Lífið

Hið þekkta og óþekkta

Myndlistarmennirnir Hlaðgerður Íris Björnsdóttir og Aron Reyr Sverrisson opna sýninu á verkum sínum í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina "Tvísýna“ og er haldin í Duushúsum.

Menning

Kate djammar og djammar og djammar

Kate Moss hélt upp á 33 ára afmælið sitt á þriðjudaginn með því að eyða um 700.000 krónum á 24 tíma djammi. Hún byrjaði fjörið heima hjá sér og drakk kampavín með vinum sínum.

Lífið

TOTO í Laugardalshöll

Hljómsveitin TOTO mun spila í Laugardalshöll 10. júlí næstkomandi. Það er mikill heiður að fá þessa snillinga hingað heim enda frábær 30 ára ferill að baki, yfir 25 milljónir plötur hafa selst sem innhalda t.d. lög eins og: Hold the line, Rosanna, Africa , Georgy Porgy & mörg fl.

Tónlist

10 reknir vegna vatnsdrykkjukeppni

Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð.

Leikjavísir

Diaz ósátt við Timberlake

Cameron Diaz og Justin Timberlake rifust í Golden Globe eftirpartýi. Að sögn viðstaddra voru endurfundir þeirra ekkert sérstaklega glaðlegir. Þau eru nýlega hætt saman.

Lífið

Lay Low á Grand Rokk

Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eða Lay Low ásamt hljómsveit mun spila á tónleikum á Grand Rokk núna á laugardaginn 20. janúar. Lay Low og hljómsveit eru einmitt á leiðinni til Cannes á sunnudaginn til að spila á tónlistarhátíðinni Midem sem haldin er þar ár hvert.

Tónlist

Minningartónleikar Manuelu Wiesler

Haldnir verða tónleikar í Langholtskirkju sunnudaginn 21.janúar þar sem íslenskir flautuleikarar heiðra minningu Manuelu Wiesler sem lést 22.desember sl. Á tónleikunum verða leikin verk eftir íslensk tónskáld sem mörg hver voru samin sérstaklega fyrir Manuelu.

Tónlist

Pink fór í geitarhús

Poppstjarnan Pink hefur beðið Ástrali afsökunar á því að hafa stutt dýraverndarsamtök sem berjast gegn ástralskri ullarverslun. Ástæðan er sú að það er siður rúningarmanna í Ástralíu að klippa laust skinn aftan af kindum til þess að verja þær fyrir ágangi flugna.

Lífið

James Brown ennþá ofan jarðar

Mánuði eftir dauða sinn og þrem vikum eftir útförina hefur sálarsöngvarinn James Brown enn ekki verið lagður til hinstu hvíldar, meðan hugsanlegir erfingjar rífast um jarðneskar eigur hans.

Lífið

Áttleysur og útþráin

Í hinu snyrtilega húsnæði gallerís i8 á Klapparstíg stendur frakkaklæddur gestur og heldur myndlistarmanni á snakki. Myndlistarmaðurinn er búinn að koma fyrir tveimur stórum stálplötulaga verkum á gólfinu en umhverfis eru 32 ferhyrnd en aflöng verk í römmum: öll sýna það sama - fleyg úr áttunum 32 á áttavitanum.

Menning

Íslensk Passat auglýsing gerir það gott

Ímyndarauglýsing fyrir Volkswagen Passat sem Hvíta húsið og Saga film gerðu fyrir bifreiðaumboðið HEKLU er nú sýnd við góðan orðstír á sjónvarpsstöðvum í Suður-Kóreu og Ungverjalandi.

Lífið

Búinn í meðferð

Keith Urban hefur verið útskrifaður úr meðferð og er nú á leið í tónleikaferðalag. Hann ætlar að kynna plötu sína Love, Pain and The Whole Crazy Thing.

Lífið

Tvær milljónir seldar

Sony fyrirtækið tilkynnt að PlayStation 3 vélin hafi selst í meira en 2 milljónum eintaka eða 1 milljón véla í Bandaríkjunum og 1 milljón í Japan. Er þetta er í takt við þau takmörk sem Sony fyrirtækið setti sér fyrir árslok 2006.

Leikjavísir

Nintendo sigurvegari

Margir velta því fyrir sér hvernig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikjatölvu undir lok síðasta árs.

