Andlát

Fréttamynd

Annar ferða­mannanna er látinn

Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug.

Innlent
Fréttamynd

Christoph Daum látinn

Einn fremsti fótboltaþjálfari Þýskalands á sínum tíma, Christoph Daum, lést í gær, sjötíu ára að aldri. Banamein hans var lungnakrabbamein.

Fótbolti
Fréttamynd

Elsta manneskja heims látin

Maria Branyas Morera, áður elsta manneskja í heimi, er látin. Hún varð 117 ára og 168 daga gömul. Hún lést í svefni í gær að sögn fjölskyldu hennar. 

Erlent
Fréttamynd

Hall­dór Braga­son lést í elds­voðanum

Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason lést þegar eldur kom upp á heimili hans við Amtmannsstíg í Reykjavík í gær. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var meðal lykilmanna í blústónlistarsenunni hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Susan Wojcicki er látin

Hin bandaríska Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við lungnakrabbamein. Eiginmaður hennar Dennis Troper greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Árni Þórður er látinn

Árni Þórður Sigurðarson, sonur Sigga storms, lést á heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði á mánudag. Hann veiktist lífshættulega árið 2021, en talið var að hann væri orðinn heill.

Innlent
Fréttamynd

Haukur Hall­dórs­son mynd­listar­maður látinn

Haukur Halldórsson myndlistamaður lést á heimili sínu í Hafnarfirði 30. júlí síðastliðinn, 87 ára að aldri. Hann skilur eftir sig börn, barnabörn og barnabarnabörn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. ágúst klukkan 15.

Lífið
Fréttamynd

Fjölda­morðingi í My Lai látinn

Bandarískur liðsforingi úr Víetnamstríðinu sem var sá eini sem var látinn sæta ábyrgð á fjöldamorðinu alræmda í þorpinu My Lai er látinn, áttræður að aldri. Bandarískir hermenn drápu hundruð óbreyttra borgara í My Lai, þar á meðal konur og börn.

Erlent
Fréttamynd

Ná­granna­stjarnan Janet Andrewartha látin

Leikkonan Janet Andrewartha sem fór með hlutverk Lyn Scully í sápuóperunni Nágrönnum er látin, 72 ára að aldri. Greint er frá fráfalli hennar á Instagram-síðu sjónvarpsþáttanna vinsælu en persónan Lyn Scully var móðir Stephanie, Felicity og Michelle, og var gift Joe, í um tuttugu ár frá árinu 1999.

Lífið
Fréttamynd

Four Tops söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir látinn

Söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir, sem söng með Motown-hópnum Four Tops, er látinn 88 ára að aldri. Four Tops-hópurinn var þekktastur fyrir lögin Reach Out I'll Be There og I Can't Help Myself (Sugar Pie Honey Bunch). 

Tónlist
Fréttamynd

Faðir Kobe Bryant er látinn

Joe Bryant, faðir körfuboltagoðsagnarinnar Kobe Bryan heitins, er látinn 69 að aldri. Líkt og sonur hans lék Bryant í NBA-deildinni á sínum yngri árum. 

Körfubolti
Fréttamynd

Shannen Doherty látin

Bandaríska leikkonann Shannen Doherty, sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210 er látin 53 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Viðar „Enski“ Skjól­dal látinn

Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Shelley Duvall látin

Bandaríska leikkonan Shelley Duvall er látin. Hún lést í dag, fjórum dögum eftir 75 ára afmælisdaginn sinn. Duvall er þekktust fyrir leik sinn í bíómyndunum Shining og Annie Hall.

Lífið