Enski boltinn

Benjani til Blackburn frá Man City

Elvar Geir Magnússon skrifar

Blackburn hefur fengið sóknarmanninn Benjani Mwaruwari frá Manchester City. Benjani er 32 ára og hefur æft með Rovers í þessum mánuði eftir að hafa verið leystur undan samningi frá City í júní.

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, hefur viðurkennt að langvinn meiðsli Benjani í hné hafi verið áhyggjuefni en samningur leikmannsins við Blackburn er til eins árs.

Benjani lék áður með Portsmouth þar sem hann spilaði yfir 70 leiki og er vonast til þess að hann komi með meira bit í sóknarleikinn á Ewood Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×