Innlent

Fréttamynd

Sjö þegar yfirheyrðir vegna hlerana

Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns.

Innlent
Fréttamynd

Pólverjar vinna mál gegn starfsmannaleigu

Tólf Pólverjar sem störfuðu við Kárahnjúka unnu í dag dómsmál gegn starfsmannaleigu og fengu viðurkennt að þeir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta er afar mikilvægur dómur, að mati verkalýðshreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

25 ríki mótmæla hvalveiðum Íslendinga

25 ríki mótmæla á morgun hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni með formlegum hætti. Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, mun afhenda mótmælaskjal fyrir hönd ríkjanna í utanríkisráðuneytinu klukkan 10 í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Veik tengsl milli pólskra innflytjenda

Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli.

Innlent
Fréttamynd

KB banki borgar 7 milljarða í skatta

Kaupþing banki greiðir nú í fyrsta skipti meira í opinber gjöld en Fjársýsla ríkisins. Bankinn greiðir langhæstu opinberu gjöldin á þessu ári - nærri sjö milljarða króna, rúmum fimm milljörðum meira en í fyrra. Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað um 46% frá síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Leigubílar geta ekið á sérakreinum Strætó

Leigubílum verður innan skamms heimilt að aka á sérakreinum Strætó. Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að heimila leigubílstjórum akstur á þessum akreinum. Sett er sem skilyrði að leigubílar nýti eingöngu akreinarnar þegar um farþegaflutninga gegn gjaldi er að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Djúpstraumur sem "hikstaði"

Hafrannsóknarstofnun segir að það hafi ekki verið Golfstraumurinn sem slíkur, sem stoppaði í tíu daga í nóvember árið 2004, heldur djúpstraumur sem hefur engin svipuð áhrif og Golfstraumurinn.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins á eftir að veiða tvær langreyðar

Hvalur 9 er nú á leið í land með tvær sextíu feta langreyðar. Búið er að skjóta sjö langreyðar af þeim níu sem heimild fékkst til að veiða. Af dýrunum sem hafa verið veidd eru fjórar kýr og þrír tarfar. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, segir að ef veðrið haldist áfram eins og það er nú þá klári þeir kvótann.

Innlent
Fréttamynd

Sniglarnir vilja losna við ný vegrið

Bifhjólasamtökin Sniglarnir hafa hafið undirskriftasöfnun til að mótmæla uppsetningu nýrrar tegundar vegriða. Um er að ræða svokölluð víravegrið og segja Sniglarnir þau stórhættuleg bifhjólafólki. Samtökin skora á Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra að taka nýju vegriðin strax niður.

Innlent
Fréttamynd

Avion Group kaupir í Atlas

Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns Eimskips Atlas Canada, Inc. eignast 85,8 prósent hlutafjár í kanadíska frystigeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage Income Trust eða samtals 56,2 milljónir bréfa að nafnverði á genginu 7,5 kanadíska dali á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stór hluti fiskafla á Sri Lanka spillist

Talið er að 30 til 40% af fiskafla sem veiðist á Sri Lanka spillist frá því fiskurinn er veiddur þar til hann er kominn á borð neytenda. Rýrnun gæða fisks er vandamál í fiskiðnaði á Sri Lanka og er það eitt af þeim verkefnum sem fiskiðnaðurinn tekst nú á við.

Innlent
Fréttamynd

Bænastund við Óshyrnu á Óshlíðarvegi

Haldin verður bænastund við Óshyrnu á Óshlíðarvegi annað kvöld klukkan átta. Biðja á fyrir vegfarendum sem keyra um Óshlíð og þeim sem taka ákvarðanir um endurbætur á vegasamgöngum milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Hafa kært árásir til lögreglu

Hjónin sem lentu í árás á veitingastað í miðborginni um helgina, þar sem fyrrverandi lögreglumaður réðst að hópi manna sem gerðu tilraun til að nauðga konu hans, hafa kært málið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta hrefnan veidd eftir að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar

Skipverjar á bátnum Halldóri Sigurðurssyni veiddu í dag fyrstu hrefnuna frá því að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar fyrir tveimur vikum. Að sögn Konráðs Eggertssonar skipstjóra veidist hrefnan á Ísafjarðardjúpi um klukkan hálftólf og verður komið með kjötið af henni til Ísafjarðar síðar í dag, en fyrst þarf að taka sýni úr hrefnunni og sinna ýmsum rannsóknarstörfum eins og Konráð orðar það.

Innlent
Fréttamynd

KB banki greiðir langhæstu opinberu gjöldin

Kaupþing banki greiðir langhæstu opinberu gjöld allra lögaðila, samkvæmt álagningaskrá Skattstjórans í Reykjavík fyrir þetta ár. Reykjavíkurborg er komin niður í sjötta sæti, en Kópavogsbær er hins vegar hæsti greiðandi í Reykjanesumdæmi.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða um Halldór meðal ráðherra

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, verður næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Forsætisráðherrar norrænu ríkjanna sammæltust um þetta á fundi sínum í Kaupmannahöfn í morgun. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að samstaða hafi orðið um hann, meðal annars vegna þess að Íslendingur hafi aldrei áður gegnt starfinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjallað um Jón Ásgeir og Björgólfsfeðga í Ekstra Bladet

Danska Ekstra Bladet birtir í dag skjal sem Pálmi Haraldsson undirritar þar sem hann staðfestir að tilfærslur á fjármagni hafi ekki neitt með peningaþvætti að gera. Á þriðja degi umfjöllunar blaðsins er röðin kominað íslenskum athafnamönnum, því blaðið fjallar um Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfsfeðga í dag.

Innlent
Fréttamynd

Golfstraumurinn stoppaði í tíu daga árið 2004

Golfstraumurinn stöðvaðist í tíu daga í nóvember árið 2004, og enginn veit hvers vegna. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var í Bretlandi, í síðustu viku. Lengri stöðvun myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga minnkaði innan OECD

Verðbólga innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli í september samaborið við 3 prósent mánuðinn á undan. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot

Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðdsómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 32 ára þroskahefta konu. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hennar á þeim tíma sem brotið átti sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Dýrkeypt gleymska í Víkurskarði

Karlmaður á Norðurlandi komst að því í gær að það getur verið dýrt að vera gleyminn. Lögreglan á Akureyri ók fram á hann í Víkurskarði í gær en þar var hann á gangi með hagalabyssu.

Innlent
Fréttamynd

Mikil velta á verðbréfamarkaði

Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir 102 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar er meirihluti þeirra eða um 64 milljarðar króna í hlutabréfum. Nettókaupin það sem af er ári eru mun meiri en á sama tímabili undanfarin ár, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Promens gerir tilboð í norskt fyrirtæki

Promens hf hyggst gera valfrjálst tilboð um kaup á öllu hlutafé norska plastfyrirtækisins Polimoon ASA, sem skráð er í Kauphöllinni í Osló. Tilboðið hljóðar upp á 32,50 norskar krónur á hlut, sem jafngildir heildarvirði hlutafjár Polimoon upp á 1.279 milljónir norskra króna eða 13,4 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón nýr framkvæmdastjóri VBS

Jón Þórisson ráðinn hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka stað Jafets S. Ólafssonar sem hefur selt hlut sinn í fjárfestingarbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Innlent