Ísafjarðarbær

Skoða að selja flugstöðina á Þingeyri
Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins.

Helgi Jensson hefur störf sem lögreglustjóri á Vestfjörðum
Helgi Jensson hefur hafið störf sem lögreglustjóri á Vestfjörðum. Hann er skipaður í starfið frá 1. janúar 2013 en tilkynning var gefin út um skipunina fyrir jól, þar sem greint var frá því að hann hefði verið valinn úr hópi sex umsækjenda.

Opna safn á heimili Gísla á Uppsölum í Selárdal
Fyrirhugað er að opna safn á heimili Gísla á Uppsölum í Selárdal á Vestfjörðum árið 2025.

Stórt snjóflóð féll inn af Flateyri í gærkvöldi
Allstórt snjóflóð féll nærri Flateyri í gærkvöldi og stöðvaðist um fjörutíu metra ofan við veg. Mesti hraði í flóðinu mældist upp á 54 m/s.

Laus brunndæla til bjargar þegar farþegaskip sigldi á hval
Talið er líklegast að farþegaskipið Sif sem ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerir út hafi siglt á hval á leið sinni frá Ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Höggið leiddi til talsverðs leka í vélarrúminu. Laus brunndæla í skipinu kom í veg fyrir að það sykki.

Maðurinn sem skrifaði afdrifaríkustu frétt fjölmiðlasögunnar
„Ég heiti Andri Ólafsson og árið 2006 var ég blaðamaður á DV,“ segir viðmælandi þeirra Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur í nýjum þætti í hlaðvarpinu Eftirmál.

Varðskipið Þór viðbragðsaðilum til halds og trausts vegna veðurs
Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að loka veginum sem liggur um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð klukkan 20:00 í kvöld vegna veðurs. Þá er varðskipið Þór komið vestur og verður viðbragðsaðilum til halds og trausts.

Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann
Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga.

Margvíslegar verðhækkanir um áramót
Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi.

Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip
Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári.

Skoða að opna fljótandi gufubað á Pollinum
Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring.

Skipaður lögreglustjóri á Vestfjörðum
Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023.

Vél á leið til Ísafjarðar þurfti að snúa við vegna bilunar
Flugvél á vegum Mýflugs þurfti snúa við er hún var á leið til Ísafjarðar vegna tæknilegra örðugleika. Vélin lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli en hættustig var virkjað á vellinum vegna atviksins. Þrír voru um borð í vélinni.

Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi.

Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ
Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð.

Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ
Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa.

Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn.

Bílslys á Hnífsdalsvegi: Allir úr lífshættu
Viðbragðsaðilar sem tókust saman á við umferðarslysið sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi komu saman í dag á rýnifundi.

Sjö ára drengur á meðal þeirra alvarlegu slösuðu
Einn þeirra þriggja sem eru alvarlega slasaðir eftir bílslysið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi er sjö ára gamall drengur. Fólkið sem slasaðist alvarlega er úr báðum bílunum.

Um þrjátíu heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt vegna slyssins
Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð.

Fimm slösuðust í árekstri á Hnífsdalsvegi
Tveggja bíla árekstur varð á Hnífsdalsvegi fyrr í kvöld. Fimm eru slasaðir og komu inn á sjúkrahús á Ísafirði. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð. Tvær flugvélar fluttu þrjá af þeim slösuðu suður. Enginn er sagður látinn.

Nýr skólameistari ráðinn hjá Menntaskólanum á Ísafirði
Heiðrún Tryggvadóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sá um skipunina.

Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það.

Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði
Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi.

Læknir fékk þriggja mánaða dóm fyrir brot gegn dætrum sínum
Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var á dögunum dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ofbeldisbrot gegn þremur dætrum sínum. Hann var hins vegar sýknaður af öllum ákæruliðum sem sneru að meintu grófu ofbeldi gegn eiginkonu sinni

Fræðafólki býðst að dvelja á æskuheimili Ólafs Ragnars
Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930.

Byggja sjóböð í Önundarfirði
Til stendur að byggja sjóböð við Holtsfjöru í Önundarfirði á næstu misserum. Tillögur að byggingu þeirra voru kynntar íbúum á Flateyri og í Önundarfirði nú á dögunum.

Íslenska í Ísafjarðarbæ
Háskólasetur Vestfjarða hvað er nú það? Eitthvert súkkulaði? Ekki er ólíklegt að landslýður hafi ekki hugmynd um tilvist téðrar menntastofnunar. Það ber ekki að undrast. Háskólasetur Vestfjarða berar ekki bossann á Instagramm og Vestfirðir eru ekki heldur beinlínis í alfaraleið í hugum margra.

Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda
Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn.

Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn
Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun.