Erlent

Ísbjörn reif átján ára pilt á hol

Mynd AFP
Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá.

Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru þau slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða.

Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn.

Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×