Auglýsinga- og markaðsmál

Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum
Leikstjórinn og rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson segir að undanfarið hafi verið ákveðin orðræða í þjóðfélaginu sem hafi beinst gegn innflytjendum. Hann leikstýrir nýrri auglýsingu á vegum Guide to Europe og segir þar um að ræða sitt svar gegn þeirri orðræðu sem hann segir ekki síst koma frá ráðamönnum. Hann hefur nóg fyrir stafni en Rottweiler gefur út nýtt lag á morgun.

Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum
Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, og Steinar Atli Skarphéðinsson hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Múlanes. Fyrirtækið mun sjá um sérhæfða rekstrarráðgjöf fyrir ferðaþjónustu.

Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í
Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna.

Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð
Formgalli varð til þess að ákvörðun Neytendastofu um að sekta Hagkaup um 850 þúsund krónur var felld niður að hluta. Hagkaup sitja samt sem áður uppi með 400 þúsund króna stjórnvaldssekt.

Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna
Harðorðar auglýsingar, sem beinast með neikvæðum hætti að Degi B. Eggertssyni frambjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra, hafa verið áberandi í stærstu fjölmiðlum landsins síðustu daga. Maðurinn á bak við auglýsingarnar segist vilja vekja fólk til umhugsunar, enginn ósómi sé í þeim. Hann er sjálfur skráður í Samfylkinguna en ætlar ekki að kjósa flokkinn í komandi kosningum.

Búið að draga tennurnar úr jagúarnum
Nýtt lógó breska lúxusbílaframleiðandans Jaguar markar ákveðna stefnubreytingu hjá félaginu að sögn eiganda vörumerkjastofu. Merkið er umdeilt en með breytingunni séu vígtennurnar dregnar úr jagúarnum.

Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað
Neytendastofa hefur slegið á putta Olís og Orkunnar fyrir fullyrðingar í auglýsingum um að eldsneyti stöðvanna væri kolefnisjafnað. Auglýsingarnar hafi gefið það í skyn að eldsneytisviðskipti neytenda hefðu engin áhrif á umhverfið.

Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum
Danska konungshöllin hefur gefið út að frá og með árinu 2030 megi dönsk fyrirtæki ekki lengur merkja vörur sínar með kórónu með skilaboðum um að framleiðandinn sé „konunglegur birgðasali“, eða „Kongelig Hofleverandør“.

Ísold ráðin markaðsstjóri
Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki.

Stærðin skiptir ekki máli
„Við erum að horfa svolítið á óhefðbundnar leiðir, snjallar leiðir í auglýsinga- og markaðsmálum þar sem fyrirtæki nýta sér meðal annars gervigreindina sem nú þegar er að breyta öllum leiknum,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um ráðstefnu sem haldin verður á þeirra vegum á miðvikudag.

Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma
Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða nú fram til Alþingis gera sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem samfélagsmiðillinn TikTok getur haft, sérstaklega á unga kjósendur. Flokkarnir eru flestallir komnir á fullt á miðlinum og segja má að hliðstæð kosningabarátta sé hafin í formi TikTok-myndbanda.

Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar
Héraðsdómur hefur sýknað Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af öllum kröfum Sýnar í máli sem sneri að hálfrar milljónar króna sekt, sem nefndin lagði á Sýn vegna dulinna auglýsinga í raunveruleikaþáttunum LXS, sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Sýn krafðist þess að sektin yrði endurgreidd og vísaði meðal annars til þess að félagið hefði ekkert fengið greitt fyrir auglýsingar í þættinum.

Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna
Í kosningabaráttu er flokkunum mikilvægt að hafa hæft fólk við stýrið. Enda er um að ræða fólkið sem á að eltast við hvert einasta mögulega atkvæði fyrir sinn flokk, og stýra sem mestu fylgi heim. Kosningastjórar flokkanna sem bjóða fram í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi eru meðal annars fyrrverandi ráðherra, tryggir aðstoðarmenn og reynslumikið fjölmiðlafólk.

