Dulbjuggust sem Danir en það var ekki nóg Kvöldið reyndist ansi dýrt fyrir þá 140 Serba sem ætluðu að lauma sér inn á Parken í kvöld, til að horfa á leik Danmerkur og Serbíu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 8. september 2024 22:15
Ronaldo af bekknum og til bjargar Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Fótbolti 8. september 2024 20:43
Glæsileg hjólhestaspyrna í sigri Dana Danmörk er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðli sínum í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta, eftir þægilegan 2-0 sigur gegn Serbum á Parken í dag. Fótbolti 8. september 2024 17:53
Þriðju hollensku tvíburarnir sem spila fyrir A-landsliðið Jurrien og Quinten Timber eru tvíburabræður og spiluðu báðir í 5-2 sigri Hollands á Bosníu og Hersegóvínu í Þjóðadeild karla í knattspyrnu á laugardag. Þeir eru þriðja tvíburaparið sem spilar saman fyrr A-landslið Hollendinga. Fótbolti 8. september 2024 17:01
Fyrirliðinn hefur verið að spila í meiri hita en er í Tyrklandi „Skrokkurinn er bara góður en það þarf alltaf að taka aðeins á manni eftir svona æfingar þar sem það er gríðarlega stutt á milli leikja,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í dag. Sport 8. september 2024 16:25
Afmælisbarnið Gylfi Þór fær kannski kökusneið Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir Gylfa Þór mögulega fá kökusneið í tilefni dagsins en ekki mikið meira en það þar sem það er leikur annað kvöld. Fótbolti 8. september 2024 16:01
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Gürsel Aksel leikvanginum, degi fyrir leik Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 8. september 2024 14:45
„Gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju“ Roy Keane skaut harkalega á nýju vinnuveitendurna hans Heimis Hallgrímssonar, hjá írska knattspyrnusambandinu, í beinni útsendingu frá leik Írlands og Englands í Þjóðadeildinni í gær. Fótbolti 8. september 2024 07:02
„Óánægður ef þetta gerðist í krakkafótbolta“ Heimir Hallgrímsson talaði hreint út á blaðamannafundi eftir fyrsta leik sinn sem þjálfari Írlands í Dublin í kvöld, en liðið tapaði 2-0 fyrir Englandi í Þjóðadeildinni. Hann sagði mistök írska liðsins ekki einu sinni eiga að sjást hjá krökkum. Fótbolti 7. september 2024 22:00
Zirkzee með mark í frumraun og Þjóðverjar magnaðir Þjóðverjar hófu nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á stórsigri, 5-0, gegn Ungverjalandi í kvöld á meðan að Holland vann Bosníu 4-2 í sama riðli, í A-deildinni. Fótbolti 7. september 2024 20:44
Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. Fótbolti 7. september 2024 16:13
Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. Fótbolti 7. september 2024 15:31
Hefur aldrei sungið þjóðsönginn og byrjar ekki á því í dag Hinn írski Lee Carsley, tímabundinn þjálfari enska A-landsliðsins, söng hvorki þjóðsönginn þegar hann spilaði fyrir Írland né þegar hann þjálfaði U-21 árs landslið Englands. Hann mun ekki byrja á því í dag þegar hann mætir þjóð sinni undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Fótbolti 7. september 2024 15:02
„Íslenskt hvað? Heimir hver?“ Heimir Hallgrímsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hans bíður erfitt verkefni í Írlandi þar sem A-landslið karla í knattspyrnu hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fótbolti 7. september 2024 11:02
Myndasyrpa frá fyrsta sigri Íslands í Þjóðadeildinni Ísland er loks búið að landa sigri í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Hann kom í gærkvöld, föstudag, þegar Svartfjallaland mætti í heimsókn. Fótbolti 7. september 2024 08:00
Sjáðu mörkin: Hornspyrnur Íslands gulls ígildi Íslenska karlalandsliðið hefur nú loks unnið leik í Þjóðadeildinni. Bæði mörk liðsins gegn Svartfjallalandi komu eftir hornspyrnur. Fótbolti 6. september 2024 21:42
Jón Dagur: „Við fórum vel yfir þetta í vikunni“ „Virkilega gott að byrja á þremur punktum, sérstaklega hérna heima, töluðum um að byrja þessa keppni af krafti og gerðum það,“ sagði markaskorarinn Jón Dagur Þorsteinsson eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli. Fótbolti 6. september 2024 21:40
Ítalía kom til baka í París og Belgía lagði Ísrael í Ungverjalandi Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrettán sekúndur kom Ítalía til baka gegn Frakklandi þegar þjóðirnar mættust í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu, lokatölur 1-3. Þá fór Kevin De Bruyne mikinn í 3-1 sigri Belgíu á Ísrael. Fótbolti 6. september 2024 21:31
Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. Fótbolti 6. september 2024 21:29
„Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er liðið vann nokkuð öruggan 2-0 sigur gegn Svartfellingum í kvöld. Fótbolti 6. september 2024 21:11
Tyrkir héldu út manni færri í Wales Wales og Tyrkland, sem eru með Íslandi í riðli í Þjóðadeild karla í knattspyrnu, gerðu markalaust jafntefli í Cardiff. Þrátt fyrir skort á mörkum var mikið fjör í leiknum og fór fjöldi spjalda á loft. Fótbolti 6. september 2024 21:01
„Kominn tími til að vinna leik í þessari deild“ „Bara mjög vel. Sagði við strákana að það væri kominn tími til að vinna leik í þessari deild,“ sagði fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson eftir sögulegan fyrsta sigur Íslands í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Fótbolti 6. september 2024 21:01
„Setti hann einmitt svona á æfingu“ „Þetta er auðvitað geggjað, að koma aftur á Laugardalsvöll, skora og vinna 2-0. Það gerist ekki betra,“ sagði Orri Steinn Óskarsson, annar markaskorara Íslands, eftir sigurinn örugga gegn Svartfellingum í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 6. september 2024 20:48
Samfélagsmiðlarnir: „Ég og Sigga Kling finnum svona á okkur“ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Svartfellingum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 6. september 2024 20:48
Einkunnir Íslands: Orri öflugastur í sigrinum á Svartfjallalandi Ísland vann 2-0 gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Einkunnir strákanna okkar má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 6. september 2024 20:39
Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 2-0 | Byrja á sögulegum sigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. Fótbolti 6. september 2024 20:32
Steingeldir Norðmenn í Astana Noregur fer ekki vel af stað í Þjóðadeild karla í fótbolta. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Kasaka í fyrsta leik. Fótbolti 6. september 2024 16:14
„Meiðsli alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að mögulega hafi leikjaálag hjá Lille valdið meiðslum Hákonar Arnar Haraldssonar sem ekki verður til taks í Þjóðadeildinni nú í haust. Fótbolti 6. september 2024 14:32
Gummi Ben býst við Gylfa í byrjunarliðinu Guðmundur Benediktsson spáði í spilin fyrir landsleik Íslands við Svartfjallaland í kvöld sem gestur Bítisins á Bylgjunni. Hann býst við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði Íslands. Fótbolti 6. september 2024 13:31
Jóhann Berg: Getum vonandi skemmt áhorfendum í kvöld „Ég tel að við séum á góðri vegferð og vonandi getum við sýnt það [í kvöld],“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fyrir leikinn við Svartfjallaland í Þjóðadeildinni í kvöld. Fótbolti 6. september 2024 10:59