Tekjur

Tekjur Íslendinga - Skipstjórar og útgerðarmenn
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðasviðs Samherja, er launahæstur útgerðarmanna samkvæmt Frjásri verslun.

Tekjur Íslendinga - Listamenn
Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari, er launahæstur listamanna samkvæmt Frjásri verslun.

Verulegar launahækkanir í samfélaginu
Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag.

Konur í miklum minnihluta á meðal þeirra tekjuhæstu
Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið.

Kristján tekjuhæstur með 17 milljónir á mánuði
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðasviðs Samherja, er tekjuhæstur allra með 17.725 þúsund í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar.

Hver er Jón Árni Ágústsson skattakóngur 2014?
Jón Árni greiddi 412 milljónir í skatt.

„Þetta þýðir verðbólga, verðtrygging og lífskjör versna“
Launaskrið hjá forstjórum og stjórnendum senda afar neikvæð skilaboð út í atvinnulífið og myndar óvissu um gerð kjarasamninga. Þetta segir ritstjóri Frjálsrar verslunar og spyr hvort að Íslendingar hafi ekki einum of oft gengið í gegnum þessa rullu.

Tekjur Íslendinga - Íþróttamenn og þjálfarar
Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Tekjur Íslendinga - Listamenn
Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Tekjur Íslendinga - Sveitastjórnarmenn
Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Tekjur Íslendinga - Forseti, alþingismenn og ráðherrar
Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Tekjur Íslendinga - Forstjórar fyrirtækja
Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Magnús Kristinsson skattakóngur Íslands
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur en hann greiddi 189 milljónir í skatt. Á eftir honum kemur Kristján V. Vilhelmsson, einn eiganda Samherja á Akureyri, með 152 milljónir og svo Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarmaður í Eyjum og stór hluthafi í Morgunblaðinu, með 135 milljónir.

Umfjöllun fjölmiðla um tekjur nær marklaus
Stefán Ólafsson, prófessor, segir að þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið og kynntar sem upplýsingar um tekjur Íslendinga séu vægast sagt villandi. Að jafnaði vanti um og yfir helming heildartekna inn í tölurnar.

Sjómenn orðnir tekjuhærri stétt en forstjórar
Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag.

Fimm skattahæstu greiddu samtals 680 milljónir í opinber gjöld
Fimm skattahæstu einstaklingar landsins greiða samtals yfir sexhundruð og áttatíu milljónir króna í opinber gjöld. Það er níutíu milljónum meira en í fyrra.

Villa í lista yfir skattakónga - Guðbjörg á meðal fimm efstu
Villa reyndist vera í lista sem Ríkisskattstjóri sendi fjölmiðlum í morgun yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin í fyrra. Villan fólst í því að það vantaði nokkra menn á listann. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er engu að síður skattakóngur annað árið í röð og Guðbjörg Astrid Skúladóttir er í öðru sæti.

Þorsteinn Hjaltested skattakóngur Íslands
Þorsteinn Hjaltested landeigandi á Vatnsenda er skattakóngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2011. Hann greiddi samtals rúmar 185 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári. Guðbjörg Astrid Skúladóttir, er næstefst, en hún greiddi 140 milljónir tæpar. Poul Jansen, kemur næstur með tæpar 114 milljónir. Listi yfir þá sem greiða mest má sjá hér að neðan.

Með hærri laun en forsætisráðherra
Aðilar vinnumarkaðarins og sveitarstjórnarmenn eru margir með hærri laun en forsætisráðherra en sjónvarpsmenn eru með minna samkvæmt skattaálagningu síðasta árs.

Launahæstu bankamenn landsins lækka um hálfa milljón milli ára
Laun tvö hundruð launahæstu bankamanna landsins lækkuðu um fimm hundruð þúsund krónur milli ára. Fyrirtæki virðast treg að lækka laun millistjórnenda en einungis tvö hundruð þúsund krónur skilja nú að millistjórnendur og forstjóra fyrirtækja.

Aðeins fimm af tuttugu hæstu skattgreiðendum á lista í fyrra
Einungis fimm af þeim sem eru á lista yfir tuttugu hæstu skattgreiðendur árið 2010 voru á sama lista árið áður. Mörg ný og óþekkt nöfn er að finna á listanum í ár. Skattakóngurinn er landeigandi í Kópavogi.

Þorsteinn Hjaltested er skattakóngurinn
Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er skattakóngur ársins 2010, en álagningaskrár Ríkisskattstjóra eru lagðar fram í dag. Þorsteinn greiðir samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld. Andri Már Ingólfsson ferðamálafrömuður er í öðru sæti. Hann greiðir tæpa 131 milljón króna í opinber gjöld. Í þriðja sæti kemur svo Skúli Mogensen, sem er einn af eigendum MP banka, en hann greiðir um 111 milljónir króna í opinber gjöld. Í fjórða sæti kemur svo Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona og stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, en hún greiðir um 98 milljónir í opinber gjöld.

Hundrað hæstu fá svipuð laun og 2004
Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali.

Guðbjörg Matthíasdóttir er skattadrottning landsins
Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum er skattadrottning landsins. Henni ber að greiða rétt tæpar 343 milljónir í skatta á þessu ári.

Verkalýðsforingjar með tekjur langt umfram umbjóðendurna
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er með tvöfaldar tekjur viðsemjenda sinna eða tæpar tvær milljónir á mánuði. Verkalýðsforingjarnir eru með tekjur langt umfram laun umbjóðenda sinna.

Mikill munur á tekjum auðmanna
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði.

Þorsteinn Már Baldvinsson er skattakóngur Íslands
Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður, sem gegndi stöðu stjórnarfomanns Glitnis banka við hrun bankans, er skattakóngur Íslands árið 2008. Næstur á eftir Þorsteini kemur Hreiðar Már Guðmundsson sem gegndi stöðu bankastjóra Kaupþings við hrun bankans.

Tekjur landsmanna nærri þúsund milljarðar í fyrra
Tekjur landsmanna námu samanlagt 992 milljörðum króna í fyrra. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins og er vísað í skattframtöl landsmanna þessu til stuðnings.

Ellefu bankamenn gætu greitt 1700 kennurum eða 2500 löggum árslaun
Margt nýtilegt mætti gera við þá rétt tæpu fjóra milljarða sem ellefu tekjuhæstu bankamennirnir fengu í tekjur á síðasta ári en þetta eru þeir ellefu bankamenn sem fengu yfir tuttugu milljónir á mánuði í tekjur.

Forseti ASÍ: Á ekki líknarorð yfir kjörin
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að kjör tekjuhæstu bankamanna séu komin úr öllum takt við íslenskt samfélag en ellefu tekjuhæstu bankamennirnir voru samtals með hátt í fjóra milljarða í tekjur á síðasta ári.