Vegan

Fréttamynd

„Ég borða allt nema lík og líkams­vessa“

„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“

Lífið
Fréttamynd

Vegan próteinbomba að hætti Kol­beins Arnbjörnssonar

Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim.

Uppskriftir
Fréttamynd

„Veganismi er hvergi skil­greindur sem full­komnun eða ekkert“

Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta ís­lenska grænkera osta­gerðin í hættu

Fjóla Einarsdóttir, einn eigenda fyrirtækisins Livefood, fyrstu íslensku grænkera ostagerðarinnar, segir fyrirtækið nú róa lífróður. Fyrirtækið hafði sett sér markmið um að selja ostana á smásölumarkaði á þessu ári. Fyrirtækið er með vilyrði frá Hagkaup og Krónunni um smásölu en eftir synjun úr Matvælasjóði er ólíklegt að það takist.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hljóp til þeirra og klappaði þeim meðan lífið fjaraði út“

Listaparið og grænkerarnir Kolbeinn Arnbjörnsson og Aldís Amah Hamilton hafa sneitt alfarið hjá dýraafurðum síðastliðin ár. Þau segja matseldina einfaldari en fólk grunar og hvetja alla til að prófa sig áfram. Parið deilir þremur girnilegum vegan uppskriftum með lesendum Vísis.

Lífið
Fréttamynd

Góm­sætar og grænar upp­skriftir

Veganúar hófst formlega í gærkvöldi í tíunda sinn. Samtök grænkera standa fyrir átakinu sem varir allan janúarmánuð með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Lífið
Fréttamynd

Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“

„Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vegan borgarar Aktu taktu aftur orðnir vegan

Vegan borgari Aktu taktu var um tíma ekki vegan eftir að staðnum barst vitlaus sending. Áhyggjufullur viðskiptavinur vakti athygli á málinu og voru vegan borgararnir teknir úr sölu. Framkvæmdastjóri Aktu taktu segir að búið sé að kippa málinu í lag.

Neytendur
Fréttamynd

Vegan dýranna vegna

Fjöldi fólks mátar sig við vegan lífsstílinn í janúarmánuði. Fyrir því liggja yfirleitt umhverfis-, heilsufars- eða dýraverndunarsjónarmið. Mér þykir þáttur dýra vega þyngst, þó hinar ástæðurnar séu einnig göfugar. Ég hef alla tíð verið hænd að dýrum og sóst eftir félagsskap þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

„Tölu­vert auð­veldara í dag að vera vegan“

Veganúar hófst formlega með opnunarpartýi í Bíó Paradís fyrr í kvöld. Veganúar er nú haldinn hátíðlegur í níunda sinn og segir Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera, margt hafa breyst á þessum tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Eina áramótaheitið sem ég hef staðið við“

Sístækkandi átakið Veganúar hefst formlega í kvöld með upphafsfundi í Bíó Paradís. Formaður félags grænkera telur alla geta sneitt hjá dýraafurðum í einn mánuð og segir átakið oft leiða til betri neysluvenja til frambúðar

Innlent
Fréttamynd

Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jóla­gleðina á ný

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Ég skora á þig að verða vegan!

Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás.

Skoðun
Fréttamynd

Samtök grænkera vilja alls engar hvalveiðar við Ísland

Samtök grænkera á Íslandi ætla að berjast fyrir því að engar hvalveiðar verði við Íslandi í sumar í ljósi þess að hvalir séu mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar. Formaður samtakanna segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar hvalveiðar eru annars vegar.

Innlent
Fréttamynd

Er fram­tíðin vegan?

Hvað er veganismi? Veganismi snýst um að forðast að neyta dýraafurða eftir bestu getu. Öll sú matvara sem ekki kemur frá dýri eða er prófuð á dýrum er því vegan. Eins og segir í laginu “gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna/Krækiber og kartöflur, og kálblöð og hrámeti.”

Skoðun
Fréttamynd

Skráði sig í leik­listar­nám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið

Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann.

Lífið
Fréttamynd

Verk­smiðju­bú­skapur - er betur farið með dýr á Ís­landi?

Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­smiðju­bú­skapur, er það fram­tíðin?

Nú er Veganúar hálfnaður og margir hafa verið að skoða sig um og pælt afhverju við mannfólk borðum dýrafurðir? Þarf mannfólk dýrafurði að halda til þess að lifa heilbrigðu lífi? Erum við á Íslandi miklu skárri en önnur lönd þegar kemur að slátrun og búskap dýra?

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegan ekki?

Veganúar er viðburður, eða áskorun, sem haldinn er í janúarmánuði ár hvert og hefur það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Samtök grænkera á Íslandi hafa staðið fyrir þessari áskorun síðan 2016 og er þetta því í sjöunda sinn sem við höldum hana hérlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Grænkera skorti ekkert á jólum

Jólin eru handan við hornið og flestir eflaust farnir að velta fyrir sér hvað eigi að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Fyrir flesta er þetta kannski erfið spurning að svara, en hvað með fólkið sem bragðar ekki á jólasteikinni?

Innlent
Fréttamynd

Vesen um veganjól ekkert miðað við áður

Úrval á vegan-fæði hefur aukist gríðarlega undanfarin ár í takt við breyttar matarvenjur landsmanna. Íslenskir framleiðendur hafa verið að auka framleiðslu sína til að koma til móts við grænkera, sérstaklega fyrir jólin.

Innlent