Körfubolti

Ísland tapaði fyrir Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena Sverrisdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Helena Sverrisdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Holland vann í kvöld öruggan sigur á Íslandi, 70-52, í leik liðanna í B-deild Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Óhætt er að segja að íslenska liðið hafi ekki náð sér á strik í leiknum. Eftir jafnan en nokkuð slakan fyrsta leikhluta tóku gestirnir örugga forystu í öðrum leikhluta sem þeir létu aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 40-30, Hollandi í vil.

Munurinn jókst enn frekar í síðari hálfleik þó svo að íslenska liðið hafi reynt að endurskipuleggja varnarleikinn. Það virkaði fyrst um sinn en svo fóru Hollendingar á flug og komust í 21 stigs forystu, 59-38.

Það var því aðeins formsatriði að klára leikinn. Íslendingar gáfust þó aldrei upp og reyndu hvað þær gátu til að klóra í bakkann. Hollendingar voru einfaldlega númeri of stórir í kvöld.

Stig Íslands:

Helena Sverrisdóttir 19

Hildur Sigurðardóttir 10

Signý Hermannsdóttir 9

Birna Valgarðsdóttir 5

María Ben Erlingsdóttir 4

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4

Hafrún Hálfdánardóttir 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×