senda Jefferson heim

    Bandaríski bakvörðurinn Michael Jefferson er búinn að spila sinn síðasta leik með ÍR í Iceland Express deild karla og náði því aldrei að vinna leik í úrvalsdeildinni á Íslandi. Karfan.is segir frá því í dag að ÍR-ingar hafi sent Jefferson heim.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ólafur tróð með tilþrifum í Röstinni í gær - myndband

    Körfuboltavefurinn Karfan.is hefur vakið athygli á frábærum tilþrifum Ólafs Ólafssonar í sigurleik á Breiðabliki í gærkvöldi. Ólafur átti þá eina flottustu troðslu tímabilsins þegar hann skilaði sóknafrákasti í körfunni að hætti þeirra bestu í NBA-deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Arnþór: Áttum að klára leikinn

    „Við héldum einbeitingunni í dag ekki nema í þrjátíu og átta mínútur og það dugði ekki í dag. En við erum búnir að vera spila vel upp á síðkastið og það er jákvætt," sagði Arnþór Freyr Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, eftir sárt tap á móti KR í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ungu pungarnir verða að átta sig á það þarf að klára leikina

    „Fjölnir mætti hingað í kvöld fullir af krafti, ungir og sprækir en þeir byrjuðu kannski að fagna aðeins of snemma. Ungu pungarnir verða átta sig á því að það verður að klára leikina en ekki byrja rífa kjaft áður en þetta er búið," sagði Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, eftir baráttusigur, 80-75, gegn Fjölni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Meistararnir of sterkir fyrir Fjölni í lokin

    Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    IE-deild karla: KR stöðvaði Fjölni

    Fjölnismenn hafa flogið hátt í Iceland Express-deild karla. Lagt Njarðvík, Grindavík og Snæfell af velli. Sigurganga þeirra var síðan stöðvuð í kvöld er þeir mættu Íslandsmeisturum KR vestur í bæ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Vorum bara ekki tilbúnir að mæta baráttunni hjá þeim

    „Við vorum bara hræðilega lélegir. Leikurinn var spilaður mjög fast og fékk að fljóta þannig og við létum þá bara lemja okkur niður. Við vorum bara ekki tilbúnir að mæta baráttunni hjá þeim í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir 69-64 tap liðs síns gegn Fjölni í Iceland Express deild karla í kvöld en þetta var fyrsta tap Snæfells á árinu 2010.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bárður: Hlýtur bara að vera eitthvað í okkur spunnið

    „Við vorum góðir í kvöld. Varnarleikurinn hjá okkur var mjög massívur og við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir að mæta þeim og mér fannst okkur takast vel upp með að stoppa þeirra hættulegustu menn,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, eftir 69-64 sigur liðs síns gegn Snæfelli í Iceland Express-deild karla í körfubolta í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Brynjar með skotsýningu í sigri KR-inga á Njarðvík

    KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar komnir í Höllina eftir sigur á ÍR

    Grindvíkingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni eftir 91-78 sigur í undanúrslitaleik Subwaybikars karla í Röstinni í Grindavík í kvöld. Grindavík var með forustuna allan leikinn en ÍR-ingar voru búnir að minnka muninn í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar búnir að tapa fjórum í röð - frábær fjórði leikhluti hjá KR

    KR-ingar með Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi unnu tólf stiga sigur á Njarðvík, 89-77, í Iceland Express deild karla í DHL-Höllinni í kvöld. Njarðvíkingar hafa því tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar. Eftir miklar sveiflur og jafna stöðu fyrir lokaleikhlutan fóru KR-ingar illa með Njarðvíkurliðið í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 19-7.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Er þetta ennþá höllin hans Nick Bradford?

    Það eru örugglega fáir búnir að gleyma frammistöðu Nick Braford með Grindavík í DHL-Höll þeirra KR-inga á síðasta tímabili. Bradford fór á kostum í fjórum leikjum sínum í Frostaskjólinu og var með 36,3 stig að meðaltali í leikjunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Hlynur er bara „monster"

    Snæfellingar komust í dag í úrslitaleik Subway-bikarsins með því að leggja Keflavík sannfærandi að velli í Toyota-sláturhúsinu. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var að vonum stoltur af sínu liði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell í bikarúrslitin

    Snæfellingar unnu glæsilegan útisigur á Keflavík í undanúrslitum bikarsins í dag 90-64. Heimamenn fundu engan takt í sinn leik, jafnt var eftir fyrsta leikhluta en eftir hann tóku Snæfellingar völdin.

    Körfubolti