Innlent

Fréttamynd

Fá bæði ummönnunar- og fæðingarorlofs-greiðslur

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hygðist beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggði það að foreldrar fatlaðra barna gætu fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti hann í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið.

Innlent
Fréttamynd

Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA

Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss á Skeiðarábrú

Suðurlandsvegur er lokaður vegna slys á Skeiðarárbrú. Tveir bílar lentu saman á brúnni og er hún því lokuð. Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri telur að slysið sé ekki alvarlegt en búast má við því að ekki verði opnað fyrir umferð um brúna aftur fyrr en klukkan hálf þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám.

Innlent
Fréttamynd

Verður æðsti embættismaður norræns samstarfs

Sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar verður Halldór Ásgrímsson æðsti embættismaður norræns samstarfs. Um þrjátíu samnorrænar stofnanir víðs vegar á Norðurlöndunum munu heyra undir hann auk tuga samstarfsverkefna af ýmsu tagi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut

Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu . Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi

Ekstr Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar.

Innlent
Fréttamynd

F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun

F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs

Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins.

Innlent
Fréttamynd

Dagur Group og Árdegi sameinast undir Árdegi

Dagur Group og Árdegi sameinast undir nafni Árdegis eftir að síðarnefnda félagið keypti í vor alla hluti í Degi Group. Fram kemur í tilkynningu frá Árdegi að unnið hafi verið að sameiningu félaganna og er hún nú gengin í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða

Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni.

Innlent
Fréttamynd

Spá hækkandi íbúðaverði

Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Rannveigu hafa móðgað færeysku þjóðina

Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, segir að Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðunni um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Hann sakar jafnframt danska fjölmiðla um óeðlilega neikvæðni í umfjöllun um Færeyjar.

Innlent
Fréttamynd

Útvarp innflytjenda hefur útsendingar á morgun

Opnað verður fyrir útvarp innflytjenda í Hafnarfirði á morgun á stöðinni Halló Hafnarfjörður á FM 96,2. Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að bærinn hafi í samstarfi við fjölmiðldeild Flensborgarskóla og Alþjóðahúsið unnið að því að hefja útsendingarnar, sem ná til Hafnarfjarðar, en einnig verður hægt að hlusta á það á heimasíðu Hafnafjarðarbæjar.

Innlent
Fréttamynd

Fljúgandi hálka á Hellisheiði

Fljúgandi hálka er á Hellisheiði og víðast hvar fyrir austan fjall. Bíll valt á Hellisheiði undir morgun og annar ökumaður lenti í óhappi innanbæjar á Selfossi um svipað leiti en engan sakaði. Vegagerðarmenn hafa verið að eyða hálku á Reykjanesbraut síðan í nótt og þar hafa engin óhöpp orðið.

Innlent
Fréttamynd

Samningar um kaup á Landsvirkjun undirritaðir í hádeginu

Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrita nýjan samning um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

MP sækir fram í Austur-Evrópu

MP Fjárfestingarbanki hefur komið á samstarfi við austurríska bankann Raiffeisen Capital Management og hyggst bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi. Um er að ræða tvo skuldabréfasjóði sem annars vegar fjárfesta í hlutabréfum á nýmörkuðum í Austur-Evrópu og hins vegar í hlutabréfum í Kína, Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grettir kaupir áfram í Avion

Grettir fjárfestingafélag keypti í gær tæplega 23 prósenta hlut í Avion Group og hefur þar með eignast yfir 34 prósent hlutafjár í félaginu. Nemur kaupverðið 14,6 milljörðum króna. Fyrir mánuði átti Grettir ekki nema um eitt prósent í Avion.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umfangsmesti viðskiptasamningurinn til þessa

Hoyvikssamningurinn milli Íslands og Færeyja, sem tekur gildi í dag, er umfangsmesti viðskiptasamningur sem við höfum gert við aðra þjóð. „Samningurinn tekur til alls sem viðkemur Evrópska efnahagssvæðinu að viðbættu fullu frelsi varðandi landbúnaðarafurðir," segir Friðrik Jónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kreditkort lækkar gjöld á seljendur

Kreditkort hf. hefur lækkað ábyrgðar- og þjónustugjöld vegna Mastercard kreditkorta úr 2,5 prósentum í 2,2 prósent. Þóknun þessi er háð veltu og getur því lækkað eftir því sem velta seljenda er meiri. Lægst getur hún farið í eitt prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ýsan sjaldan dýrari

Meðalverð á fiski hækkaði um 3 krónur á kíló á fiskimörkuðum landsins í síðustu viku. Á mörkuðum seldust 1.421 tonn af fiski og var meðalverðið 161,88 krónur á kíló. Í vikunni á undan var kílóverðið mjög hátt og því ljóst að verðið er í hæstu hæðum.

Viðskipti innlent