Körfubolti

Íslensku strákarnir skoruðu saman 61 stig í Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Anton
Logi Gunnarsson var stigahæstur í sigurleik í sínum fyrsta leik með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær en hann mættir þá Sundsvall þar sem spila Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson sem áttu báðir góðir leik. Solna vann leikinn 98-96 á körfu á síðustu sekúndu leiksins.

Íslensku leikmennirnir skoruðu samtals 61 stig í þessum fyrsta Íslendingaslag vetrarins í sænsku körfunni en þeir eiga eftir að verða nokkrir enda er fjórði Íslendingurinn, Helgi Már Magnússon, að spila með Uppsala Basket sem tapaði fyrir Jamtland í gær þar sem Helgi var með 8 stig og 4 fráköst.

Logi skoraði 22 stig á 28 mínútum fyrir Solna en hann hitti úr 8 af 19 skotum sínum, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hlynur var með 22 stig og 18 fráköst auk þess að hitta úr 7 af 11 skotum sínum og Jakob var með 17 stig og 4 fráköst en hann hitti úr 7 af 11 skotum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×