Erlent

Gaddafí segist vera í Trípólí

Múammar Gaddafí
Múammar Gaddafí
Tvær loftárásir voru gerðar í Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt en talið er að Atlantshafsbandalagið beri ábyrgð á árásinni. Engar fréttir hafa borist á manntjóni.

Uppreisnarmenn náðu í gær höfuðstöðvum Gaddafís á sitt vald og fagna nú á Græna torginu með því að skjóta úr byssum, flagga einkennisfánum uppreisnarmanna og öskra: "Gaddafí þarf að fara frá völdum." Þeir telja sig vera komna með borgina á sitt vald.

Gaddafí sagði í útvarpsupptöku, sem spiluð var á líbískri útvarpsstöð í nótt, að hann hafi gengið um Trípólí síðustu daga en ekki látið mikið á sér bera. Hann hafi ekki skynjað mikla hættu í borginni en hvatti borgarbúa til að berjast gegn uppreisnarmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×