Slavica tryggði Hamar sigur á Íslandsmeisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2010 17:28 Slavica Dimovska. Mynd/ÓskarÓ Hamar vann þriggja stiga sigur á KR, 79-76, í æsispennandi og dramatískum leik í Hveragerði í Iceland Express deild kvenna í dag. Snæfell vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann 66-50 sigur á botnliði Fjölnis. Hamarskonur hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína á tímabilinu og eru komnar í efsta sætið en Keflavík getur komist upp að hlið þeim með sigri á Haukum annað kvöld. Hamar byrjaði vel og var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann en KR-liðið náði að minnka muninn niður í sex stig, 42-36, fyrir hálfeik. Hamar jók aftur muninn í þriðja leikhlutanum og var tólf stigum yfir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann. KR skoraði 8 af 10 fyrstu stigum fjórða leikhlutans og náði síðan að jafna leikinn í 72-72 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Margrét Kara Sturludóttir kom KR síðan í 75-72 þegar 66 sekúndur voru eftir. Hamar svaraði með því að setja niður eitt víti og vinna síðan boltann aftur þar sem Fanney Lind Guðmundsdóttir kom liðinu í 76-75 með þriggja stiga körfu þegar tólf sekúndur voru eftir. Kara náði að jafna leikinn með því að setja niður annað af tveimur vítum en Hamar fékk síðustu sóknina. Slavica Dimovska skoraði síðan sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út og tryggði sínu liði dramatískan sigur. Kara fór á kostum í KR-liðinu í fjórða leikhlutanum þar sem hún var með 11 stig og 4 stoðsendingar og sá öðrum fremur til þess að KR vann leikhlutann með 9 stigum, 26-17. Þessi góði endasprettur dugði þó ekki til Jaleesa Butler var gríðarlega öflug að venju í liði Hamars en hún var með 28 stig, 20 fráköst og 5stoðsendingar í leiknum. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 19 stig og Slavica Dimovska var með 17 stig og 6 stosðendingar. Margrét Kara Sturludóttir og Hildur Sigurðardóttir voru í aðalhlutverki hjá KR. Kara var með 28 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar en Hildur skoraði 24 stig.Sade Logan skoraði 20 stig fyrir Snæfell í sextán stiga sigri á Fjölni, 66-50, en fyrir leikinn höfðu bæði liðin tapað öllum leikjum sínum. Snæfell komst í 22-11 eftir fyrsta leikhlutann og var tíu stigum yfir í hálfleik, 36-26. Sigur liðsina var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleik. Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 12 stig fyrir Snæfell og Helga Hjördís Björgvinsdóttir var með 11 stig og 8 fráköst. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði 15 stig fyrir Fjölni og Inga Buzoka var með 10 stig og 13 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Hamar vann þriggja stiga sigur á KR, 79-76, í æsispennandi og dramatískum leik í Hveragerði í Iceland Express deild kvenna í dag. Snæfell vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann 66-50 sigur á botnliði Fjölnis. Hamarskonur hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína á tímabilinu og eru komnar í efsta sætið en Keflavík getur komist upp að hlið þeim með sigri á Haukum annað kvöld. Hamar byrjaði vel og var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann en KR-liðið náði að minnka muninn niður í sex stig, 42-36, fyrir hálfeik. Hamar jók aftur muninn í þriðja leikhlutanum og var tólf stigum yfir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann. KR skoraði 8 af 10 fyrstu stigum fjórða leikhlutans og náði síðan að jafna leikinn í 72-72 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Margrét Kara Sturludóttir kom KR síðan í 75-72 þegar 66 sekúndur voru eftir. Hamar svaraði með því að setja niður eitt víti og vinna síðan boltann aftur þar sem Fanney Lind Guðmundsdóttir kom liðinu í 76-75 með þriggja stiga körfu þegar tólf sekúndur voru eftir. Kara náði að jafna leikinn með því að setja niður annað af tveimur vítum en Hamar fékk síðustu sóknina. Slavica Dimovska skoraði síðan sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út og tryggði sínu liði dramatískan sigur. Kara fór á kostum í KR-liðinu í fjórða leikhlutanum þar sem hún var með 11 stig og 4 stoðsendingar og sá öðrum fremur til þess að KR vann leikhlutann með 9 stigum, 26-17. Þessi góði endasprettur dugði þó ekki til Jaleesa Butler var gríðarlega öflug að venju í liði Hamars en hún var með 28 stig, 20 fráköst og 5stoðsendingar í leiknum. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 19 stig og Slavica Dimovska var með 17 stig og 6 stosðendingar. Margrét Kara Sturludóttir og Hildur Sigurðardóttir voru í aðalhlutverki hjá KR. Kara var með 28 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar en Hildur skoraði 24 stig.Sade Logan skoraði 20 stig fyrir Snæfell í sextán stiga sigri á Fjölni, 66-50, en fyrir leikinn höfðu bæði liðin tapað öllum leikjum sínum. Snæfell komst í 22-11 eftir fyrsta leikhlutann og var tíu stigum yfir í hálfleik, 36-26. Sigur liðsina var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleik. Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 12 stig fyrir Snæfell og Helga Hjördís Björgvinsdóttir var með 11 stig og 8 fráköst. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði 15 stig fyrir Fjölni og Inga Buzoka var með 10 stig og 13 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira