Erlent

Kínverjar ásaka þekktan listamann um fjármálaglæpi

Kínverska lögreglan hefur hafið rannsókn á listamanninum Ai Weiwei vegna meintra fjármálaglæpa hans.

Þetta er í fyrsta sinn sem eitthvað heyrist frá kínverskum yfirvöldum um Weiwei frá því hann var handtekinn og settur í fangelsi á sunnudaginn var.

Weiwei er þekktasti nútímalistamaður Kína og hannaði meðal annars Olympíuleikvanginn í Bejing. Weiwei hefur verið óspar á gagnrýni í garð kínverskra stjórnvalda en margar erlendar ríkisstjórnir hafa krafist þess að hann verði strax leystur úr haldi.

Talið er að kínversk stjórnvöld séu að reyna að sverta ímynd Weiwei í Kína með því að ásaka hann um fjármálaglæpi en ekki andóf gegn stjórnvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×