Erlent

Fréttamynd

Ekki hægt að stöðva Írana

Íranar eiga eftir að geta auðgað nóg af úrani til þess að nota í kjarnorkusprengju og það er lítið hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Þetta kemur fram í innanhússkýrslu Evrópusambandsins. Financial Times sagði frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar sammála Putin

Tveir af hverjum þremur Þjóðverjum eru sammála Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að Bandaríkjamenn stefni að því að verða allsráðandi í heiminum. Putin lét þessi orð falla á ráðstefnu um öryggismál, í Munchen, um helgina. Þetta er samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir þýska sjónvarpsstöð.

Erlent
Fréttamynd

"Hoppa svo"

Nær einn af hverjum þrem Bretum heldur að konur geti forðast þungun eftir kynmök með því að hoppa upp og niður, strax að þeim loknum. Þetta kom fram í nýrri könnun bresku fjölskylduráðgjafarinnar, sem telur að nauðsynlegt sé að auka kynfræðslu í skólum.

Erlent
Fréttamynd

Metverðbólga í Zimbabve

Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 stig á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósent frá því í desember. Að sögn hagstofu Zimbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölva sem byggir á skammtafræði afhjúpuð á morgun

Kanadíska fyrirtækið D-Wave hefur greint frá því að á morgun muni það sýna fyrstu tölvuna sem byggir á skammtafræði. Tölvur í dag byggjast upp á því að í örgjörvum þeirra eru send merki sem annað hvort tákna 1 eða 0. Tölvur sem byggja á lögmálum skammtafræði senda hins vegar merki sem geta verið 1 og 0 á sama tíma. Það gerir tölvunni kleift að sjá um allt að 64 þúsund útreikninga í einu sem er margfalt meira en tölvur gera í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging við heimili lögreglumanns upplýst

Lögreglan á Blönduósi hefur upplýst um tildrög sprengingar sem varð við heimili lögreglumanns á Skagaströnd í fyrrinótt. Í dag voru handteknir 2 menn á tvítugsaldri vegna gruns um aðild að sprengingunni. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir verknaðinn.

Innlent
Fréttamynd

FBI týndi 160 fartölvum

160 fartölvur, þar af tíu sem innihéldu leynileg gögn, týndust í meðförum starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) frá febrúar 2002 til september 2005. Ein af tölvunum innihélt upplýsingar sem gæti hjálpað fólki að bera kennsl á leyniþjónustumenn. Á sama tíma týndust 160 vopn. FBI gat ennfremur ekki sagt með vissu hvort að 51 af þeim fartölvum sem týndust hefðu innihaldið leynileg gögn.

Erlent
Fréttamynd

Ban Ki-moon reynir að stilla til friðar

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hringdi í dag í leiðtoga Ísraela, Palestínu og Sádi-Arabíu til þess að hvetja alla aðila að sættast á þjóðstjórn Palestínu og viðurkenna Ísrael. Ban lýsti líka áhyggjum sínum yfir þeim atburðum sem nú eiga sér stað við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem en ísraelsk yfirvöld eru nú að vinna að endurbótum á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Grunur um að al-Kaída hafi verið að verki

Tvær sprengingar urðu í dag við herstöð Bandaríkjamanna rétt fyrir utan Tókíó í Japan. Enginn meiddist í þeim en þeir sem rannsaka málið líta svo á að um hugsanlega hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Haniyeh biður alþjóðasamfélagið um stuðning

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, sagði í dag að Bandaríkin og önnur lönd sem eru að reyna að miðla málum í Mið-Austurlöndum ættu að hefja aðstoð við Palestínu að nýju. Hann sagði að alþjóðasamfélagið ætti að styðja við bakið á hinni nýmynduðu þjóðstjórn og virða þannig vilja palestínsku þjóðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Herlögum lýst yfir í Gíneu

Forseti Gíneu, Lansana Conte, lýsti yfir herlögum í landinu í dag til þess að reyna að binda endi á þá ofbeldisöldu sem hefur heltekið landið undanfarna daga. Stéttarfélög hafa staðið fyrir mótmælum gegn Conte í tæpan mánuð.

Erlent
Fréttamynd

Sexveldin ná bráðabirgðasamningum

Sexveldin svokölluðu komust að bráðabirgðasamkomulagi nú í kvöld. Þeim tókst að leysa helstu ágreiningsefni samningsins og lítur nú út fyrir að Norður-Kórea fari brátt að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Norður-Kórea og Bandaríkin höfðu deilt um hversu mikla orkuaðstoð Norður-Kórea fengi í stað þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína.

Erlent
Fréttamynd

Sýndi mikinn kjark og frumkvæði

Skyndihjálparmaður ársins 2006 sýndi mikinn kjark og frumkvæði þegar hann bjargaði lífi móður sinnar í fyrrasumar. Almennt er þó mælt með að börn leiti fyrst aðstoðar og aðhafist svo eftir að neyð ber að höndum.

Innlent
Fréttamynd

Svartbjörn fastur upp í tré

Það er ekki oft sem nærri 200 kílóa birnir festast upp í trjám, en það gerðist í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Lögreglu brá heldur en ekki í brún þegar tilkynning barst um að svartbjörn sæti fastur í rúmlega 15 metra hæð. Fjölmargir íbúar söfnuðust saman undir trénu til að fylgjast með.

