Sport

Drogba: Erfitt að spila þennan leik

Didier Drogba snéri á sinn gamla heimavöll í kvöld er Chelsea sótti Marseille heim. Franska liðið vann góðan heimasigur og Drogba var ekki kátur eftir leikinn þó svo hann hafi fengið góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Marseille.

Fótbolti

Snorri: Þurfum að hafa fyrir hlutunum

Snorri Steinn Guðjónsson spilaði vel gegn Norðmönnum í kvöld eftir slakan leik gegn Svíum í gær og í síðustu leikjum. Hann sýndi svo um munaði hvað hann getur og er vonandi að koma upp á besta tíma.

Handbolti

Enn einn sigurinn hjá Hamri

Hamar er á toppi Iceland Express-deildar kvenna eftir góðan útisigur á Haukum, 73-81, í kvöld. Hamar er búinn að vinna alla tíu leiki sína í deildinni en Haukar eru í fjórða sæti.

Körfubolti

Mascherano hamingusamur á bekknum

Argentínumaðurinn Javier Mascherano hefur lítið fengið að spila með Barcelona síðan hann kom til félagsins frá Liverpool síðasta sumar. Þrátt fyrir það er leikmaðurinn í góðum anda.

Fótbolti

Öruggur sigur hjá Íslandi gegn Noregi

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason komu í leitirnar í dag þegar Ísland vann Noreg, 35-29, í bronsleik Heimsbikarmótsins í Svíþjóð. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Ísland.

Handbolti

Piquet feðgar fá uppreisn æru eftir meiðyrðarmál

Formúlu 1 lið Renault hefur samþykkt að greiða fyrrum liðsmanni þess, Nelson Piquet og föður hans skaðabætur vegna ummæla vegna liðsins í kringum hneykslismál, sem kom upp eftir að yfirmenn liðsins voru sakaðir og dæmdir fyrir að hafa áhrif á úrslit í móti í Singapúr árið 2008. Autosport.com greindi frá þessu máli.

Formúla 1

Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum

Snæfellingar hafa gefið út heimildamyndina "Leið Okkar Allra" sem eru um körfuboltaliðið þeirra og leið liðsins að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins síðasta vor. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni fór norður fyrir Esjuna.

Körfubolti

Tveir fyrstu keppnisdagarnir gerðu út um vonir Birgis Leifs

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er úr leik á lokaúrtökumótinu í golfi sem fram fer á Spáni. Íslandsmeistarinn sýndi ágætis tilþrif á síðustu tveimur keppnisdögunum en afleitt gengi hans á fyrsta keppnisdeginum gerði út um möguleika hans á að komast áfram.

Golf

Sunnudagsmessan: Pamela hafði rangt fyrir sér

Hundurinn Pamela fékk tækifæri til þess að sýna spádómsgáfu sína í Sunnudagsmessunni um s.l. helgi. Þar giskaði hún á úrslitin í leik Liverpool og Aston Villa. Pamela spáði Aston Villa sigri á útivelli og þar hafði hún rangt fyrir sér þar sem að Liverpool sigraði örugglega, 3:0.

Enski boltinn

Júlíus: Nóttin var erfið

Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari í handbolta segir að leikmenn hefðu þurft sinn tíma til að jafna sig á tapinu gegn Króatíu í gær.

Handbolti

26 stig frá Loga var ekki nóg fyrir Solna

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings náðu ekki að vinna topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í gær þrátt fyrir að íslenski bakvörðurinn hafi átt mjög góðan leik. Solna tapaði þá 71-79 á heimavelli á móti LF Basket.

Körfubolti

Ray Wilkins: Rekinn vegna rifildis við Roman

Ray Wilkins, fyrrum aðstoðarstjóri Carlo Ancelotti hjá Chelsea, hefur nú sagt frá ástæðunni fyrir því að hann var rekinn frá félaginu á dögunum. Brottreksturinn kom öllum á óvart enda hefur Wilkins verið virtur í sínu starfi. Það borgar sig víst ekki að deila við eigandann, Rússann Roman Abramovich.

Enski boltinn