Sport

Magnus Andersson missti starfið þegar hann var í fríi í Tælandi

Magnus Andersson, fyrrum þjálfari danska handboltaliðsins FCK Kaupmannahöfn, var staddur í frí í Tælandi þegar hann frétti af því að hann væri búinn að missa starfið sitt. Andersson verður ekki lengur þjálfari liðsins eftir þetta tímabil í kjölfar þess að AG Håndbold yfirtefur FCK.

Handbolti

Þorbjörn og Siggi Sveins: Skiptum Icesave út fyrir EM í handbolta

Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari og Sigurður Valur Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður, voru báðir gestir í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem þeir ræddu um íslenska handboltalandsliðið sem er á leiðinni á EM í Austurríki. Þeir félagar eru báðir bjartsýnir á gengi liðsins og spá liðinu inn í undanúrslit.

Handbolti

Þorbjörn Jensson: Ólafur er betri en bæði Logi og Aron

Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsþjálfari, var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun og tjáði sig um íslenska handboltalandsliðið sem er á leiðinni á EM í Austurríki. Þorbjörn sagðist hafa vera mjög ánægður með að sjá FH-inginn Ólaf Guðmundsson í hópnum.

Handbolti

Dimitar Berbatov bestur í Búlgaríu í sjötta sinn

Dimitar Berbatov, framherji Manchester United, var í gær kosinn besti knattspyrnumaður Búlgaríu í sjötta sinn á ferlinum en hann setti með því nýtt met í þessu árlega kjöri. Berbatov hafði betur en Stilian Petrov hjá Aston Villa og Blagoy Georgiev hjá Terek Grozny sem komu í næstu sætum.

Enski boltinn

José Mourinho reynir við Steven Gerrard í þriðja sinn

Ítalska liðið Internazionale hefur mikinn áhuga á að kaupa Steven Gerrard frá Liverpool í sumar. Þetta verður þá í þriðja sinn sem José Mourinho,þjálfari Inter, reynir við enska landsliðsmiðjumanninn en Mourinho reyndi í tvígang að fá Gerrard til Chelsea á sínum tíma.

Enski boltinn

Micah Richards: Mancini getur gert mig að frábærum leikmanni

Varnarmaðurinn Micah Richards skoraði eftirminnilegt mark í 4-1 sigri Manchester City á Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn. Richards segir að Roberto Mancini, stjóri liðsins, hafi sagt sér að hann ætli að gera sig að frábærum leikmanni en Richards er aðeins 21 árs gamall.

Enski boltinn

Rafael Benítez fær að klára tímabilið með Liverpool

Stjórn Liverpool hefur ekki misst trúna á stjóra sínum Rafael Benítez þrátt fyrir hörmulegt gengi liðsins og harða gagnrýni sem Spánverjinn hefur orðið fyrir í breskum fjölmiðlum. Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni og bikarkeppnunum báðum auk þess sem staða liðsins í deildinni er allt annað en góð.

Enski boltinn

Paul Hart hættur hjá QPR eftir aðeins fimm leiki

Paul Hart er hættur sem stjóri Queens Park Rangers eftir aðeins fimm leiki í starfi og ástæðan er sögð vera vandamál í samskiptum við leikmenn. Hart er sjötti stjórinn sem hættir hjá QPR síðan að Flavio Briatore gerðist stjórnarformaður féalgins seint á árinu 2007.

Enski boltinn

Nýliði hjá Utah tryggði liðinu sigur á Cleveland í nótt

Nýliðinn Sundiata Gaines tryggði Utah Jazz 97-96 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en leikið var á Salt Lake City. Gaines skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og klukkan rann út en þetta var fyrsta þriggja stiga karfan hans á NBA-ferlinum.

Körfubolti

Løke fær að spila á EM

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur endurskoðað þá ákvörðun sína að meina norska línumanninum Frank Løke að spila með Norðmönnum á EM.

Handbolti

Hansen ætlar að halda kjafti á EM

Danska stórskyttan, Mikkel Hansen, mun ekki verða fyrirferðamikill í dönskum fjölmiðlum eftir leiki liðsins á EM. Hann hefur nefnilega ákveðið að gefa ekki nein viðtöl eftir leiki Dana.

Handbolti

Úr pólsku deildinni í EM-hóp Dana

Leikstjórnandinn Henrik Knudsen verður með Dönum á EM í Austurríki í næstu viku en það kom mörgum á óvart þegar að landsliðsþjálfarinn Ulrik Wilbek valdi hann í landsliðið í síðasta mánuði.

Handbolti