David Beckham hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid, að því er Fabio Capello, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti nú í morgun. Beckham á hálft ár eftir af samningi sínum við Real og fær að æfa með liðinu - en ekki spila.
"Beckham mun æfa með liðinu en hann mun ekki spila," sagði Capello á blaðamannafundi í dag. Sem kunnugt er hefur Beckham ákveðið að ganga til liðs við LA Galaxy í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta á næstu leiktíð.
Spurður um hvort það kæmi til greina að lána Beckham til annars liðs út tímabilið sagði Capello: "Þið verðið að spyrja Beckham að því."