Fréttir

Fréttamynd

Þjónustusamningur við Flugstoðir ohf undirritaður

Í dag var undirritaður þjónustusamningur milli samgönguráðuneytisins og opinbera hlutafélagsins Flugstoða sem tekur yfir flugvallarekstur og flugleiðsöguþjónustu fyrsta janúar. Fyrirtækið verður verulega undirmannað þegar það tekur til starfa á mánudag, vegna aðgerða Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mat Persónuverndar

Persónuvernd hefur ekki fengið beiðni um að úrskurða um lögmæti þess að Norðurál ætli að láta starfsmenn sína gangast undir lyfjapróf til að ganga úr skugga um að þeir noti ekki ólöglega vímugjafa. Málefnaleg rök þurfa að liggja til grundvallar slíkum aðgerðum að sögn lögfræðings Persónuverndar.

Innlent
Fréttamynd

Lagabreyting rökstudd með lögbrotum

Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi laumar í gegn breytingu á skattalögunum vegna þessa er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er, að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann.

Innlent
Fréttamynd

Myndavélar ná ekki brennuvörgum

Á annan tug eftirlitsmyndavéla eru á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Það er þó útilokað að þær hefðu getað náð myndum af brennuvarginum, eða vörgunum í Eyjum þar sem linsum vélanna er öllum beint á haf út.

Innlent
Fréttamynd

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Aðalheiður er 33 ára. Hún útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, með sérstakri áherslu á stjórnun í alþjóðlegu umhverfi og rafræna viðskiptahætti.

Innlent
Fréttamynd

Sjötti snjólétti veturinn í röð

Veðrið á árinu sem er að líða hefur almennt verið gott. Hlýtt var um land allt og ekkert lát virðist á þeim hlýindum sem hófust fyrir tíu árum. Í Reykjavík var hiti 1,1 stigi ofan meðallags og á Akureyri 1,3 stigi ofan meðallags.

Innlent
Fréttamynd

Flugstoðir og Samgönguráðuneyti undirrita þjónustusamning

Skrifað var undir þjónustusamning samgönguráðuneytisins og Flugstoða ohf, um þjónustu á sviði flugvallarekstrar og flugumferðarþjónustu kl. 16.00 í dag, föstudaginn 29. desember 2006, en alls hafa hátt í þrjátíu flugumferðarstjórar ráðið sig til starfa hjá Flugstoðum, sem hefur rekstur á miðnætti 1. janúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands veitir viðurkenningu Alþjóðahússins

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Séra Miyako Þórðarsyni, Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur og Morgunblaðinu viðurkenningu Alþjóðahúss ,,Vel að verki staðið" fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi við athöfn í Alþjóðahúsinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Saddam ekki lengur í haldi Bandaríkjamanna

Aðallögfræðingur Saddam Hússein sagði frá því rétt í þessu að bandarísk yfirvöld hefðu afhent Saddam Hússein íröskum yfirvöldum. Íraskur dómari sagði líka rétt í þessu að Saddam yrði tekin af lífi í síðasta lagi á laugardaginn kemur.

Erlent
Fréttamynd

Ögmundur efstur í Suðvesturkjördæmi

Kjörstjórn VG á höfuðborgarsvæðinu hefur nú gengið frá tillögu sinni til félagsfunda um uppröðun í fimm efstu sæti lista til alþingiskosninga í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmum. Mesta athygli vekur að Ögmundur Jónasson hefur verið færður úr Reykjavík norður og í Suðvesturkjördæmi en þar hafa Vinstri grænir engan þingmann.

Innlent
Fréttamynd

21 kertabruni það sem af er desember

Fyrstu 28 daga í desember hefur aðeins verið tilkynnt um 21 kertabruna til tryggingafélaga en sambærileg tala yfir sama tímabil í fyrra var mikið hærri, eða 131 tilvik.

Innlent
Fréttamynd

Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2

Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 frá og með áramótum. Hann ber þá ábyrgð á markaðsmálum stöðvarinnar auk þeirra verkefna sem áður heyrðu undir forstöðumann Stöðvar 2, Heimi Jónasson, en hann mun verða í ráðgjafarhlutverki fyrir stöðina á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmur kaupir Birtíng

Verið er að leggja lokahönd á kaup Hjálms ehf. á meirihluta í útgáfufélaginu Birtíngi. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður skrifað undir samning um söluna síðar í dag eða strax 2. janúar. Nokkur uppstokkun verður á útgáfustarfseminni við sameiningu fyrirtækjanna en til stendur að leggja niður tímaritin Mannlíf, Hér og nú og Veggfóður. Talsmaður Hjálms neitar hins vegar að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta útgáfu Mannlífs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnir í óefni

Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti banki Hollands segir upp starfsfólki

ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, ætlar að segja upp 900 manns sem starfa hjá fyrirtækinu í Kanada og Bandaríkjunum um mitt næsta ár. Þetta jafngildir um 5 prósentum af starfsliði bankans. Ákvörðunin var tekin eftir að hagnaður bankans dróst saman um 6 prósentí fyrsta sinn á þriðja ársfjórðungi en um er að ræða fyrsta samdrátt hjá bankanum í fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nikkei í methæðum á nýju ári?

