
Þór Akureyri

Umfjöllun: Þór Ak. - Þór Þ. 93-79 | Einvígið jafnt
Það er hefðbundin ráðstöfun liða í úrslitakeppni að spila betri varnarleik en á hefðbundna tímabilinu. Þetta kom vel í ljós í leik kvöldsins í Höllinni á Akureyri þar sem Þórsarar frá Þorlákshöfn komu í heimsókn til nafna sinna á Akureyri í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Stjarnan 0-1 | Sterkur sigur Garðbæingar í Þorpinu
Stjarnan gerði góða ferð norður og vann 1-0 sigur á Þór/KA í 3. umferð Pepsi Max deildar kvenna.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Þór Ak. 95-76 | Þórsarar byrja úrslitakeppnina af krafti
Þórsliðin frá Þorlákshöfn og Akureyri mættust í Þorlákshöfn í kvöld í fyrsta leik sínum í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Fór það svo að heimamenn unnu sannfærandi sigur, 95-76.

Bjarki: Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn
Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri, var nokkuð brattur eftir fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni þrátt fyrir 19 stiga tap. Lokatölur 95-76, en Bjarki einblíndi á það jákvæða.

Þórsaraslagur í Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn tekur á móti nöfnum sínum í Þór Akureyri í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Þór Þ. hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Þór Ak. í því sjöunda. Sérfræðingar körfuboltakvölds fóru yfir þessa viðureign í þætti sínum í vikunni.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 3-1 | Gestirnir réðu ekki við kantspil meistaranna
Eftir tapið fyrir ÍBV komst Breiðablik aftur á sigurbraut þegar liðið vann 3-1 sigur á Þór/KA á Kópavogsvelli í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag.

Umfjöllun og viðtal: Grótta - Þór 27-21 | Grótta tryggði sæti sitt og sendi Þór niður
Grótta vann sex marka sigur á Þór Akureyri, 27-21 eftir hörkuspennandi leik hérna á Seltjarnarnesinu. Með sigrinum tryggði Grótta sér sæti í olísdeildinni á næsta tímabili. Þór Akureyri eru hins vegar fallnir koma til með að spila í Grill 66 deildinni í haust.

Arnar Guðjónsson og Dedrick Basile dæmdir í eins leiks bann
Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt Arnar Guðjónsson, þjálfara Stjörnunnar í Domino´s deild karla, og Dedrick Deon Basile, leikmann Þórs Akureyrar í sömu deild, í eins leiks bann.

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 0-2 | Selfyssingar tróna á toppnum eftir sigur á Akureyri
Selfoss er á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Selfyssingar eru eina lið deildarinnar sem hefur unnið báða sína leiki til þessa í deildinni.

Fagnaðarlæti í flugstöðinni í meistaramyndbandi KA/Þórs
Leikmenn KA/Þórs skráðu sig í sögubækurnar með því að vinna Olís-deildina í handbolta í fyrsta sinn, nú þegar deildin hefur líklega aldrei verið sterkari. Liðið fékk frábærar móttökur við komuna til Akureyrar eftir að hafa tryggt sér titilinn.

Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 96-87 | Þórsarar í úrslitakeppni
Þór Akureyri endar Domino's deildina á sigri og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Selfoss 21-27 | Öruggur sigur Selfyssinga á Akureyri
Selfoss átti ekki í teljandi vandræðum með Þór í Olís-deild karla í handbolta í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 27-27 | KA/Þór deildarmeistari í fyrsta skiptið
Fram tók á móti KA/Þór í hreinum úrslitaleik Olís-deildar kvenna upp á deildarmeistaratitilinn. Hörkuleikur sem endaði 27-27 og KA/Þór því deildarmeistari í fyrsta skipti.

Flugeldasýning og með því á Akureyri í kvöld
KA/Þór unnu sinni fyrsta deildarmeistaratitil í Olís-deild kvenna þegar þær sóttu Fram heim. KA/Þór þurftu jafntefli til og endaði leikurinn 27-27.

Geta tekið annan titil í Safamýri: „Þurfum allar að eiga toppleik“
KA/Þór sækir Fram heim í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í dag. Norðankonur nálgast leikinn eins og hvern annan þótt mikið sé undir.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa
Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil.

Bjarki: Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd
Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri gat andað léttar í leikslok eftir gríðarlega mikilvægan 108-103 sigur gegn Þór Þorlákshöfn. Þór Akureyri lyftir sér með sigrinum úr fallhættu og er sem stendur í úrslitakeppnissæti fyrir lokaumferðina.

Daði Freyr í markið hjá Þór
FH hefur lánað markvörðinn Daða Frey Arnarsson til Þórs Ak. út tímabilið. Aron Birkir Stefánsson, aðalmarkvörður Þórs, er meiddur og gæti verið lengi frá.

Sextán stig gætu á sama tíma dugað inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli
Lokaumferðir Domino´s deildar karla í körfubolta eiga örugglega eftir að bjóða upp á mikla dramatík enda eru lið á sama tíma á barmi þess að komast í úrslitakeppnina og að falla úr deildinni.

Óvenju fljótar heim með stigin úr Eyjum
Þór/KA varð fyrsta liðið til að fagna sigri í Pepsi Max deild kvenna í sumar þegar liðið vann 2-1 sigur á ÍBV í Vestmanneyjum í gærkvöldi.

Andri Hjörvar: Mark Huldu lyfti liðinu
,,Ég er alveg fáránlega ánægður," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA eftir leik.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þór/KA 1-2 | Karen María tryggði gestunum sigur
Boltinn fór loksins að rúlla aftur í Pepsi Max deild kvenna þegar ÍBV tók á móti Þór/KA í Vestmannaeyjum í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu 2-1 sigur.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Þór 31-19 | Afleitir Þórsarar guldu afhroð í Safamýrinni
Eftir þrjú töp í röð vann Fram stórsigur á Þór, 31-19, í Safamýrinni í Olís-deild karla í kvöld. Með sigrinum komst Fram upp í 8. sæti deildarinnar. Þór er hins vegar í ellefta og næstsíðasta sætinu og staða liðsins í botnbaráttunni verður alltaf erfiðari og erfiðari.

Halldór: Veit ekki hvort við vorum að spara okkur fyrir heimferðina
Þórsarar sóttu ekki gull í greipar Frammara í kvöld og töpuðu með tólf marka mun, 31-19. Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, var afar ósáttur við frammistöðu sinna manna í leiknum.

Hugi biður Stojanovic afsökunar
Hugi Halldórsson, þáttarstjórnandi hlaðvarsþáttarins The Mike Show, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í þættinum í gærkvöldi.

Þórsarar þvertaka fyrir veðmálasvindl
Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún vísar ásökunum um veðmálasvindl í leik liðsins gegn Njarðvík í Domino's deild karla í gær á bug.

Heimasíða HSÍ ekki sammála sjálfri sér um hvaða lið sé á toppnum
Spennan er svo mikil í Olís deild kvenna í handbolta fyrir lokaumferðina að bæði lið Fram og KA/Þór sitja á toppnum á heimasíðu HSÍ. Það fer bara eftir því hvar þú smellir hvort liðið er í toppsætinu.

Spá um 3. og 4. sæti í Pepsi Max kvenna: Blómatíð í Árbæ og Akureyringar upp kirkjutröppurnar
Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það þriðja og fjórða sætið sem eru tekin fyrir.

„Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“
Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Haukar 17-36 | Heimamenn engin fyrirstaða fyrir toppliðiðið
Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu 19 marka sigur á Þór Akureyri í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, lokatölur 36-17 gestunum í vil.