Erlent

Fréttamynd

Norður-Kórea gæti brátt afvopnast

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún vonist til þess að farið verði að vinna eftir samkomulagi sem náðist árið 2005 um að binda endi á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Rice skýrði frá þessu sinni á fundi með utanríkisnefnd öldungadeildar bandaríska þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Hamas og Fatah nálgast samkomulag

Hamas og Fatah hreyfingarnar hafa náð samkomulagi um hverjir munu skipa flestar stöður í væntanlegri þjóðstjórn Palestínu. Sagt var frá þessu í dag. Aðeins á eftir að velja innanríkisráðherra Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Hnepptu mæðgur í þrældóm og pyntuðu

Fimmtíu og fimm ára gömul ungversk kona er látin eftir að nágrannar hennar pyntuðu hana og þrítuga dóttur hennar svo mánuðum skipti. Einn karlmaður og tvær konur hafa verið handteknar vegna málsins. Þetta gerðist í litlu þorpi í miðju Ungverjalandi.

Erlent
Fréttamynd

„Beygðu STRAX í norður“

Bandaríski flotinn hefur opinberlega sagt að þessi frásögn eigi ekki við rök að styðjast, en hún er sögð vera til í skjalasafni yfirmanns bandaríska flotans, og þetta á að hafa gerst árið 1995. Um er að ræða talstöðvar-viðskipti bandarísks herskips sem var á siglingu undan strönd Kanada, skammt frá Halifax. Bandaríska herskipið kallar upp í talstöð sinni:

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 3,5 prósentum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir bankann fylgjast grannt með verðbólguþróun á evrusvæðinu. Greinendur segja bankastjórann hafa notað svipað orðfæri nú og áður en vextir hafi hækkað. Þeir gera því ráð fyrir að vextir hækki að nýju í næsta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

NASA: Betra eftirlit með geðheilsu starfsmanna

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að herða eftirlit með geðheilsu geimfara eftir að þeir hafa verið ráðnir til starfa. Þetta var ákveðið eftir að fréttir bárust af langferð geimfarans Lisu Nowak sem reyndi að ræna öðrum starfsmanni sem hún hélt að væri keppinautur um ástir þess þriðja.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár greinenda, sem þó bentu á að bankastjórnin hefði allt eins getað komið á óvart og hækkað vextina líkt og raunin varð í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöruskipti aldrei betri í Þýskalandi

Vöruútflutningur frá Þýskalandi nam 893,6 milljörðum evra, jafnvirði rúmlega 79.200 milljarða króna, í fyrra en það er 14 prósenta aukning á milli ára. Innflutningur á sama tíma nam 731,7 milljörðum evra, tæplega 64,9 milljörðum króna. Þetta jafngildir því að vöruskipti hafi verið jákvæð í Þýskalandi um 161,9 milljarða evrur. Það svarar til 14.400 milljarða íslenskra króna sem er sögulegt met í Þýskalandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ólga á ný í Kosovo

Bæði Serbar og Albanar eru ósáttir við tillögur Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo-héraðs, og báðir munu efna til mótmæla um helgina. Serbar eru ósáttir við að í tillögunum er gert ráð fyrir að Kosovo verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðastofnunum. Albanar eru ósáttir við að í tillögunum er ekki að finna orðið "sjálfstæði."

Erlent
Fréttamynd

Kynlíf eða ný föt?

Þegar kemur að fötum þá vita konur hvað þær vilja. Það kom í ljós í könnun sem var lögð fyrir 1.000 konur í Bandaríkjunum. Flestar þeirra sögðust tilbúnar að gefa kynlíf upp á bátinn í 15 mánuði ef þær fengju fataskáp fullan af nýjum fötum. Tvö prósent þeirra sagði að þær væru tilbúnar að hætta að lifa kynlífi í þrjú ár fyrir nýju fötin. 61% þeirra bætti síðan við að það væri mun verra að týna uppáhaldsflíkinni en að sleppa rúmfræði í heilan mánuð.

Erlent
Fréttamynd

Átök á milli Ísraela og Líbana

Líbanski herinn skaut í kvöld á ísraelska hermenn sem voru að leita að sprengjum á landamærum ríkjanna tveggja. Þetta kom fram í fréttum hjá herútvarpi Ísraels. Samkvæmt fregnum skutu ísraelskir hermenn til baka en ekkert mannfall var hjá þeim. Talsmaður ísraelska hersins sagði að þeir héldu að einhverjir hermanna Líbana hefðu fallið í átökunum.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra Sómalíu styrkir völd sín

Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í dag til þess að auka áhrif sín í henni, þóknast ættbálkum og halda sig við loforð um þjóðstjórn í landinu. Ríkisstjórnin er nú að reyna að auka völd sín í Sómalíu eftir að íslamska dómstólaráðið var rekið frá völdum.

Erlent
Fréttamynd

NASA að bæta eftirlit með geimförum

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði í dag að hún myndi fara yfir starfsreglur er varða eftirlit með heilsu og geðheilsu geimfara eftir að þeir eru ráðnir. Hingað til hefur ekkert eftirlit verið með geðheilsu þeirra eftir að þeir hefja störf.

Erlent
Fréttamynd

Ítalski boltinn hefst að nýju um helgina

Knattspyrnusamband Ítalíu sagði frá því í dag að knattspyrnuleikir myndu hefjast að nýju um næstu helgi. Stjórnvöld á Ítalíu samþykktu í dag hertar öryggisráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir óeirðir á knattspyrnuleikjum.

