Körfubolti

Ball-bróðir handtekinn í Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LiAngelo ásamt föður sínum, Lavar Ball.
LiAngelo ásamt föður sínum, Lavar Ball. vísir/getty
LiAngelo Ball, sonur körfuboltapabbans fræga, LaVar Ball, gæti verið á leið í nokkurra ára fangelsi í Kína.

Ball var einn þriggja leikmanna UCLA-háskólaliðsins sem var handtekinn í Kína í gær. Þeir eru grunaðir um að hafa stolið úr Louis Vuitton-búð í Hangzhou.

UCLA-liðið er í æfingaferð og fór til Shanghæ í dag. Fyrir utan leikmennina þrjá sem eru í yfirheyrslu. Þjófnaður er litinn mjög alvarlegum augum í Kína og hámarksrefsing er nokkurra ára fangelsi.

Í yfirlýsingu frá skólanum kemur fram að verið sé að vinna með yfirvöldum í Kína í málinu en að öðrum kosti vildi skólinn ekki tjá sig frekar.

LaVar Ball er með í ferðinni í Kína ásamt eiginkonu sinni og einum bróður LiAngelo sem heitir LaMelo. Þriðji bróðirinn, Lonzo, spilar með LA Lakers.

LaVar vildi ekki tjá sig mikið um málið en sagði að þetta yrði allt í lagi eins og sjá má hér að neðan. Hann virkaði þó nokkuð áhyggjufullur. Eðlilega.

Allt að 20 lögreglumenn komu að handtökunni. Þeir ruddust inn á hótel liðsins, tóku drengina og leyfðu þeim ekki að tala við neinn í marga klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×