Íþróttir

Fréttamynd

Loksins hættur í boltanum

Hollenski varnarmaðurinn Winston Bogarde hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna fyrir fullt og allt, en þessi fyrrverandi landsliðsmaður hefur verið í tómu rugli síðustu ár eftir að hafa verið á ofurlaunum í fimm ár hjá Chelsea án þess að spila neitt af viti.

Sport
Fréttamynd

HK sterkara á endasprettinum en Afturelding

Það var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23.

Sport
Fréttamynd

Ætlar að eyða í janúar

Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, staðfesti við enska fjölmiðla í gær að hann hyggðist styrkja leikmannahóp sinn verulega þegar leikmannaglugginn opnast á ný í janúar.

Sport
Fréttamynd

Sektað um 700 þúsund á árinu

Knattspyrnusamband Íslands hefur alls verið sektað um ríflega 700 þúsund krónur á tímabilinu vegna áminninga sem leikmenn íslenska landsliðsins hafa hlotið í undankeppni HM.

Sport
Fréttamynd

Memphis-Seattle í beinni

Einn leikur verður í beinni útsendingu á NBA TV í nótt, en það er viðureign Memphis Grizzlies og Seattle Supersonics. Memphis hefur unnið tvo leiki og tapað einum, en Seattle hefur spilað tvo leiki og unnið annan þeirra. Pau Gasol er stigahæstur í liði Memphis með rúm 25 stig að meðaltali í leik, en Ray Allen hefur skorað rúmt 31 stig í leik fyrir Seattle. Leikurinn hefst klukkan eitt í nótt.

Sport
Fréttamynd

Bikarmeistararnir úr leik

Bikarmeistarar ÍR eru úr leik í SS-bikarnum í handbolta, en íR-ingar töpuðu fyrir Fylki í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld 31-28. HK vann Aftureldingu 28-23, Aðallið FH sigraði FH Elítuna 31-28 og Fram valtaði yfir FH B 48-14.

Sport
Fréttamynd

Graham Rix þjálfar Hearts

Í dag var staðfest að fyrrum þjálfari Portsmouth, Graham Rix hefði verið ráðinn aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs Hearts í Skotlandi. Á næstunni er svo fyrirhugað að ráða yfirmann knattspyrnumála til félagsins, en allir menn í þessum stöðum voru látnir fara eða sögðu upp fyrir stuttu vegna deilna við eiganda félagsins.

Sport
Fréttamynd

Ég á skilið að vera í landsliðinu

David James, markvörður Manchester City segir að trú hans á sjálfan sig hafi gert honum kleift að vinna sér aftur inn sæti í enska landsliðinu, en James missti sæti sitt í liðinu eftir skelfilega frammistöðu gegn Dönum á Parken í ágúst.

Sport
Fréttamynd

Rooney má ekki vera undir pressu

Landsliðsþjálfari Þjóðverja telur að enska landsliðið hafi fulla burði til að verða heimsmeistari í Þýskalandi á næsta ári, en segir að Englendingar verði að gæta þess að setja ekki of mikla pressu á hinn unga Wayne Rooney.

Sport
Fréttamynd

Á yfir höfði sér frekari refsingu

Lauren Robert gæti átt yfir höfði sér aðra refsingu sína á stuttum tíma frá félagi sínu Portsmouth, eftir að hann gagnrýndi liðið harðlega í viðtölum eftir tapið gegn Wigan um helgina.

Sport
Fréttamynd

Maradona var svindlari

Paul Robinson, markvörður Tottenham og enska landsliðsins, hefur gefið góð fyrirheit fyrir vináttulandsleik Englands og Argentínu þann 12. nóvember næstkomandi, því á blaðamannafundi í dag sagði hann að Maradona hefði verið svindlari.

Sport
Fréttamynd

Seinna prófið líka jákvætt

Knattspyrnumaðurinn Abel Xavier hjá Middlesbrough á yfir höfði sér árs leikbann eftir að í ljós kom að seinna lyfjaprófið sem tekið var af honum eftir leik í Evrópukeppninni á dögunum, var einnig jákvætt og sýndi fram á steraneyslu að því er talið er.

Sport
Fréttamynd

Ferguson staðfestir janúarkaup

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að félagið muni styrkja leikmannahóp sinn þegar opnar fyrir félagaskiptagluggann í janúar.

Sport
Fréttamynd

San Antonio þurfti framlengingu í Chicago

Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs.

Sport
Fréttamynd

Ekki baula á Peter Crouch

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, hefur biðlað til stuðningsmanna United um að baula ekki á framherjann Peter Crouch í landsleiknum gegn Argentínu á laugardag.

