Björk

Fréttamynd

Veisla fyrir bæði augu og eyru

Tónleikarnir Stopp! Gætum garðsins fóru fram í Hörpu í kvöldr. Þar komu fram hinir ýmsu tónlistarmenn og konur á borð við Björk, Lykke Li og Patti Smith.

Lífið
Fréttamynd

"Ríkisstjórnin með úrelt gildi“

Björk Guðmundsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu. Björk heldur tónleika hér á landi 18. mars og kvikmyndin Noah verður heimsfrumsýnd í þágu náttúruverndar.

Innlent
Fréttamynd

Sigtaði út á Ægissíðu

Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér plötuna Bastards sem hefur að geyma endurhljóðblönduð lög af Biophiliu sem kom út í fyrra. Meðal þeirra sem eiga lög á plötunni eru Sýrlendingurinn Omar Souleyman, These New Puritans, Hudson Mohawke, Current Value, 16-bit, og Matthew Herbert. Þeir þrír síðastnefndu tóku einnig þátt í gerð Biophiliu.

Tónlist
Fréttamynd

Björk grafin niður í sand í myndbandinu

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir frumsýndi í nútímalistasafninu í Los Angeles í gærkvöldi myndband við lagið Mutual Core. Myndbandið var tekið upp hér á landi í byrjun sumars þar sem 30 manna tökulið lagði undir sig stúdíó Sagafilm í tvo daga. "Þetta var mjög skemmtileg vinna og mikið lagt í allt. Við vorum 30 manna lið, allt Íslendingar nema leikstjórinn og aðstoðartökumaðurinn sem komu að utan," segir Árni Björn Helgason hjá Sagafilm.

Tónlist
Fréttamynd

Björk fær afar misjafna dóma eftir Hróarskelduhátíðina

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir fær afar misjafna dóma fyrir frammistöðu sína á nýliðinni Hróarskelduhátíð. hún hélt lokatónleika hátíðarinnar á aðalsviðinu í gær. Gagnrýnandi Berlingske Tidende, Jan Eriksen, gefur Björk eina stjörnu og segir að lagavalið hjá Björk hafi ekki hentað í gær.

Innlent
Fréttamynd

Björk fékk Webby verðlaunin

Björk Guðmundsdóttur voru veitt Webby verðlaunin í vikunni í flokknum listamaður ársins. Webby verðlaunin er árlegur viðburður og í ár eru 16 ár liðin frá því að Webby verðlaunin voru stofnuð. Verðlaunin eru veitt framúrskarandi árangri tengdum internetinu. Þau eru framsett af The International Academy of Digital Arts and Sciences, en meðlimir eru einstaklingar á sviði tækni og viðskipta og eru einhver helsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum á því sviði.

Innlent
Fréttamynd

Björk í samstarfi við bókasafn í New York

Björk Guðmundsdóttir er komin í samstarf við bókasafn í New York og aðrar stofnanir. Verkefnið snýst um að hanna námsforrit fyrir börn sem er byggt á iPad appi sem hún gaf út í tengslum við nýjustu plötu sína, Biophilia.

Innlent
Fréttamynd

Björk biðst afsökunar

Björk Guðmundsdóttir hefur beðist afsökunar á því að hafa þurft af aflýsa tónleikum sínum á fjórum tónlistarhátíðum á Spáni, í Portúgal, Ungverjalandi og Rússlandi. Hún segir að læknir hennar hafi fyrirskipað sex vikna hvíld til viðbótar vegna hnúðs sem hún er með á raddböndunum.

Lífið
Fréttamynd

Björk fær fullt hús

Björk Guðmundsdóttir fær fullt hús stiga, eða fimm stjörnur, fyrir Biophilia-tónleika sína í New York í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Q.

Lífið
Fréttamynd

Tónkennsla Bjarkar til Queens

Tónvísindasmiðja Bjarkar Guðmundsdóttur verður sett upp í safninu New York Hall of Scinence í Queens í New York í næsta mánuði. Markmið verkefnisins er að samþætta á nýjan hátt tónlist, vísindi og aðrar námsgreinar fyrir grunnskólabörn.

Tónlist
Fréttamynd

Björk bókar í Evrópu næsta sumar

Björk Guðmundsdóttir ætlar að ferðast um Evrópu næsta sumar með Biophilia-tónleikana sína og hefur þegar boðað komu sína á fimm tónlistarhátíðir.

Lífið
Fréttamynd

Heimsfrumsýning á Youtube

Björk Guðmundsdóttir heimsfrumsýnir myndband við nýjasta lagið sitt, Crystalline, á síðunni Youtube í lok mánaðarins.

Tónlist
Fréttamynd

Múmínálfarnir dansa við lag Bjarkar

Myndin um Múmínálfana er frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina. Múminálfarnir er teiknimynd sem byggir á frægum sögum eftir Tove Jansson. Teiknimyndirnar og sögurnar um Múmínsnáðann, Míu, Snúð og Snorkstelpuna hafa notið mikilla vinsælda hjá íslensku smáfólki.

Tónlist