Fréttir

Fréttamynd

Harry Prins til Íraks

Harry prins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Búist er við því að opinber tilkynning þess efnis verði birt í dag. Harry er hluti af herdeildinni Hinir bláu og konunglegu. Ekkert hefur fengist uppgefið um skyldur Harrys en líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans.

Erlent
Fréttamynd

Barsmíðar í Smáralind

Fimmtán ára stúlka kærði í gærkvöldi sautján ára stúlku og vinkonur hennar, fyrir að hafa ráðist á sig í Smáralindinni um klukkan sex í gærkvöldi. Farið var með stúlkuna á Slysadeild, enda var hún talsvert klóruð, en ekki alvarlega meidd. Lögregla mun í dag kanna hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar.

Innlent
Fréttamynd

Sex manns láta lífið í ferjuslysi

Sex manns, þar af tvö börn, létu lífið í eldsvoða í ferju rétt utan við strönd Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í gærkvöldi. Alls voru um 250 farþegar í ferjunni þegar eldurinn braust út. Herskip og flugvélar voru sendar á staðinn til þess að aðstoða við að koma farþegum af ferjunni.

Erlent
Fréttamynd

Samfylking samþykkir lista í Reykjavík

Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík voru samþykktir með lófaklappi á fulltrúaráðsfundi flokksins í gærkvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson leiða Reykjavíkurkjördæmin, hún í suðri, hann í norðri. Meðal nýrra nafna á listanum eru Ragnheiður Gröndal söngkona, Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri, Sólveig Arnardóttir leikkona og Margrét Kristmannsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnurekstri.

Innlent
Fréttamynd

Framboðslistar samþykktir með lófaklappi

Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík voru samþykktir með lófaklappi á fulltrúaráðsfundi flokksins í kvöld. Reynir Harðarson framkvæmdastjóri Eve Online er í sjötta sæti listans í suðri og í fimmta sæti er Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Í fimmta sæti í Reykjavík norður er Ellert B. Schram formaður eldri borgara hreyfingar flokksins 60+.

Innlent
Fréttamynd

Nýsköpunarverðlaunin 2007 afhent á morgun

Nýsköpunarverðlaunin árið 2007 verða veitt á þingi Rannís og Útflutningsráðs á morgun á Grand Hótel í Reykjavík. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpar þingið og afhendir verðlaunin. Rætt verður um virðisaukann frá sköpun til markaðar. Á dagskrá er einnig tónlist, hönnun ímynd og viðskipti auk tónlistarflutnings.

Innlent
Fréttamynd

Áttunda þyrlan skotin niður

Black Hawk herþyrla Bandaríkjahers var skotin niður norður af Baghdad í Írak í dag. Enginn lést, en níu manns voru um borð. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir. Þetta er áttunda þyrlan sem hrapar í Írak á einum mánuði. Talsmaður hersins sagði 28 manns, flesta bandaríkjamenn, hafa látist í átta þyrlum sem uppreisnarmenn hafa skotið niður á einum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Prodi vill fullan stuðning

Romano Prodi er tilbúinn að halda áfram í embætti forsætisráðherra ef, og aðeins ef, vinstrisinnaður meirihluti styður hann að fullu. Þetta er haft eftir talsmanni hans í kvöld. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna munu taka ákvörðun um hvort afsögnin verður samþykkt eða hvort óskað verði eftir að Prodi sitji áfram.

Erlent
Fréttamynd

Náttúruverndarsamtökin kæra

Náttúruverndarsamtök íslands hafa lagt fram kæru til lögreglu og fara fram á rannsókn vegna umhverfisspjalla í Heiðmörk. Spjöllin eru unnin af verktakafyrirtækinu Klæðningu ehf vegna vatnslagnar á vegum Kópavogsbæjar. Í kærunni segir að ekki hafi legið fyrir tilskilin leyfi né samráð, og að stórir skurðir hafi verið ruddir með tilheyrandi spjöllum, m.a. á svokölluðum Þjóðhátíðarlundi.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjóri: Ekki kæra

Á fundi Skógræktarfélags Reykjavíkur í kvöld kom fram að Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur óskað eftir að félagið leggi ekki fram kæru vegna rasks sem orðið hefur í Heiðmörk. Í yfirlýsingu frá Skógræktarfélaginu segir að borgarstjórinn hafi lýst yfir vilja til að beita sér fyrir lausn ágreiningsins vegna eignarspjalla og rasks í sambandi við vatnslögn í Heiðmörk.

