Ísafjarðarbær

Fréttamynd

Snar­ræði á­hafnar þyrlunnar bjargaði manns­lífi

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komst í hann krappan á föstudag þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð í aftakaveðri. Áhöfnin ákvað að fljúga þyrlunni aftur á bak inn Skutulsfjörð og komst þannig á leiðarenda. Læknar sem meðhöndluðu manninn á Landspítalanum segja snarræði áhafnarinnar hafa bjargað lífi hans.

Innlent
Fréttamynd

Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði

Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu. 

Innlent
Fréttamynd

Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina

Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál.

Innlent
Fréttamynd

Lóðaskortur á Ísafirði

Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa.

Innlent
Fréttamynd

Arna Lára vann ritara­slaginn

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kveður eftir tuttugu ár sem hafnar­stjóri

Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu.

Innlent
Fréttamynd

Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri

Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri.

Handbolti
Fréttamynd

Koma Ísa­firði á kort kvik­mynda­gerða­manna

Piff hátíðin (Pigeon International Film Festival) hefst í Ísafjarðarbíói í dag og stendur fram á sunnudagkvöld. Opnunarhátíðin hefst kl. 17 og strax á eftir verður sýnd bútanska myndin Lunana: Yak in the classroom sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin nú í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Útfararbíll nýttur sem sendibíll á Ísafirði

Útfararbíll á Ísafirði er óvenjulega mikið á ferðinni og vekur alltaf athygli þar sem hann kemur en hann er þó ekki að flytja lík á milli staða. Nei, bílinn er notaður, sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði

Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð er Ísfirðingur

Hún er ekki lengi að hrista brauðtertur fram úr erminni, hvort sem þær eru með rækjum, túnfiski, skinku, laxi eða einhverju allt öðru. Hér erum við að tala um Íslandsmeistarann í brauðtertugerð, sem býr á Ísafirði en skrapp örstutt til Reykjavíkur til að ná í titilinn.

Innlent
Fréttamynd

Um Sigur­fara, Blá­tind, Aðal­björgina og Maríu Júlíu

Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenska er að­gengis­mál!

Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Amazon birtir heimildar­þátt um Kerecis

Heimildarþáttur um íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis er nú aðgengilegur á streymisveitunni Amazon Prime. Aðstoðarforstjóri Amazon stýrir þáttaröðinni sem fjallar um áhugaverð fyrirtæki, sem hann telur eiga erindi við framtíðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund

Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði.

Innlent