Matvælaframleiðsla

Fréttamynd

Metpantanir hjá Marel á öðrum ársfjórðungi

Annan ársfjórðung í röð var slegið met í pöntunum hjá Marel en pantanirnar á fjórðunginum voru upp á 370 milljónir evra. „Annar ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Okkar metnaðarfulla teymi tókst á við áskoranir með bjartsýni og þrautseigju í nánu samstarfi við birgja og viðskiptavini.“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus

Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innkalla kjúklingapasta vegna listeríu

Matvælastofnun varar við því að listería hafi greinst í einni framleiðslulotu af kjúklingapasta frá fyrirtækinu Preppup. Fyrirtækið hefur kallað vöruna inn af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Ný­sköpunar­dagur Haga

Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem fram fer í dag. Er nýja sjóðnum ætlað að stuðla að nýsköpun í matvælaiðnaði hér á landi. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms

Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl.

Neytendur
Fréttamynd

ESA segir Ísland þurfa að bæta eftirlit með aukaafurðum dýra

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þurfi að bæta eftirlit með aukaafurðum dýra sem eru ekki ætlaðar til manneldis. Tilmælin koma fram í uppfærðri landsskýrslu um árangur Íslands er varðar öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilsu og dýravelferð.

Innlent
Fréttamynd

Mót­sagna­kennd stefnu­mótun í land­búnaði

Landbúnaðarstefna fyrir Ísland er í mótun og það er vel. Matvælastefna var mótuð nýlega og má ljóst vera að við ætlum okkur stóra hluti í matvælaframleiðslu. Öryggi matvæla er sett á oddinn, og markmiðið er að öll matvælaframleiðsla verði sjálfbær fyrir árið 2030.

Skoðun
Fréttamynd

Margrét tekur við for­mennsku af Grétu Maríu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur, útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, nýjan formann Matvælasjóðs. Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem réð sig nýverið til starfa hjá Brimi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum

Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886.

Lífið
Fréttamynd

Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur

„Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­ætu-Júmbó hafði betur gegn full­trúum græn­kera

Neytendastofa telur að ekki séu nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Nokkur umræða skapaðist um málið í október 2019 þegar sumir höfðu orð á því að ný umbúðahönnun Júmbó líktist hönnun áðurnefndra vörumerkja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bændurnir selja beint frá býli til að styðja byggðina

Nokkrir bændur á Barðaströnd hafa gripið til þess ráðs að koma á fót eigin matvælavinnslu og vinna sjálfir afurðir búa sinna heima á bæ. Með því að selja beint frá býli reyna þeir að treysta tekjurnar og þar með búsetuna.

Innlent
Fréttamynd

Meingallað kerfi afurðastöðva

Umræða um fæðuöryggi hefur verið töluverð síðastliðin ár og sitt sýnist hverjum. Þannig finnst mörgum að stjórnvöld þurfi að gera meira til að tryggja það, m.a. með betri reglum um eignarhald á jörðum, tollavernd og fjármagn til nýsköpunar.

Skoðun