Körfubolti

Magnaður endakafli hjá Helga Má og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon stóð sig vel í kvöld.
Helgi Már Magnússon stóð sig vel í kvöld. Mynd/Daníel
Helgi Már Magnússon átti fínan leik þegar Solna Vikings vann 78-75 sigur á Sodertalje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Helgi Már skoraði 13 stig og var frákastahæstur í Solna-liðinu.

Þetta leit ekkert alltof vel út fyrir Víkingana í Solna þegar aðeins rúmar sex mínútur voru eftir en Sodertalje var þá tólf stigum yfir 61-73. Solna vann hinsvegar lokamínútur leiksins 17-2 og tryggði sér mikilvægan sigur í toppbaráttunni.

Helgi Már var þriðji stigahæsti leikmaður Solna en hann var með 13 stig, 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta á þeim 32 mínútum sem hann spilaði.

Solna er í efsta sæti sænsku deildarinnar eftir þennan sigur, tveimur stigum á undan Norrköping og Plannja sem eiga bæði leik inni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×