Erlent
Fréttamynd

Írak: Mikið mannfall í sprengjuárásum

Minnst 80 týndu lífi og 150 særðust í þremur sprengjuárásum í miðborg Bagdad í Írak í dag. Árásirnar voru gerðar um leið og Írakar minntust þess að í dag er ár frá árásum á guðshús sjía-múslima í hinni helgu borg Samarra. Árásin þá varð kveikjan að blóðugum átökum trúarbrota í landinu sem engan enda virðast ætla að taka og hafa kostað þúsundir mannslífa í hverjum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Þýskur hryðjuverkamaður fær reynslulausn

Þýskur dómstóll hefur ákveðið að láta Birgitte Mohnhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, lausa úr fangelsi þar sem hún hefur mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Ákvörðunin hefur þegar vakið deilur enda var Monhaupt á sínum tíma lýst sem hættulegustu konu Þýskalands.

Erlent
Fréttamynd

Samið við áhöfn Castor Star

Samningar hafa tekist á milli áhafnar og eigenda flutningaskipsins Castor Star, sem hefur legið við bryggju á Grundartanga síðan á miðvikudaginn. Skipverjar fá laun sem þeir eiga inni og nýja samninga sem tvöfalda kjör þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Páfinn gagnrýnir nútímavæðingu samfélagsins

Páfinn hefur gagnrýndi í dag lög sem hann sagði ógna fjölskyldunni og samfélaginu. Þar átti hann við lög um fóstureyðingar og líknarmorð. „Engin mannleg lög geta komið í stað þeirra sem skaparinn skrifaði án þess að samfélagið verði valt á fótum sínum.“ sagði Benedikt páfi á ráðstefnu um náttúrulög, eða lög guðs. Kaþólska kirkjan telur þau vera bindandi.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar í Túrkmenistan fóru vel fram

Kosningar fóru fram í Túrkmenistan í gær og virðist sem þær hafi farið vel fram. Þó vantaði mikið upp á, samkvæmt vestrænum stöðlum, til þess að þær gætu talist frjálsar. Búist er við því að Kurbanguly Berdymukhamedov beri sigur úr býtum. Hann hefur verið forseti til bráðabirgða frá láti Saparmurat Niyazov, fyrrum einræðisherra landsins.

Erlent
Fréttamynd

Flóðin ekki haft áhrif á starfsemi ÞSSÍ

Um eitt hundrað manns hafa farist í flóðum í Mósambík á síðustu dögum en hermenn og hjálparstarfsmenn á þyrlum og bátum hafa flutt á brott um sextíu þúsund íbúa. Flóðin hafa enn sem komið er ekki haft nein áhrif á verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík, að sögn Jóhanns Pálssonar umdæmisstjóra ÞSSÍ í Mapútó.

Erlent
Fréttamynd

Væn verðbólga

Verðbólga á ársgrundvelli í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1.593,6 prósent og er landið í raun gjaldþrota. Stjórnarstefnu Roberts Mugabes, forseta, er kennt um þessa skelfilegu stöðu, en hann hefur meðal annars rekið hvíta bændur af jörðum sínum og fengið þær svörtum skæruliðum sem ekkert kunna til verka.

Erlent
Fréttamynd

Íranar neita vopnasmygli

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, neitaði því í dag að Íranar sæju bardagasveitum í Írak fyrir fullkomnum vopnum. Hann sagði jafnframt að friður myndi ekki komast á í Írak, fyrr en bandarískar og aðrar erlendar hersveitir færu þaðan.

Erlent
Fréttamynd

LSE hefur samvinnu við kauphöllina í Tókýó

Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) hefur ákveðið að efla samvinnu sína við kauphöllina í Tókýó í Japan í kjölfar þess að eigendur meirihluta bréfa í LSE ákváðu að taka ekki yfirtökutilboði Nasdaq í markaðinn á laugardag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Baader-Meinhof -miskunnarlausir morðingjar

Birgitte Monhaupt, sem brátt verður látin laus í Þýskalandi, tilheyrði einum grimmustu hryðjuverkasamtökum sem stofnuð hafa verið í Evrópu. Rauði herinn, sem einnig var kallaður Baader-Meinhof gengið framdi illvirki sín á árunum 1970-1991. Á þeim árum frömdu samtökin 34 morð. Oft myrtu þau fólk sem hafði verið haldið í gíslingu mánuðum saman.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga að slíta tengsl við Abbas

Ísraelar eru að íhuga að slíta öll tengsl við Mahmoud Abbas, hinn hófsama forseta Palestínumanna, ef nýmynduð þjóðstjórn verður ekki við alþjóðlegum kröfum um að ríkisstjórn Palestínumanna viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis og afneiti ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar vara Bush við

Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranar eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreisnarhópa. Öruggar sannanir vanti og ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggi á vafasömum sönnunargögnum.

Erlent
Fréttamynd

Algjör hasshaus

Belgiskur maður var handtekinn fyrir hassmygl frá Hollandi til heimalandsins, vegna þess að það var svo megn hasslykt af honum að aðrir farþegar í lestinni þoldu ekki við. Hollenskir lestarverðir létu belgisku lögregluna vita af manninum, og hans var beðið þegar lestin kom til Antwerpen.

Erlent