Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Ari skoraði og Sundsvall fór upp þrátt fyrir tap

Ari Freyr Skúlason og félagar í Sundsvall-liðinu fögnuðu þrátt fyrir tapleik á móti Jönköpings Södra í lokaumferð sænsku b-deildarinnar í dag. Sundsvall er komið upp í sænsku úrvalsdeildina á ný eftir fjögurra ára fjarveru.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap FCK á tímabilinu

FC Kaupmannahöfn tapaði í kvöld heldur óvænt sínum fyrsta leik á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni er liðið mætti AC Horsens á útivelli. Heimamenn unnu að lokum 2-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikilvægur sigur hjá Haraldi Frey og félögum

Start vann í kvöld 3-1 sigur á Brann eftir að hafa lent marki undir. Start fékk þar með þrjú afar dýrmæt stig í fallbaráttu deildarinnar en liðið er þó enn í fallsæti þegar lítið er eftir af tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk og Þóra sænskir meistarar

Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir urðu í dag sænskir meistarar í knattspyrnu. Lið þeirra, LdB Malmö, vann þá öruggan 6-0 sigur á Örebro í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þóra og Sara á toppnum fyrir lokaumferðina

LdB FC Malmö, lið þeirra Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, vann mikilvægan sigur í sænsku kvennadeildinni í kvöld. LdB FC Malmö vann þá 1-0 útisigur á Hammarby og náði fyrir vikið eins stigs forskoti á toppnum fyrir lokaumferðina sem fram fer um næstu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Sandnes Ulf nálgast úrvalsdeildina

Sandnes Ulf vann í dag 3-0 sigur á Hödd og er fyrir vikið með fimm stiga forystu á toppi norsku B-deildarinnar. Steinþór Freyr Þorsteinsson og Ingimundur Níels Óskarsson eru báðir á mála hjá Sandnes Ulf.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórt tap hjá Dóru Maríu, Guðbjörgu og Katrínu

Djurgården, lið Dóru Maríu Lárusdóttur, Guðbjargar Gunnarsdóttur og Katrínar Jónsdóttur, steinlá 5-0 á heimavelli gegn Umeå í efstu deild sænska boltans í dag. Stöllurnar voru allar í byrjunarliði gestgjafanna og spiluðu allan leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán skoraði í 5-2 tapleik

Stefán Gíslason lék í kvöld sinn fyrsta leik með Lilleström eftir að hann samdi við félagið á ný og skoraði hann í 5-2 tapi gegn Rosenborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísabet heldur áfram með Kristianstad næsta sumar

Elísabet Gunnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Kristianstad og verður áfram þjálfari sænska liðsins. Elísabet er að klára sitt þriðja tímabil með Kristianstad en liðið er nú í 6. sæti deildarinnar með 31 stig í 19 leikjum. Þetta kemur fram í staðarblaðinu í Kristianstad.

Fótbolti
Fréttamynd

Góður sigur hjá Gautaborg

Keppni í sænsku úrvalsdeildinni heldur áfram þó svo að Helsingborg hafi í gær tryggt sér meistaratitilinn. Íslendingaliðið IFK Gautaborg vann í kvöld 2-1 sigur á Djurgården á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjálfsmark Haraldar banabiti Start í undanúrslitum norska bikarsins

Haraldi Frey Guðmundssyni og félögum hans í Start mistókst að tryggja félaginu sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið tapaði 0-1 á móti Aalesund í kvöld í seinni undanúrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Aalesund, sem var á heimavelli í þessum leik, mætir Birki Má Sævarssyni og félögum í Brann í bikarúrslitaleiknum.

Fótbolti