Erlent

Fréttamynd

Tíunda hvert íslenskt barn einmana

Velsæld barna í iðnríkjunum er minnst í Bretlandi og Bandaríkjunum en best líður þeim á Norðurlöndunum. Heilbrigði barna er óvíða betri en hér á landi en fjölskyldu- og vinatengslum íslenskra barna er ábótavant. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Berdymukhamedov sór embættiseiðinn

Kurbanguly Berdymukhamedov sór í dag embættiseið sem forseti Mið-Asíulýðveldisins Túrkmenistans, við hátíðlega athöfn. Berdymukhamedov fær það erfiða hlutskipti að feta í fótspor Saparmurats Niyazov, sem þekktur var sem Turkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, en hann andaðist í desember síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Evrópuþingið fordæmir fangaflugið

Evrópuþingið lagði í dag blessun sína yfir skýrslu þar sem ríkisstjórnir allmargra Evrópulanda eru fordæmdar fyrir að hafa veitt bandarísku leyniþjónustunni, CIA, heimildir til að taka þar grunaða hryðjuverkamenn höndum og flytja þá til staða þar sem þeir sættu illri meðferð.

Erlent
Fréttamynd

Vilja banna hjónabönd samkynhneigðra í Nígeríu

Stjórnmálamenn í Nígeríu lögðu í dag fram frumvarp um að banna hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið féll í góðan jarðveg þó svo fámennur hópur hefði talað fyrir réttindum samkynhneigðra. Samkynhneigð er þegar ólögleg í Nígeríu en frumvarpið myndi tryggja að þeir gætu ekki gift sig. Frumvarpið er tilkomið vegna lögleiðinga hjónabanda samkynhneigðra í vestrænum löndum undanfarið.

Erlent
Fréttamynd

Bush vongóður um friðsamlega lausn Íransdeilu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði síðdegis að hann væri þeirrar skoðunnar að Bandaríkin og samherjar þeirra nálguðust friðsama lausn á deilu sinni við Íran. Deilurnar snúast um kjarnorkuáætlun Írana. Bush sagði jafnframt að hann efaði að veinar viðræður ríkjanna tveggja myndu bera árangur.

Erlent
Fréttamynd

Svíar að gefast upp á Kastrup

Sænskur þingmaður hefur sent dönsku ríkisstjórninni formlega fyrirspurn um hvort hún ætli að gera eitthvað til þess að stytta biðraðir og leysa vandamál sem skapast við innritunarborð á Kastrup flugvelli. Miklar seinkanir hafa verið daglegt brauð á flugvellinum síðustu misserin, og algengt að fólk komist ekki út í flugvélar áður en þær leggja af stað.

Erlent
Fréttamynd

Chrysler segir upp starfsfólki vegna samdráttar

Bílaframleiðendurnir DaimlerChrysler hefur ákveðið að segja upp 13.000 manns í Bandaríkjunum og í Kanada og loka einni verksmiðju fyrirtækisins í Delawer. Helsta ástæðan er samdráttur í rekstri fyrirtækisins en sala á nýjum bílum undir merkjum Chrysler dróst saman um 7 prósent vestanhafs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Evrópuþingið fordæmir fangaflug

Evrópuþingið í Strasbourg fordæmdi í dag fangaflug Bandaríkjanna með meinta hryðjuverkamenn og sagði það vera ólöglegt tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum. Jafnframt voru ríkisstjórnir og leyniþjónustur Evrópuríkja fordæmdar fyrir að hafa samþykkt þetta athæfi og haldið því leyndu.

Erlent
Fréttamynd

Engum eldflaugum beint gegn Rússum

Forseti Tékklands sagði í dag að ef Tékkar tækju þátt í eldflaugavörnum Bandaríkjanna, væri þeim flaugum ekki beint gegn Rússlandi. Rússar hafa brugðist ókvæða við beiðni Bandaríkjanna um að fá að setja upp ratsjárstöðvar og eldflaugar í Tékklandi og Póllandi. Bandaríkjamenn segja að tilgangurinn sé að verjast eldflaugaárásum frá Íran og Norður-Kóreu.

Erlent
Fréttamynd

Thai Airways fær afslátt hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að veita taílenska flugfélaginu Thai Airways afslátt á átta A330 farþegaþotum frá Airbus. Ástæðan eru tafir á afhendingu A380 risaþotanna, sem er tveimur árum á eftir áætlun. Thai Airways hafði pantað sex risaþotur frá Airbus en hótaði að draga kaupin til baka ef flugvélaframleiðandinn veitti flugfélaginu ekki afslátt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Evrópuþingmenn rífast um fangaflug

Evrópskir þingmenn tókust á um það, í dag, hvort þeir hefðu nægar sannanir til þess að saka ríkisstjórnir landa sinna um að hafa átt samstarf við bandarísku leyniþjónustuna CIA um fangaflug til aðildarríkja Evrópusambandsins. Leyniþjónustan er sökuð um að hafa geymt meinta hryðjuverkamenn í leynifangelsum í Evrópu, og flogið með þá til landa þar sem þeir voru pyntaðir.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar kaupa hlut í indverskri kauphöll

Þýska kauphöllin í Franfurt, Deutsche Börse, hefur keypt fimm prósenta hlut í kauphöllinni í Mumbai á Indlandi. Erlendum aðilum leyfist ekki að kaupa stærri hlut í indversku fjármálafyrirtæki. Ekki liggur fyrir hvað Deutsche Börse greiddi fyrir hlutinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tveggja ára stúlka ætlaði ein til Egyptalands

Tveggja ára stúlka sem hljóp frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi tókst að koma sér um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrar stúlkunnar létu vita um leið og þeir tóku eftir því að hún væri horfin en þau voru þá að fara um borð í flugvél á leið til Túnis.

