Fréttir
Misskilningur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar
Upplýsingafulltrúi skrifstofu borgarstjóra sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem er sagt að fréttir um að Reykjavíkurborg fái minna en stóð til fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu rangar.
1087 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík
1087 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram á morgun laugardag og er kosið í félagsheimili Þróttar, Engjavegi 7, Laugardal (norðan Laugardalshallar).
Mikil ófærð á vegum
Þæfingur og óveður er á Öxnadalsheiði og þar er ekkert ferðarveður. Búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu.
Ófærð á Öxnadalsheiði
Lögreglan á Akureyri var kölluð upp á Öxnadalsheiðina undir kvöld vegna vöruflutningabifreiðar sem að lenti í vandræðum upp á Bakkaselsbrekku vegna vonskuveðurs.
Al-Kaída fagnar niðurstöðum þingkosninganna í Bandaríkjunum
Leiðtogi Al-Kaída í Írak, Abu Hamza al-Muhajir, fagnaði í dag niðurstöðum bandarísku þingkosninganna og sagði bandaríska kjósendur hafa gert rétta hlutinn. Kom þetta fram í hljóðupptöku sem var birt á netinu í dag en ekki hefur enn verið staðfest að hún sé ósvikin.
Fánahylling bönnuð í menntaskóla í Bandaríkjunum
Nemendafélag háskóla eins í Orange County í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að banna hina svokölluðu fánahyllingu. Í henni er frasinn "under God" sem útleggjast mætti á hinu ylhýra sem "undirgefin Guði" en á undanförnum árum hefur hæstiréttur Bandaríkjanna bannað ýmsar trúarlega vísanir í hvers kyns opinberum athöfnum og þá sérstaklega í skólum.
Spennan magnast í Kongó
Ásakanir um kosningasvindl hafa komið fram í Kongó undanfarið og er óttast að þær bæti við þegar eldfimt andrúmsloft í landinu. Samkvæmt síðustu tölum hefur áskorandinn Jean-Pierra Bemba saxað á forskot sitjandi forseta, Joseph Kabila, sem hefur hlotið um 60% atkvæða þegar tveir þriðju atkvæða hefur verið talinn.
Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um íslenskukennslu fyrir útlendinga
Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja 100 milljónum króna á næsta ári til sérstaks verkefnis um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Félagið telur þessa ákvörðun mikilvægt skref í að gera innflytjendum kleift að nýta hæfileika sína og menntun til að verða fullgildir og sjálfstæðir þáttakendur á öllum sviðum samfélagsins.
946 manns höfðu kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna kl. 18.00
Alls höfðu 946 manns kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna kl. 18.00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar Hallveigarstíg 1 og stendur hún yfir til kl. 20 í kvöld.
Evrópsk varnarsamvinna að komast á nýtt stig
Á mánudaginn mun Evrópusambandið stofna sjóð sem á að standa straum af kostnaði við evrópska varnarsamvinnu og það þrátt fyrir að Bretland ætli sér ekki að taka þátt.
Ekkert ferðaveður er á landinu í kvöld og í nótt
Versnandi veður er á Vestfjörðum og með norðurströndinni með kvöldinu og má búast við að þar verði 18-23 m/s með snjókomu og skafrenningi í kvöld og nótt.
Fyrrum yfirmaður verkefnis breska hersins um fljúgandi furðuhluti varar við árás geimvera
Rétt eftir að yfirmaður bresku leyniþjónustunnar varaði við hryðjuverkaógninni kom önnur viðvörun, en í þetta sinn frá fyrrverandi yfirmanni verkefnis breska hersins um fljúgandi furðuhluti. Hann varaði við árásum geimvera, sagði að þær gætu átt sér stað hvenær sem er og einna helst á Bretlandi.
Gæslan fylgist með olíuskipi í vonskuveðri
Landhelgisgæslan hefur sent varðskip í áttina að 50 þúsund tonna olíuskipi, NS Pride, sem er í vonskuveðri suður af landinu á leiðinni frá Murmansk til New York með 25 þúsund tonna bensínfarm. Skipið kom inn í AIS eftirlitskerfi Vaktstöðvar siglinga þegar það nálgaðist suð-austurland seint í gærkvöldi.
