Erlent

Sveltir sig í Indlandi

Kröfur Hazare lúta að hertari löggjöf gegn fjármálamisferli.
Kröfur Hazare lúta að hertari löggjöf gegn fjármálamisferli.
Tugþúsunda mótmæli í Indlandi sýna engin merki þess þau muni lognast útaf. Mótmælin hófust í gær þegar þekktur aðgerðarsinni þar í landi, Anna Hazare, var hnepptur í fangelsi fyrir mótmæli.

Eftir að Hazare var lokaður inni í gær safnaðist mikill múgur fyrir utan fangelsið, söng vísur og hrópaði slagorð. Hazare hefur þegar verið sleppt en hann neitar að yfirgefa fangelsið fyrr en hann fær leyfi til að halda hin upprunalega skipulögðu mótmæli og hungurverkfall. Nú situr hann inni í opnu fangelsi og neitar jafnt að hreyfa sig sem borða nokkuð.

Hótun Hazare, um að svelta sig í hel verði ríkisstjórn landsins ekki við kröfum hans, hefur vakið umræður um hvort hin Indverska mótmælaaðferð eigi heima í nútíma lýðræðisríki. Aðferðin fæddist með Gandhi, sem var þekktur fyrir síendurteknar föstur gegn breskri stjórn í Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×