Innlent
Fréttamynd

Prodi segir af sér

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í kvöld. Hann hefur afhent forseta landsins afsögna sína og ríkisstjórnar sinnar. Ríkisstjórnin beið ósigur í atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í dag. Deilt var um þátttöku Ítala í stríðinu í Afganistna og hernaðarsamvinnu við Bandaríkjamenn. Búist er við að forsetinn Giorgio Napolitano fundi með leiðtogum stjórnmálaflokkanna um málið. Þeir munu taka ákvörðun um að taka afsögninni eða óska eftir að Prodi sitji áfram.

Erlent
Fréttamynd

Fimmburar fæddust í Gaza-borg

Uppi varð fótur og fit á sjúkrahúsi í Gaza-borg í dag þegar palestínsk kona ól þar fimmbura. Von var á fjórum börnum í heiminn og það fimmta kom því í kaupbæti.

Erlent
Fréttamynd

Betri lífslíkur hjá fyrirburum

Lífslíkur fyrirbura á Íslandi hafa batnað töluvert á síðustu árum, að sögn yfirlæknis á vökudeild Landspítalans. Hann segir lífslíkur þeirra, sem fæðast fyrir tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu, afar litlar, en ef þau lifi sé mikil hætta á alvarlegri fötlun sem komi í ljós þegar barnið eldist. Það var í október í fyrra sem Amillia Sonja Taylor fæddist í Miami á Flórída í Bandaríkjunum eftir tæpar tuttugu og tvær vikur í móðurkvið. Algengt er að konur gani með börn í 37 til 40 vikur. Amillia var þá rétt rúmir 24 sentimetrar að lengd og rúm 280 grömm að þyngd. Henni var vart hugað líf enda lifa fyrirburar nær aldrei fæðist þeir svo snemma. Amillia dafnaði hins vegar og fór heim með foreldrum sínum í fyrradag. Reynir Tómas Geirsson, sviðsstjóri lækninga á kvennasviði Landspítalans, segist ekki vita um að barn hafi fæðst svo mikið fyrir tímann á Íslandi. Hann segir fyrirburafæðingar ekki mjög sérlega algengar á Íslandi. Fyrirburi sé barn sem fæðist fyrir 37. viku og það séu 6% allra fæðinga. Smærri börn sem fæðist fyrir 28. viku séu 0.7%. Feynir Tómas segir að fæðingar á 22. til 24. viku meðgöngu séu 0.4% fæðinga. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild Landspítalans, segir lífslíkur barna sem fæðist fyrir 24. viku meðgöngu séu afar litlar. Þau börn sem lifi eigi á hættu alvarlega þroskaskerðingu, svokallað heilalömun. Börnin nái ekki andlegum þroska. Atli segir að lífslíkur fyrirbura hafi batnað á Íslandi og fylgt þróun í heiminum frá því um miðja síðustu öld. Mestu skipti þó að börnin nái ákveðnum þroska fyrir fæðingu til að lífslíkur aukist. Þar skipti lungaþroskinn mestu og hann sé orðinn ásættanlegur í 24. viku meðgöngu.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði apamanni með hnífi

Maður með hníf ógnaði afgreiðslumanni á Akureyri í dag eftir að hafa stolið flíspeysu. Afgreiðslumaðurinn hljóp hann uppi í apabúningi og situr hnífamaðurinn nú í haldi lögreglu. Maðurinn ógnaði Sigurði Guðmundssyni verslunarmanni með hnífi eftir að stela peysu úr Víking búðinni í Hafnarstræti.

Innlent
Fréttamynd

Bretar og Danir kalla hermenn heim frá Írak

Danir ætla að kalla alla hermenn sína frá Írak áður en ágústmánuður gengur í garð. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur í dag. Á sama tíma greindi starfsbróðir hans í Bretlandi frá því að 1.600 breskir hermenn yrðu kallaðir heim á næstu mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Fljúgandi hálka í Borgarfirði

Lögreglan í Borgarfirði varar ökumenn við fljúgandi hálku frá Hafnarfjalli upp í Norðurárdal. Vegagerðinni gengur erfiðlega að salta, þar sem hiti er við frostmark, mikið fok og snjókoma. Ekki er talið fært bílum á sumardekkjum og ökumenn eru beðnir að haga ökulagi eftir aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Eiður Guðnason til Færeyja

Eiður Guðnason verður aðalræðismaður Íslands á nýrri sendiræðisskrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum. Skrifstofan opnar í byrjun apríl og er nú unnið í samvinnu við dönsk og færeysk stjórnvöld að frágangi málsins. Síðastliðin 60 ár hefur kjörræðismaður haft ólaunað hlutastarf á ræðismannsskrifstofu í Færeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Íran: Óttast ekki árás Bandaríkjamanna