Skóladansleik FS aflýst á Selfossi
Forrráðamenn Fjölbrauta Suðurlands ásamt stjórn nemendaráðs, hafa ákveðið að fella niður skóladansleik, sem fram átti að fara í klukkan 22 í kvöld í Ölfushöllinni, vegna veðurs og óhagstæðrar veðurspár.
Heildarútlán Íbúðalánsjóðs jukust um 82 prósent
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 6,2 milljörðum króna í október sem er 82 prósenta aukning á milli mánaða. Aukningin skýrist að hluta til vegna umtalsverðra aukningu í leiguíbúðalánum sem námu 2,2 milljörðum króna í mánuðinum. Almenn útlán sjóðsins námu um 4,0 milljörðum króna í október sem er tæplega 23 prósenta aukning frá fyrramánuði.
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag. Verður athugað með flug í fyrramálið. Á þetta við um bæði Flugfélag Íslands og flugfélagið Landsflug.
Vegur um Óshlíð opnaður á ný
Vegagerðin vill koma því á framfæri að búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og snjóþekja og éljagangur er á Fróðárheiði.
Íbúðalán banka jukust um 20 prósent
Íbúðalán bankastofnana námu 3,8 milljörðum króna í síðasta mánuði en þetta er 20 prósenta aukning á milli mánaða. Útlánaaukningin helst í hendur við aukna veltu á fasteignamarkaði í október en alls voru 388 íbúðalán veitt í mánuðinum og var meðallánsupphæð 9,8 milljónir króna.
Náttúrufræðistofnun hefur óskað eftir rannsókn á hvarfi gripa í eigu stofnunarinnar
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið óskað eftir opinberri rannsókn á hvarfi á náttúrurannsóknargögnum og náttúrugripum í eigu íslenska ríkisins sem varðveittir voru í frystigeymslu sem stofnunin hafði á leigu.
Hagnaður Vinnslustöðvarinnar minnkar um 82 prósent
Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dróst saman um 82 prósent á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 87 milljónum króna en nam 480 milljónum króna á sama tíma fyrir ári.
26 umferðaróhöpp í vikunni
Í síðastliðinni viku var tilkynnt um 26 umferðaróhöpp til lögreglunnar og telst það óvenju mikið. Í tveimur þeirra kvörtuðu ökumenn um minni háttar eymsli, en öll teljast þau slysalaus.
Pólverjar íhuga að reisa kjarnorkuver vegna vantrausts á Rússum
Pólverjar eru að íhuga að reisa kjarnorkuver til orkuframleiðslu, því þeir treysta ekki Rússum til þess að sjá sér fyrir orku. Rússar hafa sýnt sig að vera ekki mjög áreiðanlegir byrgjar, og nota orku sína í pólitískum tilgangi.
Vatnajökulsþjóðgarður verður að veruleika
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum.
Leita leiða til að lifa í breyttu loftslagi
Evrópusambandið mun á næsta ári leita eftir hugmyndum um hvernig það getur bætt undirbúning sinn undir loftslagsbreytingar.
Eimskip rekur stærstu kæligeymslu í Kína
Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum.
Vörður um homma og lesbíur
Öflugur lögregluvörður var um nokkur þúsund homma og lesbíur og stuðningsfólk þeirra, í skrúðgöngu á Hinsegin dögum í Jerúsalem, í dag.
Fyrsta ríkisstjórn Svartfjallalands staðfest
Þing Svartfjallalands staðfesti í dag fyrstu ríkisstjórn þessa nýlega sjálfstæða ríkis.
Slysahættan mest á heimleið eftir Miklubrautinni
Höfuðborgarbúar eru í mestri hættu á að lenda í umferðarslysi á leiðinni heim úr vinnu síðdegis, að því er kemur fram í samantekt Forvarnahúss Sjóvár fyrir árið 2005. Hins vegar slasast flestir í hádegisumferðinni.
Innheimtumiðstöð frestar opnun
Sýslumaðurinn á Blönduósi hefur ákveðið að fresta opnun innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar, sem átti að fara fram á morgun. Fyrirhugað var að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnaði miðstöðina með formlegum hætti.