Ólöf til liðs við Athygli
Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og síðar samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli. Þar mun hún sinna eigin ráðgjöf og verkefnum.

Frægð ekki ávísun á frama í pólitík
Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn.

Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi
Íslandsstofa, Hugverkastofan, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Rannís bjóða til Nýsköpunarþings 2024 í Grósku 22. október kl. 14:00-15:30. Streymt verður frá þinginu á Vísi.

Fleiri þvottavélar en pólitíkusar á skjánum vikuna fyrir kosningar
Það er morgunljóst að fleiri þvottavélar á afslætti verða á skjám landsmanna vikuna fyrir kosningar en frambjóðendur. Þetta segir hugmyndasmiður á auglýsingastofu sem segir öll bestu auglýsingaplássin löngu uppbókuð.

Hér og nú fjölgar starfsmönnum
Tryggvi Gunnarsson, Rakel Mist Einarsdóttir og Kristján Valur Gíslason hafa verið ráðin til starfa hjá auglýsingastofunni Hér og nú.

Framsókn hringi nú í allar auglýsingastofurnar
„Þú getur rétt ímyndað þér hvort Framsóknarflokkurinn sé ekki að hringja í allar auglýsingastofurnar núna. Hvaða slagorð komið þið með fyrir okkur til að bjarga þessu. Það eru fundir hjá VG og Sjálfstæðisflokkurinn er bara að vona að þetta leysist fram til 30. nóvember. Þetta verða áhugaverðir dagar framundan“

Már nýr meðeigandi hjá Athygli
Már Másson hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli og bætist samtímis í eigendahóp félagsins.

Alma til Pipars\TBWA
Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið Ölmu Finnbogadóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum, til starfa í samskipta- og almannatengsladeild stofunnar.

Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“
Auglýsing Sambíóanna hefur vakið athygli vegna fjölda fimm stjörnu dóma sem myndin Joker: Folie á Deux er sögð fá. Á síðum sem safna saman bíódómum hefur enginn gagnrýnandi gefið henni slíkan dóm. Rekstrarstjóri Sambíóanna veit ekki hvaðan stjörnurnar koma og gat ekki svarað fyrir auglýsinguna.

Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti
Framkvæmdastjórar fjögurra af stærstu markaðs- og auglýsingastofa landsins kannast við samdrátt undanfarna mánuði. Ekki hafi þó þurft að grípa til uppsagna nýlega og sums staðar hefur starfsfólki verið fjölgað.

Skiltið skuli fjarlægt
Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi.

Anna Fríða snýr sér að sælgætinu
Anna Fríða Gísladóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs hjá sælgætisframleiðandanum Nóa Siríus. Hún greinir frá vistaskiptunum á Instagram.

Herferð í boði Ernu Hreins og Önnu Margrétar
Fjölmiðla-, markaðs- og almannatengslakonurnar Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir hafa sett nýjan vefmiðil í loftið sem er tileinkaður skapandi markaðsmálum og auglýsingaiðnaði á Íslandi. Miðillinn heitir Herferð.

Hvíta húsið og Ennemm segja upp fólki
Markaðs- og auglýsingastofurnar Hvíta húsið og Ennemm gripu til uppsagna fyrir mánaðamótin. Alls missa þrettán vinnuna. Framkvæmdastjórar segjast finna fyrir samdrætti og leitt að sjá á eftir góðu fólki.

Takk, Gísli Marteinn
Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini.

Þegar Joe Camel varð jafngóður vinur barnanna og Mikki mús
Við sem erum komin yfir fertugt munum vel þann tíma þegar víða var reykt, bæði á kennarastofum og í flugvélum.

Fura Ösp nýr formaður stjórnar hjá Brandenburg
Fura Ösp Jóhannesdóttir hefur tekið sæti í stjórn hjá sköpunarstofunni Brandenburg og mun þar fara með stöðu formanns stjórnar.