Enski boltinn

Behrami óbrotinn

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Valono Behrami hjá West Ham slapp betur en á horfðist þegar hann meiddist illa á ökkla í leik liðsins gegn Manchester City í gær.

Svisslendingurinn var borinn af velli og óttast var að hann væri ökklabrotinn, en myndataka leiddi í ljós að ekki var um brot að ræða.

Ekki er vitað hve lengi hinn 23 ára gamli leikmaður verður frá keppni en Gianfranco Zola knattspyrnustjóri segist vonast til að fá hann aftur inn á völlinn sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×