Sport
Fréttamynd

Á leið til Ítalíu á EM

Stefán Arnarsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, valdi í gær 22 manna æfingar­hóp fyrir undankeppni EM sem fram fer á Ítalíu í lok nóvember. Þar er Ísland í riðli með fimm öðrum liðum og komast fjögur efstu liðin í umspilsleiki sem fara fram næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Bikarmeistararnir taka á móti Fylki

Stórleikur kvöldsins er klárlega viðureign bikarmeistara ÍR og Fylkis en bæði lið hafa komið skemmtilega á óvart í DHL-deildinni í vetur og má því búast við fjörugri rimmu í Austurbergi í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Allir á leið heim?

Eins og við greindum frá í gær þá er Þórarinn Kristjánsson líklega á leið til Keflavíkur á ný en samningaviðræður gætu tafist eftir að stjórn Keflavíkur komst að því að Þórarinn væri ekki lengur í viðræðum við Grindavík og því væru þeir einir um hituna.

Sport
Fréttamynd

Bolton í þriðja sætið

Bolton vann góðan sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, 1-0 með marki frá Kevin Nolan á 31. mínútu og lyfti sér í þriðja sæti deildarinnar. Heimamenn voru ívið betri í leiknum, en bæði lið fengu reyndar nokkur góð marktækifæri í rokinu á Reebok Stadium í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Bolton og Tottenham mætast í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 20, þar sem Bolton tekur á móti Tottenham. Bæði lið hafa byrjað mjög vel í haust og ætla sér sæti í Evrópukeppninni á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Við getum endurtekið sigurgönguna

Eiður Smári Guðjohnsen segir að keppinautum Chelsea í ensku úrvalsdeildinni beri að vara sig, því meistararnir séu fullfærir um að endurtaka 40 leikja taplausa hrinu sína í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Skilur ekki gagnrýnina

Framherjinn háleggjaði Peter Crouch hjá Liverpool segist ekkert skilja í þeirri hörðu gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir að undanförnu vegna markaþurrðar með Liverpool og enska landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Undir smásjá Arsenal

Áhugi enskra liða á framherjanum skæða Dirk Kuyt hjá hollenska liðinu Feyenoord virðist nú vera að kvikna á ný, því Arsene Wenger stjóri Arsenal fylgdist með Kuyt spila í gær. Vitað er að Arsenal, Tottenham, Everton og Liverpool hafa öll verið á höttunum eftir leikmanninum síðan í sumar.

Sport
Fréttamynd

Enn tapar New York

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York eru enn án sigurs og töpuðu öðrum leik sínum í röð á heimavelli í nótt fyrir Golden State Warriors. Sacramento náði sínum fyrsta sigri gegn Phoenix og LA Lakers lögðu Denver öðru sinni á nokkrum dögum.

Sport
Fréttamynd

Barcelona á siglingu

Spánarmeistarar Barcelona unnu fjórða leik sinn í röð í deildinni í gær þegar liðið lagði Getafe 3-1 á útivelli. Þetta var fyrsta tap Getafe á heimavelli í ellefu mánuði. Samuel Eto´o, Ludovic Guily og Thiago Motta skoruðu mörk Barcelona. Real Madrid vann nauman sigur á Zaragoza með marki Roberto Carlos úr víti.

Sport
Fréttamynd

Stuðningsmennirnir voru frábærir

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að stuðningur áhorfenda hefði gert gæfumuninn fyrir ungt lið sitt í sigrinum gegn Chelsea í gær. Hann hrósaði líka skapgerð ungu leikmannanna í liðinu, en blæs á að hann hafi verið undir pressu með að vinna leikinn.

Sport
Fréttamynd

Juventus heldur toppsætinu

Efstu liðin á Ítalíu unnu auðvelda sigra í gær og því er staðan á toppnum í A-deildinni óbreytt eftir leiki helgarinnar. Juventus vann Livorno 3-0 og AC Milan tók Udinese í kennslustund 5-1.

Sport
Fréttamynd

Woodgate þarf enn að bíða

Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate er ekki í enska landsliðshópnum sem mætir Argentínu þann 12. nóvember, en þeir David James, Michael Carrick, Paul Koncheski og Wayne Bridge hafa allir verið kallaðir inn í hópinn.

Sport
Fréttamynd

Þórarinn til Keflavíkur

Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Kristjánsson mun að öllum líkindum skrifa undir samning við uppeldisfélag sitt, Keflavík, í vikunni. Þórarinn hefur verið í viðræðum vð Grindavík og Keflavík síðustu vikur en Grindvíkingar hafa slitið viðræðunum þar sem þeir sáu sér ekki fært að mæta launakröfum Þórarins sem ku vera í hærri kantinum.

Sport