Erlent
Fréttamynd

Dauðvona maður vann milljón dollara

Wayne Schenk, 51 árs, finnst hann ekki vera mjög heppinn maður þrátt fyrir að hafa unnið milljón dollara, eða um 68 milljónir íslenskra króna, í skafmiðahappadrætti New York ríkis. Hann greindist nefnilega með banvænt krabbamein aðeins fimm vikum áður.

Erlent
Fréttamynd

Olíufyrirtæki borgar 13,5 milljarða í skaðabætur

Hollenska olíufyrirtækið Trafigura náði í dag samkomulagi um að borga stjórnvöldum í Fílabeinsströndinni 198 milljónir dollara, eða um 13,5 milljarða íslenskra króna, vegna mengunar sem fyrirtækið varð valdur að. Þúsundir veiktust vegna mengunarinnar. Fyrirtækið sendi skip þangað til þess að losa úrgang og reyndist hann vera eitraður.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar á móti fjölgun hermanna í Írak

Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hófu í dag umræður um fjölgun hermanna í Írak. Þeir segja að almenningur í Bandaríkjunum hafi misst trúna á stríðið á meðan repúblikanar vara við því að grafa undan stríðinu gegn hryðjuverkum. Umræðurnar verða í þrjá daga og snúast þær um tillögu sem gagnrýnir harðlega fjölgun hermanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnvöld í Suður-Afríku skila landi

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að herða róðurinn til þess að bæta efnahag svarta hluta þjóðarinnar. Hluti af þeim áætlunum snýst um að skila landi í eigu hvítra til svartra.

Erlent
Fréttamynd

Lifði af 3.600 metra fall

Fallhlífastökkvari sem féll 3.600 metra til jarðar og lifði það af setti nýverið myndband af atvikinu á internetið. Á myndbandinu sést hvernig hann hrapar nær stjórnlaust til jarðar, og að því er virðist, dauða.

Erlent
Fréttamynd

Correa fær að halda stjórnarskrárþing

Forseti Ekvador, Rafael Correa, vann í dag mikinn sigur á andstæðingum sínum í þinginu. Þingið samþykkti loks beiðni hans um að fá leyfi til þess að endurskrifa stjórnarskrá landsins. Þingið hafði ávallt verið á móti þeim hugmyndum Correa en hann hefur ekki eiginlegan þingflokk á bak við sig. Hann biðlaði þess í stað til almennings sem mótmæli afstöðu þingmanna og í dag samþykkti þingið loks tillögu Correa.

Erlent
Fréttamynd

Írakar nýta sér tæknina til að komast af

Almenningur í Írak er farinn að nota forritið Google Earth til þess að komast hjá ofbeldi í Bagdad. Sumir hafa meira að segja sett upp vefsíður þar sem bent er á hættuleg svæði.

Erlent
Fréttamynd

Lausn í kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna

Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti.

Erlent
Fréttamynd

Hvíldarbelgir vinsælir í Bandaríkjunum

Það er ekki amalegt að geta tekið sér miðdegislúr í vinnunni til að hlaða batteríin fyrir átök síðdegisins. Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur hannað sérstaka hvíldarbelgi sem nú eru kynntir hjá hverju stórfyrirtækinu á eftir öðru þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að deyja með reisn

Þrítug bresk kona berst nú fyrir því að læknar í Bretlandi veiti henni meðferð sem mun draga hana til dauða. Hún þjáist af tveimur alvarlegum sjúkdómum og læknar segja hana ekki lifa út árið. Sjálf segist hún vilja ráða brottfarartíma sínum og deyja með reisn.

Erlent
Fréttamynd

Hvalaverndarsinnar mættu ekki

Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Nasdaq 4,3 milljarðar króna

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq skilaði 63 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það svarar til 4,3 milljarða íslenskra króna og jafngildir þreföldun frá því á sama tíma árið 2005. Tekjur markaðarins tvöfölduðust á sama tímabili.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

al-Kaída að verki í Alsír

Hryðjuverkahópur tengdur al-Kaída hefur lýst ábyrgð á sprengingum í Alsír í dag á hendur sér. Alls sprungu sjö sprengjur í námunda við fjórar lögreglustöðvar. Talið er að sex manns hafi látist og 13 slasast í sprengingunum. Sprengjurnar sprungu samtímis. Sjónvarpsstöðin al-JAzeera skýrði frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ólöglegir innflytjendur geta fengið kreditkort

Bank of America er byrjaður að bjóða kreditkort til viðskiptavina sinna sem hafa ekki kennitölu. Undanfarin ár hafa bankar boðið reikninga og jafnvel lán til fólks sem ekki hefur kennitölu . En kreditkort hefur það ekki getað fengið fyrr en nú.

Erlent
Fréttamynd

Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli Bandaríkjanna nam 763,6 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári. Það svarar til 52.200 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Mestu munar um tíðar verðhækkanir á hráolíu á síðasta ári og aukinn innflutning á vörum frá Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Írak lokar landamærum sínum

Írakar ætla að loka landamærum sínum við Sýrland og Íran til þess að reyna að koma í veg fyrir þá öldu ofbeldis sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Einnig á að lengja útivistarbann sem hefur ríkt í höfuðborginni á kvöldin. Báðar aðgerðirnar eru hluti af nýju skipulagi Íraka og Bandaríkjamanna sem á að binda endi á ofbeldið í landinu.

Erlent