Enski boltinn

Drogba ætlar að framlengja við Chelsea

Didier Drogba er sestur niður með forráðamönnum Chelsea og stefnan er að skrifa undir nýjan samning. Drogba hefur verið orðaður við brottför frá félaginu og Tottenham og Marseille hafa bæði áhuga.

Enski boltinn

Beckham ætlar ekki aftur í enska boltann

David Beckham hefur enn og aftur þurft að taka fram að hann ætli sér ekki að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni því hann vilji ekki spila með öðru liði í deildinni en Man. Utd. Reyndar munaði samt litlu að hann yrði lánaður til Tottenham á síðustu leiktíð.

Enski boltinn

Nani á framtíð hjá Man. Utd

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur fullvissað vængmanninn Nani um að hann eigi framtíð hjá ensku meisturunum. Sumir réðu svo í kaupin á Ashley Young að Ferguson ætlaði að losa sig við Nani. Það er ekki rétt.

Enski boltinn

Villas-Boas: Torres er með fínt sjálfstraust

Hinn nýi stjóri Chelsea, Andre Villas-Boas, vill sem minnst ræða um markaþurrð Fernando Torres hjá Chelsea og neitar því að leikmanninn vanti sjálfstraust. Torres skoraði aðeins eitt mark í átján leikjum með Chelsea á síðustu leiktíð eftir að hafa verið keyptur á 50 milljónir punda frá Liverpool.

Enski boltinn

Tevez fær ekkert aukafrí hjá City

Stríðið á milli Man. City og Carlos Tevez heldur áfram því City virðist ætla að taka hart á leikmanninum sem vill fara. Tevez bað um aukafrí eftir Copa America en félagið neitaði honum um fríið.

Enski boltinn

Bent ætlar ekki að yfirgefa Aston Villa

Stuðningsmenn Aston Villa eru orðnir langþreyttir á að sjá bestu leikmenn liðsins selda frá félaginu á hverju ári. Þeir geta þó huggað sig við við að Darren Bent hefur ekki í hyggju af yfirgefa félagið.

Enski boltinn