Samgöngur

Fréttamynd

Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila

Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er að horfa til mjög lágra veg­gjalda“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill hraða vegaframkvæmdum með álagningu veggjalda. Hann segir hugmynd sína um samfélagsvegi hvorki frumlega né óumdeilanlega en telur að hún muni bæta lífsgæði íbúa úti á landi.

Innlent
Fréttamynd

Meint ís­­lenskt ó­­veður reynst dýr­­keypt fyrir Vueling

Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Raf­magns­vespa stóð í ljósum logum

Mikill eldur var í rafmagnsvespu á skólalóð við Austurbæjarskóla í Reykjavík í gærkvöldi. Slökkvilið segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn og þakkar fyrir að ekki hafi kviknað í vespunni innanhúss.

Innlent
Fréttamynd

Tvíbreið brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi vígð

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók í dag þátt í vígslu nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Hann er vongóður um að fækka einbreiðum brúm niður í 29 fyrir árslok en þær eru nú 31. 

Innlent
Fréttamynd

Hjól­reiða­maður ekinn niður við Kringlu­mýrar­braut

Hjólreiðamaður var ekinn niður á fjölförnum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í morgunumferðinni. Ökumaður náði atvikinu á myndavél og vonast til að geta náð til hjólreiðamannsins sem hann vonar að hafi ekki orðið meint af.

Innlent
Fréttamynd

Hætta með nætur­strætó

Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um vit­neskju um há­marks­hraða raf­hlaupa­hjóls

Tekist var á um það í Héraðsdómstól Norðurland eystra á dögunum hvort að eigandi rafhlaupahjóls á Akureyri hafi mátt vita að rafhlaupahjól hennar kæmist á meiri hraða en 25 km/klst og væri þar af leiðandi skráningarskylt. Í prófunum lögreglu mældist hámarkshraði hjólsins á yfir 50 km/klst. Héraðsdómur taldi þó ekki sannað að eigandanum hafi mátt vera ljóst um þennan hámarkshraða.

Innlent
Fréttamynd

Brjálað veður á Kjalar­nesi: Veginum lokað

Brjálað veður er á Kjalarnesi þessa stundina og búið er að loka veginum vegna hvassviðris. Flutningabíll fauk á fólksbíl og ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­boð­leg staða“ í Vest­manna­eyjum

Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Til eru vítin að varast

Talið er að um 1500 leigubifreiðastjórar frá að minnsta kosti tuttugu Evrópuríkjum hafi tekið þátt í fjöldafundum í Brussel hinn 8. september sl. þar sem mótmælt var afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs og þjónkun evrópskra valdhafa við ameríska stórfyrirtækið Uber

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir hverja eru Betri samgöngur?

Í liðinni viku funduðum við þingmenn á höfuðborgarsvæðinu með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá voru m.a. samgöngumál, enda ofarlega í hugum íbúa svæðisins sem sitja fastir í umferð alla daga. Við fengum kynningu frá Betri samgöngum og skiptumst svo á skoðunum um verkefnin framundan. Í kynningunni var að finna þekkta mynd af bílaröð frá austri til vesturs að morgni dags. Mynd sem við íbúar austurhlutans þekkjum vel af eigin raun.

Skoðun
Fréttamynd

Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin

Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn

Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­skrár­hækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum

Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Verð­bólga, lög­regla og leigu­bif­reiðar á Al­þingi

Þingmaður Flokks fólksins segir öfugsnúið að berjast gegn verðbólgu með hækkun vaxta sem auki greiðslubyrði heimilanna og verðbólguna. Fjármálaráðherra segir vaxtahækkanir Seðlabankans hins vegar hafa dregið úr hækkun húsnæðisverðs og nú fari verðbólga minnkandi.

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir nýjum bílum fyrir stranda­glópana

Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu.

Innlent
Fréttamynd

Segir lítið gert í „áratugalangri plágu“

Varaformaður umhverfis og skipulagsráðs borgarinnar telur fólk veigra sér við að kaupa rafmagnshjól af ótta við að þeim verði stolið. Lögregla verði að taka málin fastari tökum - þó það væri ekki nema til að leggja baráttunni við loftslagsvandann lið.

Innlent
Fréttamynd

Bugaðir öku­menn segjast slæmu vanir í um­ferðinni

Maður sem ferðast um á rafhlaupahjóli í vinnuna segir það ákveðna þórðargleði að bruna fram hjá buguðum ökumönnum sem sitja fastir í morgun- og síðdegisumferðinni. Einn þessara buguðu ökumanna eyðir um einum og hálfum klukkutíma í umferðarteppu á dag og segist slæmu vanur.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var eins og það gerist verst“

Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um.

Innlent
Fréttamynd

Búist við mikilli ölduhæð

Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land næsta sólarhringinn. Varað er við því að samhliða veðrinu geti ölduhæð orðið mikil norðan og austan af landinu.

Innlent