Fréttir

Fréttamynd

Fjórðungur útgjalda ákveðinn fyrirfram

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall.

Innlent
Fréttamynd

Bannið innan ramma laganna

„Þetta er að mínu mati hálfslöpp gestrisni og ekki í takt við það sem Íslendingar hafa hingað til sýnt og við viljum vera þekkt fyrir,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um ákvörðun Kerfélagsins að meina kínverskum og íslenskum ráðamönnum að skoða náttúruperluna um síðustu helgi. Þeir voru á ferð um svæðið á hópferðabíl um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Norður-Kórea hótar árásum

Yfirmenn hersins í Norður-Kóreu hótuðu í gær að eyða stjórnvöldum í Suður-Kóreu á örskotsstundu, ef ekki yrði lát á meintum ögrunum þaðan.

Erlent
Fréttamynd

Dómari segir SFO algjörlega vanhæfa

Dómari við breskan dómstól, High Court, átelur bresku efnahagsbrotalögregluna Serious Fraud Office (SFO) harðlega fyrir að geta ekki lagt fram nein gögn sem legið hafi til grundvallar húsleitum hjá auðkýfingnum Vincent Tchenguiz í mars í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bara Ástþór og Þóra búin að safna nógu

Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir.

Innlent
Fréttamynd

Þór væntanlegur seint í apríl

Viðgerðir á varðskipinu Þór munu taka lengri tíma en upphaflega var áformað. Nú er stefnt að því að skipið verði afhent fyrir lok apríl, en upphaflega stóð til að taka skipið aftur í notkun í byrjun mánaðarins. Vegna galla í annarri af aðalvélum skipsins þurfti að skipta um vélina, og var það gert í Noregi á kostnað Rolls Royce, framleiðanda vélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Óverðtryggðu lánin hækka

Horfur á vaxandi verðbólgu og stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðasta mánuði hafa valdið því að allir viðskiptabankarnir fjórir hafa nú hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Sögð hafa óhlýðnast vegna nektarstaðar

Þrír bæjarfulltrúar fyrrverandi meirihluta í Kópavogi átelja Guðrúnu Pálsdóttur, sem þau réðu sjálf sem bæjarstjóra sumarið 2010, vegna útgáfu starfsleyfis til skemmtistaðarins Goldfinger.

Innlent
Fréttamynd

Þekktur Dani bendlaður við Stasi

Danski sagnfræðingurinn Thomas Wegener Friis segist vera í þann mund að afhjúpa stórfelldar njósnir þekkts Dana fyrir Stasi, austur-þýsku leyniþjónustuna.

Erlent
Fréttamynd

Flugbíllinn á loft í fyrsta skipti

Fyrstu prófunum á nýjum flugbíl sem verið hefur í hönnun undanfarin ár lauk í Bandaríkjunum nýverið. Bíllinn, sem uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til bæði bíla og flugvéla, flaug í um átta mínútur í um 400 metra hæð í fyrsta fluginu.

Erlent
Fréttamynd

Ný keðja frá H&M 2013

Sænski verslanarisinn Hennes & Mauritz hefur tilkynnt að hann ætli sér að opna nýja keðju árið 2013.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska pylsan til Svíþjóðar

"Eftir Svarta dauða kemur SS-pylsan“, svo hljóðar fyrirsögn er birtist í Aftonbladet í vikunni. Fréttin segir frá áætlunum Sláturfélags Suðurlands um að hefja innflutning á íslenskum pylsum til Svíþjóðar.

Innlent
Fréttamynd

Allir kaflarnir verði opnaðir fyrir árslok

Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingar hafa áhuga á að kaupa TM

Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldraðir 37 prósent greiðenda auðlegðarskatts

Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif veiðigjalds verði rannsökuð

sjávarútvegur Umtalsverðar breytingar til batnaðar hafa verið gerðar á frumvarpi um fiskveiðistjórnun frá því frumvarpi sem Jón Bjarnason, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, lagði fram vorið 2011, að mati Daða Más Kristóferssonar hagfræðings. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið bað Daða og Þórodd Bjarnason félagsfræðing að vinna greinargerð um frumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Best að þeir borgi sem njóti

Fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur nærri sjöfaldast á þrjátíu árum og enn er stefnt að því að fjölga þeim. Er svigrúm til þess? Ræður Ísland við fleiri gesti?

Innlent
Fréttamynd

Krabbamein eykst

Krabbamein í munni hefur aukist í Bretlandi að undanförnu. Á þessu ári hafa 6.200 manns greinst með meinið og eru tveir þriðjungar af því karlmenn samkvæmt tölum frá rannsóknarstöð krabbameins í Bretlandi. Til samanburðar greindust 4.400 manns með meinið fyrir áratug síðan.

Erlent
Fréttamynd

Veikindi ekki vegna mengunar

Veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði eru ekki af völdum mengunar iðjuveranna á Grundartanga, er niðurstaða rannsóknar Matvælastofnunar og Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Veikindi hrossanna má rekja til efnaskiptaröskunar.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa uppsetningu Svanavatnsins

Nemendur Listdansskóla Íslands leggja nú nótt við dag við undirbúning stórsýningarinnar Svanavatnið í Svartaskógi sem flutt verður í Borgarleikhúsinu á mánudag klukkan fimm og átta.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í þriðja stjórnsýslustigið

Aukið hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga í tengslum við yfirtöku verkefna frá ríkinu stefnir í að upp byggist þriðja stjórnsýslustigið á Íslandi, sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, á landsþingi sambandsins á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Perlan verði Náttúruperlan

Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan.

Innlent
Fréttamynd

Óljóst með makrílinn

Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl.

Innlent
Fréttamynd

Kynna réttindi fatlaðra um land allt

Sjö einstaklingar hafa frá síðasta sumri gegnt stöðu sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi og hafa gert víðreist.

Innlent
Fréttamynd

Prótein sem veldur skalla

Bandarískir vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Þeir rannsökuðu sköllótta karlmenn og tilraunamýs og komu þá auga á þessi prótein.

Viðskipti erlent