Sport

Hrefna Huld í Þrótt

Hrefna Huld Jóhannesdóttir mun ekki spila í Pepsi-deild kvenna næsta sumar því hún er búin að skrifa undir eins árs samning við 1. deildarlið Þróttar.

Íslenski boltinn

Man. Utd íhugar að kaupa Hulk

Slúðurblaðið News of the World heldur því fram í dag að Man. Utd ætli sér að reyna að kaupa brasilíska framherjann Hulk af Porto. Brassinn myndi kosta United um 20 milljónir punda.

Enski boltinn

Lygilegur sigur Leeds á Man. Utd

Jermaine Beckford, fyrrum leikmaður Uxbridge og Wealdstone, sá til þess að C-deildarlið Leeds sló Englandsmeistara Man. Utd út úr ensku bikarkeppninni í dag. Það sem meira er þá fór leikurinn fram á heimavelli Man. Utd, Old Trafford.

Enski boltinn

NBA: Fjórir sigrar í röð hjá Bulls

Vinny Del Negro virðist vera á góðri leið með að bjarga þjálfarastarfi sínu hjá Chicago Bulls en Bulls vann í nótt góðan sigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur Chicago í röð.

Körfubolti

Inter fær ekki að halda Eto´o

Inter fær ekki að nota Kamerúnann Samuel Eto´o í leiknum gegn Chievo á miðvikudag þar sem knattspyrnusamband Kamerún vill fá leikmanninn um leið og það hefur rétt á honum.

Fótbolti

Mancini þurfti tvo trefla í kuldanum

„Það var mjög kalt. Svo kalt að ég þurfti tvo trefla til þess að halda á mér hita," sagði Roberto Mancini, stjóri Man. City, eftir að hans menn höfðu marið sigur á Middlesbrough, 0-1, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Afar kalt var á vellinum og snjóaði lengstum.

Enski boltinn

Coyle mætti ekki á blaðamannafund

Owen Coyle, knattspyrnustjóri Burnley, lét ekki sjá sig á blaðamannafundi eftir sigur Burnley á MK Dons í bikarnum í dag. Fjarvera Coyle gaf sögusögnum um að hann sé á leið til Bolton byr undir báða vængi.

Enski boltinn

Stoke kláraði York City

Leik Stoke City og York City lauk síðar en öðrum leikjum þar sem leikmenn York voru talsverðan tíma á leikstað vegna óveðursins í Englandi sem gerði það að verkum að fresta varð nokkrum leikjum.

Enski boltinn

Milan á eftir Cassano

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að AC Milan ætli að reyna að kaupa Antonio Cassano frá Sampdoria nú í janúar.

Fótbolti

Byssuslagur í búningsklefa Washington

Lögregluyfirvöld rannsaka þessa dagana hreint út sagt ótrúlega uppákomu í búningsklefa NBA-liðsins Washington Wizards. Leikmenn liðsins, Gilbert Arenas og Javaris Crittenton, miðuðu þá byssum á hvorn annan er þeir rifust um spilaskuld Arenas sem hann var óviljugur að greiða.

Körfubolti