Bandaríkin

Fréttamynd

Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York

Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svika­brigslum Trump

Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan.

Erlent
Fréttamynd

Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi

John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta.

Erlent
Fréttamynd

Brit­n­ey segist hrædd við pabba sinn og vill sjálf­ræði

Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni.

Lífið
Fréttamynd

Chris Brown sakaður um að hafa barið konu

Tónlistarmaðurinn Chris Brown hefur verið sakaður um að berja konu eftir að þau rifust í Los Angeles á dögunum. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Brown er sakaður um slíkan verknað en hann var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ráðist á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu.

Lífið
Fréttamynd

Vanessa Bryant semur við þyrlufyrirtækið

Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur ákveðið að semja í máli sínu gegn flugmanninum og eiganda þyrlunnar sem brotlenti í Los Angeles janúar á síðasta ári þar sem Kobe, dóttir hans, Gianna, sjö aðrir létust.

Körfubolti
Fréttamynd

Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum

Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Vilja setja Biden út af sakramentinu vegna þungunarrofs

Bandarískir biskupar kaþólsku kirkjunnar virtu vilja páfa að vettugi þegar þeir samþykktu tillögu sem gæti leitt til þess að Joe Biden forseta yrði neitað um fá að ganga til altaris í messu vegna þess að hann styður rétt kvenna til meðgöngurofs. Íhaldsmönnum innan kirkjunnar vex nú ásmegin vestanhafs.

Erlent
Fréttamynd

Huga að því að refsa Rússum vegna Navalní

Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna taugaeiturstilræðisins gegn Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. Þetta segir þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden Bandaríkjaforseta innan við viku eftir leiðtogafund Biden og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir sam­særis­kenningar

Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið.

Erlent
Fréttamynd

Einn lést í gleðigöngu í Flórída

Einn er látinn og annar særður eftir að pallbíl var ekið inn í hóp fólks sem tók þátt í gleðigöngu í Flórída í gærkvöld. Bíllin var hluti af gleðigöngunni og búið var að skreyta hann með regnbogafánum.

Erlent
Fréttamynd

Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo

Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku.

Erlent
Fréttamynd

Fundur forsetanna laus við „fjandskap“

Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var.

Erlent
Fréttamynd

Klukku­stunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna.

Erlent
Fréttamynd

Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra

Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni.

Erlent