UMF Njarðvík

Fréttamynd

Álfta­nes leikur til styrktar Ljósinu: „Viljum nýta þá at­hygli sem okkur er veitt til góðs“

Ljósið og körfu­knatt­leiks­deild Álfta­ness hafa fram­lengt sam­starf sitt sem hófst á síðasta keppnis­tímabili. Mark­mið sam­starfsins er að auka vitund á starf­semi sam­takanna og fjölga svo­kölluðum Ljósa­vinum. Í því til­efni er boðað til góð­gerða­leiks næst­komandi fimmtu­dag, þegar liðið tekur á móti Njarð­víkingum í For­seta­höllinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna

Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Á­­kvörðun ­­stjórnar UMFN standist engin lög: „Van­virðing við iðk­endur“

For­maður Glímu­sam­bands Ís­lands, Margrét Rún Rúnars­dóttir, segir á­kvörðun aðal­stjórnar Ung­menna­fé­lags Njarð­víkur þess efnis að leggja niður glímu­deild fé­lagsins, á skjön við öll lög og reglu­gerðir. Vinnu­brögðin sem aðal­stjórn UMFN við­hafi sýni af sér van­virðingu við iðk­endur og í­þróttina í heild sinni.

Sport
Fréttamynd

Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík?

Strákarnir í Körfuboltakvöldi reyndu að svara stóru spurningunum í Framlengingunni í þætti föstudagsins. Þar spurði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, meðal annars um það hvort sameina ætti Keflavík og Njarðvík.

Körfubolti