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei 225 endaði í 17.225,83 stigum við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan á síðasta viðskiptadegi ársins í morgun. Þetta er 7 prósenta hækkun vísitölunnar á árinu og fjórða árið í röð sem vísitalan hækkar á milli ára. Hagfræðingar búast við að vísitalan rjúfi 20.000 stiga múrinn á næsta ári þrátt fyrir að hagvöxtur þar í landi hafi ekki mælst minni í 18 mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöruskiptahallinn tæpir 123 milljarðar

Vöruskipti voru óhagstæð um 13,5 milljarða krónur í nóvember, sem er 300 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Á fyrstu 11 mánuðum ársins voru vörur fluttar inn fyrir 335,6 milljarða krónur en út fyrir 213 milljarða og nemur heildarviðskiptahalli ársins 122,6 milljörðum króna sem er 27,9 milljörðum meiri halli en í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugumferðarstjórar fá laun

Félag íslenskra flugumferðarstjóra ætlar að greiða flugumferðarstjórum, sem ekki hafa ráðið sig til Flugstoða um áramót, og ekki eiga rétt á biðlaunum, laun í þrjá mánuði, ef deilan leysist ekki. Þetta var ákveðið á félagsfundi í gærkvöldi og þar kom fram að til væru sjóðir fyrir hluta af greiðslunum, en afgangurinn yrði fjármagnaður með lántökum eða eignasölu

Innlent
Fréttamynd

Brown fær fólk enn til að dansa

Þrátt fyrir að James Brown sé farinn yfir móðuna miklu getur hann enn fengið fólk til þess að dansa. Þúsundir manna komu saman fyrir utan Apollo leikhúsið í Harlem í gær þar sem kista hans lá opin og fólk gat vottað honum virðingu sína. Brown steig fyrst á svið í Apollo leikhúsinu árið 1956 og var það upphafið að 50 ára ferli hans.

Erlent
Fréttamynd

Spilaglaðir kínverjar

Kínverjar eru nú farnir að ógna orðspori Las Vegas sem mestu spilaborgar í heimi. Eyjaskeggjar á Maká eru að leggja lokahönd á 10 ný spilavíti sem bætast við þau 23 sem fyrir eru. Kínverjar eru spilaglaðir en þetta er eini staðurinn í kommúnistaríkinu sem þessi vestræna spilling er leyfileg, enda portúgölsk nýlenda til skamms tíma. Því koma um 60 þúsund Kínverjar af meginlandinu á hverjum degi til Maká til að freista gæfunnar við spilaborðin.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir á Hverfisgötu teknir vegna ölvunar

Fjórir ökumenn voru teknir úr umferð á Hverfisgötu í Reykjavík í nótt, vegna ölvunar undir stýri. Þetta gerðist á aðeins einni klukkustund upp úr miðnætti, en þá stöðvaði lögregla hvern einasta bíl, sem fór um götuna. Þetta þykja óvenju margir ölvaðir ökumenn á einni nóttu í miðri viku, hvað þá á einni klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Hvít-Rússar búast við lausn á gasdeilunni fyrir 1. janúar

Hvíta-Rússland býst við því að deilan við Rússa um verðið á gasi þeim til handa verði leyst fyrir 1. janúar næstkomandi. Rússar hafa sagt að þeir muni skrúfa fyrir gasið ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma en þeir vilja fá hærra verð fyrir það. Hvít-Rússar hafa á móti sagst ætla að loka flutning gass til Evrópu ef í harðbakkann slær.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla í Rio eykur viðbúnað

Lögreglan í Rio de Janeiro munt tvíefla viðbúnað vegna áramótafagnaðar í borginni eftir að glæpagengi réðust á strætisvagna og lögreglustöðvar í borginni í dag og myrtu að minnsta kosti 18 manns. Sjö brunnu til dauða og nærri tveir tugir særðust alvarlega í árásinni en lögreglan kenndi eiturlyfjagengjum um hana.

Erlent
Fréttamynd

Ekvador deilir á aðgerðir Kólumbíu gegn eiturlyfjaframleiðslu

Forseti Ekvadors, Rafael Correa, fór að landamærum Kólumbíu í dag til þess að skoða áhrif eitrana sem Kólumbíustjórn stendur fyrir til þess að drepa kókólaufaræktun en kókaín er unnið úr þeim. Forseti Kólumbíu, Alvaro Uribe, segir aðgerðirnar nauðsynlegar í baráttunni gegn fíkniefnum en Correa segir þær sýndarmennsku eina.

Erlent
Fréttamynd

Arbour varar við of miklum flýti í máli Saddams

Yfirmaður mannréttindamála Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbor, sagði í dag að írösk yfirvöld ættu að flýta sér varlega í að uppfylla dauðadóminn yfir Saddam Hússeins þar sem málsmeðferðin hefði ekki verið fyllilega sanngjörn en íraskir embættismenn sögðu í dag að Saddam yrði líklega líflátinn fyrir áramót.

Erlent
Fréttamynd

Apple í vandræðum vegna kaupréttarákvæða

Steve Jobs, forstjóri Apple Computer, fékk kauprétt að hlutabréfum í fyrirtækinu fyrir allt að 7.5 milljónir dollara, eða sem nemur um 535 milljónum íslenskra króna, án þess að hafa tilskilin leyfi frá stjórn fyrirtækisins.

Erlent
Fréttamynd

365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður

365 miðlar hafa selt útgáfuréttinn á DV til útgáfufélagsins Dagblaðsins Vísis ehf, sem er að 40 prósentum í eigu 365 miðla, en aðaleigandi er Hjálmur ehf. með 49% og Sigurjón Egilsson fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, sem verður ritstjóri DV, og sonur hans eru meðal annarra eigenda.

Innlent