Sport

Íslendingar mæta Frökkum í úrslitaleiknum

Frakkar unnu öruggan 17 marka sigur á Brasilíumönnum, 37-20, í seinni undanúrslitaleik hraðmótsins í Bercy-höllinni í Frakklandi. Strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Spánverjum fyrr í dag.

Handbolti

Framkonur fóru létt með Haukana í Safamýrinni

Fram vann ellefu marka sigur á Haukum, 32-21, í N1 deild kvenna í handbolta Safamýrinni í dag. Fram hafði mikla yfirburði í leiknum og Haukarnir töpuðu því enn á ný stórt á móti bestu liðum deildarinnar. Íris Björk Símonardóttir og Karen Knútsdóttir voru báðar í miklu stuði hjá Framliðinu í leiknum.

Handbolti

Rafa Benitez: Ég held áfram vegna stuðningsmannanna

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, þakkaði stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðning þeirra í 1-1 jafntefli liðsins á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á 90. mínútu leiksins og skelfileg vika fékk því slæman endi.

Enski boltinn

Stoke jafnaði á 90. mínútu á móti Liverpool

Liverpool náði aðeins 1-1 jafntefli á útivelli á móti Stoke í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Það stefndi lengi vel í Liverpool-sigur en heimamenn í Stoke náðu að jafna leikinn á lokamínútu leiksins. Dirk Kyut skallaði síðan í stöngina úr dauðafæri í uppbótartímanum og vandræði Rafel Benitez og lærisveina hans halda áfram.

Enski boltinn

Björgvin Páll í miklu stuði í seinni og Ísland vann Spán

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann góðan þriggja marka sigur á Spánverjum, 30-27, í undanúrslitaleik liðanna á hraðmótinu í Bercy-höllinni í París í Frakklandi. Björgvin Páll Gústavsson var maður seinni hálfleiksins þar sem að hann varði fjórtán af 19 skotum sínum í leiknum.

Handbolti

Ferguson lofar Michael Owen fleiri leikjum á næstu vikum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur lofað Michael Owen því að hann fá fleiri leiki með liðinu á næstu vikum. Michael Owen hefur aðeins verið einu sinni í byrjunarliði Manchester United síðan að hann skoraði þrennu á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni fyrir sex vikum síðan.

Enski boltinn

Ancelotti: Betra að vera heppinn stjóri en góður stjóri

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, viðurkennir alveg að liðið hans hafi haft heppnina með sér þegar Manchester United og Arsenal nýttu hvorug tækifæri sitt þegar þau gátu komist upp fyrir Chelsea og í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea hefur aðeins unnið 2 af síðustu 6 deildarleikjum sínum en er enn með eins stigs forskot á Manchester United.

Enski boltinn

Fyrsti leikurinn við Spánverja síðan í undanúrslitunum í Peking

Íslenska karlalandsliðið mætir Spánverjum klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma í fyrri leik sínum á hraðmótinu í Frakklandi. Mótið heitir Tournoi De Paris og er oft kennt við Bercy-höllina í París þar sem það fer fram. Þetta er næstsíðasti æfingaleikur liðsins fyrir EM í Austurríki sem hefst á þriðjudaginn en lokaleikurinn fer fram á morgun þegar spilað er um sæti.

Handbolti

Aquilani: Við verðum bara að halda áfram án Torres og Gerrard

Ítalski miðjumaðurinn Alberto Aquilani verður væntanlega í enn stærra hlutverki en vanalega þegar Liverpool sækir Stoke heim í ensku úrvalsdeildinni á eftir því liðið verður án skapandi manna eins og Fernando Torres, Steven Gerrard og Yossi Benayoon sem meiddust allir í bikartapinu á móti Reading.

Enski boltinn

Leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni - sjö leikir á dagskrá

Toppliðin Chelsea og Manchester United spila bæði í ensku úrvalsdeildinni í dag en þá fara fram sjö leikir. Fjörið byrjar klukkan 12.45 með afar fróðlegum leik Stoke og Liverpool á Britannia-vellinum og endar með leik Everton og Man City á Goodison Park klukkan 17.30. Allir hinir fimm leikirnir hefjast klukkan 15.00.

Enski boltinn

Lakers endurheimti Gasol og náði góðri hefnd gegn Clippers

Kobe Bryant skoraði 30 stig í 40 stiga sigri Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers, 126-86, í NBA-deildinni í nótt. Clippers vann leik liðanna í dögunum en Lakers hefndi með því að vinna stærsta sigur sinn á Clippers síðan í litla liðið í Los Angeles flutti í Staples Center 1994.

Körfubolti

Arenas játar sekt sína

Körfuboltakappinn Gilbert Arenas hjá Washington Wizards játaði sekt sína fyrir framan dómara í dag. Hann er sakaður um að hafa borið skotvopn án þess að hafa tilskilin leyfi. Byssuna var hann með í búningsklefa Wizards. Reyndar var hann með fjórar byssur í skápnum sínum.

Körfubolti