Erlent

Leyft að fasta í 15 daga

Hazare er kominn úr fangelsinu.
Hazare er kominn úr fangelsinu.
Mótmælandinn Anna Hazare hefur loks fengið leyfi til að fasta opinberlega í 15 daga í miðri Delhi í Indlandi. Þegar fréttir bárust af leyfinu ærðust stuðningsmenn hans af fögnuði, sungu og öskruðu.

Hazare var hnepptur í fangelsi fyrr í vikunni fyrir mótmæli. Handtakan olli ótrúlegri reiði í Indlandi og tugþúsundir manna æddu út á götur landsins með háreysti. Hazare fékk fljótlega leyfi til að yfirgefa fangelsið, en hann neitaði að fara fyrr en hann fengi leyfi til að mótmæla opinberlega.

Nú hefur hann hlotið leyfið og mun líklega hefja mótmælin síðar í dag.


Tengdar fréttir

Hungurverkfallið heldur áfram

Indverska baráttumanninum Anna Hazare var sleppt úr haldi í gær eftir að hafa verið settur í varðhald vegna fyrirhugaðs hungurverkfalls til að þrýsta á um harðari lög gegn spillingu, sem er landlæg í Indlandi.

Sveltir sig í Indlandi

Tugþúsunda mótmæli í Indlandi sýna engin merki þess þau muni lognast útaf. Mótmælin hófust í gær þegar þekktur aðgerðarsinni þar í landi, Anna Hazare, var hnepptur í fangelsi fyrir mótmæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×