Leikjavísir

Allt á fullu hjá Victoriu

Það stendur meira til í ferð Victoriu Beckham til Bandaríkjanna en að skoða hús og skóla. Hún var á Golden Globe verðlaunahátíðinni með Tom Cruise og konu hans Katie Holmes. Í dag ætlar Victoria að hitta Jennifer Lopez.

Lífið

Tveir vinir og hinir ekki með

Jennifer Aniston og Courtney Cox munu mætast aftur á sjónvarpskjánum í nýjum dramaþáttum sem nefnast Dirt. Þetta verður í fyrsta sinn sem þær leika hvor á móti annarri síðan í Friends árið 2004.

Lífið

Sundhöll verður hnefaleikahöll

Gamla sundhöllin í í Keflavík hefur verið lánuð fyrir starfsemi hnefaleikafélags Reykjaness. Henni verður breitt í hnefaleikahöll þar sem innilaugin í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar hefur leyst hana af.

Lífið

Helen Mirren var drottning Golden Globe

Babel hlaut Golden Globe verðlaunin sem besta kvikmyndin í Hollywood í gærkvöldi, en breska leikkonan Helen Mirren stal þó senunni á sextugsaldri með því að hljóta tvenn verðlaun, fyrir að leika tvær Bretlandsdrottningar. Forest Whitaker var valin besti kvikmyndaleikarinn og Martin Scorsese besti leikstjórinn.

Bíó og sjónvarp

Bauer mætir sterkur til leiks

Fyrstu fjórar klukkustundirnar í sjötta sólarhringnum í lífi hryðjuverkamannabanans Jack Bauer eru sýndar í tveimur tvöföldum þáttum í bandarísku sjónvarpi á sunnudags- og mánudagskvöld. The New York Times birti gagnrýni um þessa fjóra 24-þætti fyrir helgi og miðað við þann dóm er óhætt að segja að nýja þáttaröðin lofi góðu.

Bíó og sjónvarp

Endirinn ræddur

Framleiðendur þáttaraðarinnar Lost eru í viðræðum við sjónvarpsstöðina ABC um hvenær þættirnir eigi að enda. Ekki er búist við að þættirnir ljúki göngu sinni á næstunni en framleiðendurnir vilji hafa það á hreinu hvenær lokaþátturinn verði til að auðveldara sé að skipuleggja komandi þætti.

Bíó og sjónvarp

Sjötíu kíló á 10 mánuðum

Idolstjarnan fyrrverandi og Ólafsfirðingurinn Gísli Hvanndal Jakobsson hefur misst sjötíu kíló síðan hann fór í magaminnkunaraðgerð í maí á síðasta ári.

Lífið

Dansmynd á toppinn

Dansmyndin Stomp the Yard fór beint á topp bandaríska aðsóknarlistans um síðustu helgi. Þar með lauk sigurgöngu myndar Ben Stiller, Night at the Museum, sem hafði setið í þrjár vikur á toppnum.

Bíó og sjónvarp

Hlynur með hauskúpubindi á Alþingi

„Ég myndi nú ekki taka svo djúpt á árinni að segja ég væri að innleiða nýja tískustrauma á Alþingi,“ segir Hlynur Hallsson, varaþingmaður Vinstri-grænna. Hlynur bindur bagga sína ekki sömu hnútum og flestir á þingi hvað klæðaburð snertir og þekkt er þegar hann mætti bindislaus í ræðustól um árið og fékk bágt fyrir.

Lífið

Hvað leynist í skúffunum?

Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir árlega til verðlaunasamkeppni og auglýsir eftir handritum að skáldsögum fyrir börn og unglinga. Sagan skal vera að lágmarki fimmtíu blaðsíður að lengd eða um tuttugu þúsund orð. Ekki er gert ráð fyrir því að verðlaunasagan verði myndskreytt.

Menning

Kylie veik

Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur hætt við að koma fram á tvennum tónleikum vegna veikinda. Kylie er um þessar mundir á tónleikaferð um Bretland sem ber heitið Showgirl Homecoming Tour.

Lífið

Klám á heimasíðu Nylon

Spjallsvæði virðist vera óvarin fyrir ágangi klámsíðna og nú hefur stúlknasveitin Nylon orðið fyrir barðinu á óforskömmuðum netverjum. Tengla á klámsíður var að finna á spjallsvæði stúlknasveitarinnar Nylon sem starfrækt er á heimasíðu sveitarinnar og fór fréttin eins og eldur um sinu á netheimum í gær.

Lífið