Innlent

Fréttamynd

Fjórum bjargað úr eldsvoða

Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja björguðu í fyrrinótt fjögurra manna fjölskyldu, hjónum og tveimur ungum börnum, út um glugga á brennandi húsi í Keflavík. Feðgar sem einnig bjuggu í húsinu komust út af sjálfsdáðum. Engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri í Fjallabyggð

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráða Þóri Kristin Þórisson í starf bæjarstjóra. Fjallabyggð varð til við sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar nú í vor og er Þórir fyrsti bæjarstjóri hins nýja sveitafélags.

Innlent
Fréttamynd

Bendir á rétt útlendinga

Fyrirtæki á Akranesi hafa fengið bréf frá lögreglunni í bænum þar sem hún áréttar lög um skyldur þeirra gagnvart erlendum starfsmönnum frá Evrópska efnahagssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Upptökin voru sígarettuglóð

Tæpur hektari lands á Gára í landi Landgræðslunnar í Rangárvallasýslu varð eldi að bráð í gær. Þakka má snarræði starfsmanna Landgræðslunnar í Gunnarsholti að ekki fór miklu verr þar sem tæpir þrjú þúsund hektarar af þurrum gróðri, sem er gömul uppgræðsla er þarna í kring og hefði hæglega getað orðið eldinum að bráð.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður báru ekki ávöxt

Flugmálastjórn Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem breytingar á vaktakerfi flugumferðarstjóra eru útskýrðar og varðar. Í tilkynningunni kemur fram að viðræður um breytingar á vaktakerfi hafi staðið yfir milli Flugmálastjórnar og Félags íslenskra flugumferðarstjóra frá árinu 1999.

Innlent
Fréttamynd

Áningarstaður í alfaraleið

Um helgina var skógræktarsvæði í Tröð á Hellissandi opnað undir merkjum „opins skógar“ skógræktarfélaganna. Tröð er áttundi opni skógurinn á landinu en stefnt er að því að opna um þrjátíu slík svæði um landið allt. „Markmiðið með verkefninu er að skógurinn sé í alfaraleið svo fólk getið áð og notið smá kyrrðar frá erli umferðarinnar,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð

Helga Jónsdóttir borgarritari var ráðin í embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í gær til næstu fjögurra ára. Tuttugu sóttust eftir starfinu en allir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögu bæjarráðs um að bjóða Helgu embættið.

Innlent
Fréttamynd

Hrygning misfórst í fyrra

Magn seiða sandsílastofns er minna nú en árið 1998 þegar ástand stofnsins var kannað. Mjög lítið sást af eins árs gömlum sílum, sem bendir til þess að hrygning hafi misfarist í fyrra. Ekki er þó hægt að segja til um endurnýjun þessa árs fyrr en á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Vilja minnka ál í flugvélum

Boeing-flugvélaframleiðandinn tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist skipta út 737 flugvélum sínum fyrir nýrri vélar af gerðinni 787-Dream­liner. Þær vélar eru að miklu leyti gerðar úr samsettum kolefnum en ekki áli eins og tíðkast. Efnin eru léttari en ál og þurfa vélarnar því minni orku.

Innlent
Fréttamynd

Beit lögregluþjón í höndina

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögregluþjón. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær og þar sem játning mannsins lá fyrir var hann dæmdur strax.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur fársjúkur til Íslands

Jonathan Motzfeldt, formaður grænlenska landsþingsins, var fluttur alvarlega veikur frá Grænlandi á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Grænlenskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi veikst eftir að hafa neytt kæsts selspiks er hann dvaldi í heimabæ sínum Qaqortoq. Hann var fyrst fluttur með þyrlu til Narsarsuaq og þaðan til Nuuk. Læknar þar ákváðu að senda hann til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Talsvert um skemmdarverk

Nokkuð var um skemmdarverk í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í síðustu viku. Á föstudag voru unnar skemmdir á gulum Renault á Selfossi. Aðfaranótt laugardags var brotin rúða í Chevrolet í Þorlákshöfn, gler í biðskýli við Sunnulækjarskóla og rúða á gæsluvelli á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Vísaði kæru Ríkislögreglustjóra frá

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar gegn Póst- og fjarskiptastofnun frá í gær. Kærendur fóru í mál þar sem það er vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðahúsið í hvalaskoðunarferð

Alþjóðahúsið bauð innflytjendum og öðrum sem sækja samtökin í hvalaskoðunarferð í kvöld. Met aðsókn var í ferðina og streymdi fólk niður á Reykjavíkurhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Leggjast yfir gögn Ríkiskaupa

Stjórnendur Atlantsolíu fengu í dag afhent gögn um samning sem Ríkiskaup gerðu við Skeljung og ESSO um kaup á eldsneyti og olíu fyrir ríkið. Forstjóri Ríkiskaupa vonar að það verði ekki til að veikja samkeppnisstöðu annarra olíufélaga í útboði í haust, þótt hann hafi neyðst til að láta pappírana af hendi.

Innlent
Fréttamynd

Flokksbræður deila um greiðslur

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna nýs kjarasamnings. Flokksbróðir hans, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, segir þetta með öllu rangt. Ráðist verður í stjórnsýsluúttekt á félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólagjöld lækka í haust

Leikskólagjöld í Reykjavík snarlækka í haust og systkinaafsláttur verður hækkaður, rétt eins og meirihlutinn lofaði í kosningabaráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Lifandi vegvísar

Lifandi vegvísa má sjá víðsvegar um borgina í sumar. Vegvísarnir eru unglingar úr Vinnuskólanum sem starfa við að leiðbeina ferðamönnum um Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Spáir 8,6 prósenta verðbólgu í ágúst

Greiningardeild KB banka spáir 0,4 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga úr 8,4 prósentum í 8,6 prósent. Útsöluáhrif draga verulega úr hækkun vísitölunnar og er búist við að útsölur hafi um 0,3 til 0,4 prósent áhrif á vísitölu neysluverðs til lækkunar. Án útsöluáhrifa hefði hækkun á milli mánaða numið 0,7 til 0,8 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umferðaróhapp á Akureyri

Umferðaróhapp var í Vestursíðu á Akureyri í hádeginu. Bifhjóli var ekið fram úr bíl sem beygði inná bílastæði með með afleiðingum að bifhjólið og ökumaður þess hafnaði inní garði. Ekki eru talin mikil meiðsl á ökumanni bifhjólsins, eitthvert tjón var á bifhjóli og bifreið.

Innlent
Fréttamynd

Skemmtiferðaskip í Grundarfirði

Skemmtiferðaskipið Columbus lagðist að bryggju í Grundarfirði í morgun. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá því að með skipinu séu 350 farþegar og 170 manna áhöfn. Flestir farþeganna eru Þjóðverjar en farþegarnir munu fara í skoðunaferð um nágrenni Snæfellsjökuls. Veðrið leikur við mannskapinn líkt og hér í höfuðborginni en í Grundarfirði er ekki ský á himni og um 13 gráðu hiti.

Innlent