Erlent
Fréttamynd

ÞSSÍ í samstarf við stjórnvöld í Níkaragúa

Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs.

Innlent
Fréttamynd

Apple og Apple semja

Apple-tölvurisinn og Apple, útgáfufélag Bítlanna, hafa grafið stríðsöxina og bundið enda á þriggja áratuga lagadeilur um rétt til nafns og vörumerkis. Þetta gæti þýtt að Bítlalög verði í boði hjá iTunes og öðrum tónlistarveitum á netinu í fyrsta sinn.

Erlent
Fréttamynd

7 bréfasprengjur á Bretlandseyjum

Breska lögreglan greindi frá því í dag að sjö bréfasprengjur hafi verið sendar á Bretlandseyjum undanfarnar þrjár vikur. Ein slík sprakk í Wales í dag og særði þrjá en það er fjórða sprengjan sem springur á fimm dögum.

Erlent
Fréttamynd

Bræður vilja ekki berjast

Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu að fella internetið

Óþekktir tölvuþrjótar reyndu í gær að ráða niðurlögum þeirra 13 tölva sem sjá um að stjórna stórum hluta umferðar á internetinu. Árásin stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir og virtist koma frá Suður-Kóreu. Milljónir tölva um allan heim, sem sýktar voru með vírusum sem gerðu tölvuþrjótum kleyft að ná stjórn á þeim, voru notaðar í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Dönsku fríblöðin höggva skörð í lestur hinna

Fríblöðin í Danmörku virðast hafa haft talsverð áhrif á blöðin sem fyrir voru. Miðað við janúar á síðasta ári, hefur Berlingske Tidende misst tíu prósent lesenda sinna, Jyllandsposten um 16 prósent sinna lesenda og Århus Stiftstidende heil 29 prósent. Aðeins Politiken virðist hafa staðið af sér hrinuna, en þar fjölgaði lesendum um tvö prósent.

Erlent
Fréttamynd

Royal sögð köld og sjálfselsk

Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi, fær ekki góða einkunn í bók sem fyrrverandi aðstoðarkona hennar hefur skrifað. Evelyne Pathouot vann fyrir Royal 1997-1997 og hefur átt í málaferlum við hana út af vangoldnum launum. Hún vinnur nú hjá einum þingmanna franska hægri flokksins UMP.

Erlent
Fréttamynd

Danir undrandi á hjónabandi Alexöndru

Alexandra prinsessa, fyrrverandi eiginkona Jóakims Danaprins, ætlar að gifta sig aftur hinn 3. mars næstkomandi. Með því slitna öll tengsl hennar við dönsku konungsfjölskylduna. Eiginmaður hennar verður hinn 27 ára gamli ljósmyndari Martin Jörgensen. Margir Danir eru furðu lostnir yfir þessari ákvörðun prinsessunnar.

Erlent
Fréttamynd

Skaut ítalskan leyniþjónustumann

Ítalskur dómari hefur fyrirskipað að bandarískur hermaður skuli leiddur fyrir rétt fyrir að skjóta ítalskan leyniþjónustumann til bana í Írak. Tveir Ítalskir leyniþjónustumenn voru á leið út á flugvöllinn í Bagdad, með ítalska konu sem þeir höfðu fengið lausa úr gíslingu. Bandarískir hermenn segja að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða að bandarískri varðstöð við flugvöllinn, og því hafi verið skotið á hann.

Erlent
Fréttamynd

Sjö bréfasprengjur sendar í Lundúnum

Breska lögreglan segir að sjö bréfasprengjur hafi verið sendar þar í landi undanfarnar þrjár vikur, og hvetur fólk til þess að gæta sín í umgengni við póst. Þrír hafa slasast af bréfasprengjum í þessari viku, en ekki hefur verið skýrt opinberlega frá hinum fjórum fyrr en núna.

Erlent
Fréttamynd

Gengi Nissan keyrir niður á við

Gengi hlutabréfa í japanska bílaframleiðandanum Nissan tók snarpa dýfu og lækkaði um 8,3 prósent í dag eftir að fyrirtækið sendi frá neikvæða afkomuviðvörun vegna yfirvofandi samdráttar á nýjum bílum undir merkjum félagsins. Ef af verður er þetta fyrsti samdrátturinn síðan Carlos Ghosn tók við forstjórastóli hjá Nissan um mitt ár 1999.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikil flóð í Búrúndí

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að 2 milljónir manna í Búrúndí væru í hættu á því að svelta vegna mikilla flóða þar undanfarnar vikur. Talið er að fólkið þurfi aðstoð fram í júní til þess að koma í veg fyrir matarskort. Hjálparsamtök hafa beðið um samtals 132 milljónir dollara til þess að geta sinnt starfi sínu í Búrúndí.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð námusprenging í Kólumbíu

Sprenging varð í námu í Kólumbíu í dag. Ein kona lést og átta menn, fjórir námuverkamenn og fjórir björgunarmenn eru í sjálfheldu vegna hennar. Ekkert er vitað um afdrif þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Stofna nefnd til að hjálpa flóttamönnum

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það hefði stofnað sérstaka nefnd sem á að sjá til þess að Bandaríkin hlúi almennilega að flóttamönnum frá Írak. Þingmenn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa aðeins leyft 202 Írökum að flytjast til Bandaríkjanna á síðasta ári.

Erlent