Viðskipti

Fréttamynd

Aðeins tvö félög hækka í Kauphöllinni

Rauður dagur var að langmestu leyti í Kauphöllinni í dag en einungis gengi tveggja félaga, Eimskipafélagsins og Landsbankans hækkaði á sama tíma og gengi annarra ýmist stóð í stað eða lækkaði. Gengi bréfa í Century Aluminum lækkaði mest, eða um 2,43 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauður dagur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað eða staðið í stað frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands fyrir hálftíma. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,21 prósent, og næstmest í Existu, sem hefur horft upp á 1,53 prósenta lækkun það sem af er dags.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreytt verðbólga í Bretlandi

Verðbólga mældist 1,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði en það er óbreytt staða frá því í mánuðinum á undan, samkvæmt tölum frá hagstofu landsins. Greinendur segja að þar sem verðbólgan sé 0,2 prósentustigum undir verðbólgumarkmiðum breska seðlabankans þá séu litlar líkur á því að bankinn hækki stýrivexti í bráð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frosti Bergsson kaupir Opin kerfi

Frosti Bergsson hefur keypt Opin Kerfi á 1,8 milljarða króna en gengið var frá áreiðanleikakönnun á föstudag. „Við horfum til þess að bæta reksturinn enn frekar og skapa okkur sérstöðu með því að veita afburðaþjónustu,“ segir Frosti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn gefur út skuldabréf

Landsbankinn gaf á föstudag út víkjandi skuldabréf fyrir 400 milljónir bandaríkjadala eða um 24 milljarða íslenskra króna. Útgáfunni, sem telst til eiginfjárþáttar A (e. Tier 1), var beint til stofnanafjárfesta á Bandaríkjamarkaði og er án lokagjalddaga en innkallanleg af hálfu Landsbankans að 10 árum liðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærstu sjóðirnir selja sig úr Icebank

SPRON hf. og Byr sparisjóður hafa selt samtals 45,18 prósenta eignarhlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir átta prósenta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihlutaeigu sparisjóðanna sem eftir standa. Bankastjóri Icebank segir nánar verða greint frá viðskiptunum eftir helgina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Askar með milljarðasjóð

Askar Capital hefur stofnað níu milljarða króna fjárfestingasjóð. Lágmarkskaup í sjóðnum nema fimm milljónum dala, rúmlega 301 milljón íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Iceland Express ætli að kaupa Air Atlanta sem er í eigu Eimskipafélagsins. Elmar Gíslason, ritstjóri Fréttabréfs atvinnuflugmanna, veltir fyrir sér og bendir á að forsvarsmenn beggja félaga hafi boðað starfsfólk til fundar 20. október næstkomandi. Matthias Imsland neitar því í samtali við Markaðinn að þetta standi til. Tilviljun ráði þessari dagstetningu. Auðvitað á að taka orð forstjórans alvarlega. Uppstokkun á ákveðnum sviðum í viðskiptalífinu getur verið tilviljunum háð. Þannig urðu stór viðskipti í upplýsingatæknigeiranum á fimmtudaginn. Allt tilviljanir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alfesca hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við lokun viðskiptadags í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Alfesca hækkaði mest, eða um 1,43 prósent á meðan gengi bréfa í Teymi og Tryggingamiðstöðinni lækkaði jafn mikið, eða um 2,08 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Askar Capital stofnar framtakssjóð

Fjárfestingabankinn Askar Capital hefur sett á fót fjárfestingarsjóð á sviði framtaksfjármögnunar (private equity) í samvinnu við VCM Capital Management, eitt umsvifamseta fyrirtæki í heimi á sviði framtaksfjármögnunar, og bandaríska fjármálafyrirtækið Resource America.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smásala eykst í Bandaríkjunum umfram spár

Smásala jókst um 0,6 prósent á milli mánaða í síðasta mánuði í Bandaríkjunum, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er tvisvar sinnum meira en greinendur höfðu reiknað með. Sala á bílum leiðir vöxtum og vegur á móti samdrætti í sölu á fatnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Icelandair eitt á uppleið

Gengi hlutabréfa í Teymi lækkaði um 2,16 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun á gengi bréfa í félagi sem þar er skráð en einungis bréf í Icelandair hafa hækkað í verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leikfangaskortur yfirvofandi í Bretlandi

