Björgunarsveitir

Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda
Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda.

Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga
Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið.

Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu
Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp.

Handleggsbrotnum bjargað af Baulu
Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi vegna slasaðs ferðamanns á Baulu. Aðstæður voru erfiðar og þrátt fyrir að búið væri að finna manninn um klukkan tvö í nótt tókst þyrlu ekki að koma að fyrr en um klukkan fjögur.

Ferðamennirnir ófundnir
Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er.

Björgunarsveitir sækja slasaðan ferðamann á Baulu
Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna ferðamanns sem hafði slasast á fjallinu Baulu í Borgarfirði.

Útkall vegna ferðamanna sem segjast lokaðir inni í helli
Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafi fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til.

Á bólakafi í Hólmsá
Björgunarsveitir voru fyrr í dag kallaðar út til aðstoðar ferðamanni sem hafði fest bíl sinn í Hólmsá.

Strandavegur í sundur og ferðamaður festi sig í flýti
Eftir úrhellisrigningu í nótt hafa fallið aurskriður á nokkrum stöðum á veginum norður í Árneshrepp. Vegagerðin vinnur að viðgerð á veginum í Veiðileysi þar sem hann grófst í sundur.

Borinn niður af klettaborginni
Fyrr í dag voru björgunarsveitir á Blönduósi og Hvammstanga boðaðar út vegna ferðamanns sem hafði slasast efst í Borgarvirki.

Kobbi Láki kom stýrisvana skútu til bjargar
Landhelgisgæslunni barst boð frá skútu með tólf manns um borð sem var stödd um fimm kílómetrum norður af Straumnesi á Hornströndum. Gír hafði brotnað og björgunarbáturinn Kobbi Láka frá Bolungarvík tók skútuna í tog.

Þyrlusveitin sinnti óvanalegu útkalli á Helgafelli
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu á Helgafell í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir óvanalegt þyrlusveitin sé kölluð í svo stutt flug.

Ferðamenn í vanda í ám á Fjallabaksleið og Þórsmörk
Nokkur fjöldi ökumanna lenti í erfiðleikum í vaðinu í Hólmsá á Fjallabaksleið syðri síðdegis í gær og gærkvöldi, áður en þjóðvegur 1 var opnaður. Björgunarsveitamenn komu ferðamönnunum til aðstoðar en skilja þurfti þrjá bíla eftir.

„Þó nokkur aðgerð“ að sækja göngumanninn sem steig í hver
Um fimmtíu manns komu með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerð í dag þegar göngumaður í Kerlingarfjöllum steig ofan í hver og hlaut áverka á fæti. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús frá Ásgarði með þyrlu Landhelgisgæslunnar um áttaleytið í kvöld.

Þyrlan í vandræðum með að sækja mann sem steig í hver
Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem ætlaði að sækja slasaðan göngumann í Kerlingafjöllum þurfti frá að hverfa vegna slæms skyggnis. Göngumaðurinn er talinn vera með þriðja stigs bruna upp að hné eftir að hafa stigið ofan í hver.

Sækja slasaðan göngumann í Kerlingarfjöll
Björgunarsveitir frá uppsveitum Árnessýslu eru nú á leið inn í Kerlingarfjöll vegna slasaðs göngumanns, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri
Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni.

Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls
Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið.

Dvaldi lengi í Engey áður en hún synti til baka í flasið á hvalaskoðunarskipi
Kona sem viðbragðsaðilar leituðu að aðfaranótt sunnudags eftir að tilkynning barst um að hún hefði farið í sjóinn við Granda í Reykjavík fannst á lífi á mánudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það fólk í hvalaskoðunarbát sem fann hana.

Þyrlan flutti slasaða göngukonu
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða.

Sex um borð þegar bátur strandaði í Viðey
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út af Landhelgisgæslunni í dag vegna vélavana báts rétt norðan við Viðey.

Vélarvana bátur strandaði við Viðey
Bátur varð vélarvana með sex manns um borð og rak hægt og rólega í áttina að Viðey þangað til að hann strandaði við eyjuna.

Sækja slasaðan göngumann á Hornstrandir
Björgunarfélag Ísafjarðar var boðað í morgun til björgunaraðgerða í Hornvík þar sem maður hafði slasast á fæti.

Þorbjörn kominn heim eftir átta mánaða fjarveru
Björgunarsveitin Þorbjörn hefur snúið aftur til húsakynna sína í Grindavík eftir átta mánaða fjarveru þar sem aðsetur sveitarinnar var fært til Njarðvíkur vegna jarðhræringanna.

Útkall vegna skútu sem strandaði í Eyjafirði
Landhelgisgæslan og Landsbjörg hafa sent nokkur skip til þess að aðstoða skútu sem er strand fyrir Gása í Eyjafirði.

Fannst fyrir botni Birnudals
Björgunaraðilar fundu göngumanninn sem leitað var í gær fyrir botni Birnudals og var hann látinn þegar þeir komu að honum.

Göngumaðurinn fannst látinn
Göngumaðurinn sem leitað var að í gærmorgun í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði fannst látinn.

Maðurinn fundinn en ekki hægt að segja til um ástand hans
Göngumaðurinn sem björgunarsveitir og Landhelgisgæslan hafa leitað síðan klukkan sjö í morgun fannst á fjórða tímanum í dag í Suðursveitum.

Ekki spurst til mannsins síðan snemma í gær
Leit stendur enn yfir að manni við Skálafellsjökul á Suð-Austurlandi en mannsins hefur verið leitað síðan klukkan sjö í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt björgunarfólki Hornafjarðar en talið er að maðurinn sé búinn að vera einn á gangi á svæðinu síðan í gærmorgun.

Hafa áhyggjur af göngumanni á Skálafellsjökli
Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin í loftið með tvo björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu að grennslast eftir göngumanni á Skálafellsjökli í Vatnajökli.