Ali Larijani, aðalsamningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segir stjórnvöld í Teheran ekki óttast árás Bandaríkjamanna. Vesturveldin komi ekki til með að beita hörku í deilunni. Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bretar fækka um 1.500 hermenn í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, tilkynnti rétt í þessu að breskum hermönnum yrði fækkað um 1.600 á næstu mánuðum. Sem stendur eru 7.100 breskir hermenn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Istanbúl: Íbúðarhús hrundi

Minnst 2 týndu lífi og hátt í 30 slösuðust þegar 5 hæða íbúðarhús hrundi í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Yfirvöld í borginni segja lélegum frágangi við bygginguna um að kenna en engar frekari skýringar hafa fengist á því af hverju húsið hrundi. Talið er að allir sem voru í húsinu og lifðu hafi verið fluttir á sjúkrahús og enga sé að finna í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Græddu HIV-smituð líffæri í sjúklinga

Ítalskir læknar græddu óvart líffæri úr eyðnismituðum líffæragjafa í heilbrigt fólk. Alls fengu þrír sjúklingar líffæri úr konunni. Um tvö nýru og lifur var að ræða. Læknar segja miklar líkur á því að líffæraþegarnir eigi eftir að smitast af HIV.

Erlent
Fréttamynd

Heimkvaðning hermanna undirbúin

Búist er við að Danir og Bretar tilkynni í dag um heimkvaðningu hermanna frá Írak. Áætlað er að Blair forsætisráðherra tilkynni að brottflutningur breskra hermanna hefjist innan örfárra vikna og að forsætisráðherra Dana útlisti áætlun sína á blaðamannafundi síðdegis.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Lego þrefaldast

Danski leikfangaframleiðandinn Lego skilaði hagnaði upp á 1,4 milljarða danskra króna fyrir skatt í fyrra. Þetta svarar til ríflega 16 milljarða íslenskra króna, sem er þrisvar sinnum betri afkoma en árið 2005. Forstjóri Lego segir árið verða erfitt fyrir fyrirtækið og gerir ráð fyrir minni hagnaði á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lykilorð bloggara birt á síðum þeirra

Lykilorð sumra bloggara á mbl.is voru birt í skamma stund á bloggsíðum þeirra nú í morgun. Um mikil mistök er að ræða því þeir sem sáu lykilorðin hefðu getað skrifað þau niður, farið inn á bloggsíðu viðkomandi og breytt henni.

Innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka í Japan

Seðlabanki Japans hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósenti í dag og standa stýrivextir landsins nú í 0,50 prósentum. Þetta er önnur stýrivaxtahækkun seðlabankans á sex árum. Vextirnir voru núllstilltir fram á síðasta ár en þá hækkaði bankinn þá um fjórðung úr prósenti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Umhverfisverndarsinnar skemmdu vélar Ístaks

Breskur hópur umhverfisverndarsinna tók sig til í fyrstu viku janúar og framdi skemmdarverk á vélum í eigu Ístaks. Vélarnar, tvær gröfur og krani, voru við álver Alcan í Straumsvík. Einnig máluðu þær slagorð á vinnuskúra. Hópurinn, sem kallar sig ELF, segir frá þessu á vefsíðu sinni. Hann ætlaði sér að skemma eigur Alcan í þessari ferð sinni.

Innlent
Fréttamynd

Vöruskipti óhagstæð um 148,6 milljarða í fyrra

Vöruskipti Íslands voru neikvæð upp á 148,6 milljarða krónur í fyrra en vöruskiptin voru óhagstæð um 105,7 milljarða krónur árið 2005, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.Þetta jafngildir því að vöruskiptahallinn hafi aukist um 42,9 milljarða krónur á milli ára. Vöruskiptin í desember í fyrra voru óhagstæð um 13,1 milljarð króna en það er 1,9 milljarða aukning á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Britney farin í meðferð

Britney spears er farin í meðferð. Hún skráði sig sjálfviljug í meðferð í gær eftir að fjölskyldumeðlimir biðluðu til hennar að breyta um lífsstíl. Hin 25 ára poppstjarna hefur lifað viltu líferni síðan hún skildi við eiginmann sinn, Kevin Federline. Hörð forræðisbarátta hefur verið á milli þeirra og svo virðist sem það hafi tekið toll sinn á Britney.

Erlent
Fréttamynd

Mugabe ætlar ekki að segja af sér

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur þvertekið fyrir að hann ætli að segja af sér. Mugabe, sem er orðinn 83 ára gamall, hefur verið gagnrýndur vegna óðaverðbólgu sem nú er í landinu. Í síðustu viku náði hún sextán hundruð prósentum.

Erlent
Fréttamynd

Steinveggur hrundi á konu

Kona á fimmtugsaldri varð fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu í gær, að liggja slösuð og hjálparlaus undir hrundum steinvegg í fjórar klukkustundir áður en henni barst hjálp.

Innlent