Breska verslanakeðjan Woolworths hefur riðið á vaðið fyrst verslana og varað við yfirvofandi skorti á vinsælustu leikföngunum um næstu jól. Ástæðan er sú að leikföng frá Kína eru grandskoðuð í kjölfar milljónainnköllunar fyrir nokkru og hefur það seinkað fyrir því að pantanir skili sér í hús.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð nálægt hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór nálægt hæstu mörkum eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíubirgðir landsins drógust meira saman en reiknað hafði verið með.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slæmur fjórðungur hjá Investor AB

Investor AB, fjárfestingaarmur sænsku Wallenberger-fjölskyldunnar, tapaði 7,82 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 73,4 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 8,92 milljarða sænskra króna hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoma sjóðsins hefur aldrei verið verri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bréf Nýherja hækka mest

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í lok viðskiptadags í Kauphöllinni í dag, mismikið þó. Þannig hækkaði gengi bréfa í Nýherja langmest, eða um 4,09 prósent en félagið tilkynnti í dag um kaup á 77 prósenta hlut í TM Software. Á sama tíma hækkaði bréf Eimskipafélagsins um rétt rúm tvö prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum hækkaði nokkuð minna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestar bjartsýnir í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag en fjárfestar vestanhafs þykja einkar bjartsýnir á stöðu efnahagsmála eftir að stórfyrirtæki þar í landi greindu frá betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Þá glæddust vonir manna eftir að tölur um minni viðskiptahalla voru birtar auk þess sem atvinnuleysi dróst saman á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dregur úr vöruskiptahallanum vestanhafs

Heldur dró úr vöruskiptahalla í Bandaríkjunum á milli mánaða í ágúst en hallinn hefur ekki verið minni í sjö mánuði. Þetta er umfram væntingar. Mestu munar um aukinn útflutning samfara lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og minni innflutningur frá Kína í mánuðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupþing kaupir banka í Belgíu

Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélag Kaupþings banka hf., hefur undirritað samning um kaup á Robeco Bank Belgium, litlum belgískum banka sem sérhæfir sig í einkabankaþjónustu og eignastýringu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sparisjóðir skrifa undir samrunaáætlun

Stjórnir Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga hafa skrifað undir áætlun um samruna sparisjóðanna og miðast hann við 1. júlí síðastliðinn. Gert er ráð fyrir því að hlutur stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði verði 90,5 prósent í sameinuðum sjóði og hlutur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Norðlendinga verði 9,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

RBS tilnefnir nýjan stjórnarformann í ABN Amro

Mark Fisher, einn af stjórnendum Royal Bank of Scotland, hefur verið tilnefndur í stöðu stjórnarformanns hollenska bankans ABN Amro. Rijkman Groenink, fráfarandi stjórnarformaður sagði starfi sínu lausu í gær eftir að skoski bankinn og tveir aðrir bankar festu sér meirihluta í hollenska bankanum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Baugur kaupir í breskri íþróttavöruverslun

Baugur hefur keypt eins prósents hlut í breska íþróttavöruversluninni Sports Direct. Kaupverð er ekki gefið upp. Breska blaðið Telegraph hefur eftir heimildamönnum, að verðmiðinn á félaginu hafi verið hagstæður enda hafi gengi þess fallið um rúman helming síðan það var skráð á markað í febrúar síðastliðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnarformaður ABN Amro hættur

Rijkman Groenink, stjórnarformaður hollenska bankans ABN Amro, tilkynnti í dag að hann ætli að segja upp starfi sínu hjá bankanum í kjölfar þess að hópur þriggja banka undir forystu Royal Bank of Scotland tryggði sér yfirtöku á honum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samskip flytur ál fyrir Alcoa

Alcoa Fjarðaál hefur samið við Samskip um að annast flutninga á framleiðslu fyrirtækisins til Evrópu næstu fimm árin. Meginhluti framleiðslu Alcoa Fjarðaáls fer á Evrópumarkað. Flutningarnir munu stórauka umsvif Samskipa á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekjur Alcoa undir væntingum

Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Líkur á hærri vöxtum hjá Íbúðalánasjóði

Greiningardeild Glitnir reiknar með því að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka á næstu vikum. Deildin bendir í Morgunkorni sínu í dag að vextir á útlánum sjóðsins hafi hækkað um 0,15 prósent á árinu vegna kröfuhækkunar á íbúðabréfum og séu vextirnir, með uppgreiðsluálagi, nú orðnir jafnháir og þeir voru þegar samkeppni hófst á húsnæðislánamarkaði í ágúst fyrir þremur árum þegar bankarnir hófu að veita fasteignlán.

Viðskipti innlent