Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Steinþór valinn leikmaður ársins

Steinþór Freyr Þorsteinsson var valinn leikmaður ársins hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandnes Ulf af lesendum Sandnespostens en hann hefur spilað frábærlega með nýliðunum á þessu tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Solskjær aftur Noregsmeistari með Molde

Molde varð í dag Noregsmeistari í knattspyrnu annað árið í röð. Knattspyrnustjóri liðsins er Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður Manchester United. Tveir Íslendingar skoruðu í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron klár í slaginn í kvöld

AGF, lið Arons Jóhannssonar, mætir Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en Aron skoraði einmitt fræga fernu gegn þessu sama liði fyrr í haust.

Fótbolti
Fréttamynd

Markahrókur og þúsundþjalasmiður

Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson áttu báðir frábært tímabil með IK Start í norsku B-deildinni. Liðið varð meistari um síðustu helgi en báðir vilja spila með liðinu í úrvalsdeildinni á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Steinþór í stuði með Sandnes

Steinþór Freyr Þorsteinsson fór enn eina ferðina á kostum í liði Sandnes Ulf er liðið fór langt með að bjarga sér frá falli í norsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Már og Elfar á óskalista danskra og sænskra liða

Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson og Elfar Freyr Helgason, fyrrum Bliki og nú síðast leikmaður með Stabæk í Noregi, eru báðir orðaðir við dönsku úrvalsdeildina í dönskum netmiðlum. Það er einnig áhugi á þeim í Svíþjóð samkvæmt Magnúsi Agnari Magnússyni sem er umboðsmaður beggja leikmanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Eitt atvik kostaði okkur titilinn

Sara Björk Gunnarsdóttir, Þóra Björg Helgadóttir og félagar í LdB Malmö máttu sjá á eftir sænska meistaratitlinum í knattspyrnu á laugardaginn eftir dramatískt 1-0 tap í lokaumferðinni gegn Tyresö.

Fótbolti
Fréttamynd

Pálmi Rafn skoraði tvö gegn gömlu félögunum

Pálmi Rafn Pálmarson kom inná sem varamaður í liði Lilleström sem vann 6-0 stórsigur á Stabæk á útivelli í efstu deild norska boltans í dag. Bjarni Ólafur Eiríksson og Veigar Páll Gunnarsson voru í byrjunarliði Stabæk en sá síðarnefndi var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004

Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fór hann yfir línuna? - dómari og línuvörður ósammála

Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar þeirra í LdB Malmö töpuðu sænska meistaratitlinum á markatölu í dag og það er enn meira svekkjandi fyrir íslensku landsliðskonurnar að þær töldu sig hafa skorað jöfnunarmark í úrslitaleiknum á móti Tyresö sem hefði tryggði Malmö-liðinu titilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðjón með sextánda markið á tímabilinu

Guðjón Baldvinsson skoraði mark Halmstad í 1-1 jafntefli á móti Landskrona í lokaumferð sænsku b-deildarinnar í dag. Guðjón skoraði 16 mörk á tímabilinu og varð þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þóra og Sara misstu af titlinum

Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar þeirra í LDB Malmö urðu að sætta sig við silfurverðlaunin í sænska fótboltanum eftir 0-1 tap á móti Tyresö í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar. Malmö nægði jafntefli til þess að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð.

Fótbolti