Körfubolti

Langþráður sigur hjá námshestunum í Caltech

Caltech háskólinn er þekktari fyrir að ala af sér afburðanámsmenn en íþróttamenn
Caltech háskólinn er þekktari fyrir að ala af sér afburðanámsmenn en íþróttamenn

Liðsmenn körfuboltaliðs Caltech háskólans í Kaliforníu í Bandaríkjunum unnu heldur betur langþráðan sigur í gærkvöldi þegar liðið lagði lið Bard háskólans frá New York óvænt 81-52. Sigurinn batt enda á 207 leikja taphrinu liðsins í háskóladeildinni sem náði allt aftur til ársins 1996.

Caltech-skólinn, eða California Institute of Technology, er líklega þekktari fyrir allt annað en góð íþróttalið því þar eru ekki veittir námsstyrkir til íþróttamanna eins og algengt er. Skólinn getur hinsvegar státað af því að hafa haft sjálfan Albert Einstein meðal fyrirlesara og hafa nemendur og kennarar í sögu skólans rakað að sér 31 Nóbelsverðlaunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×