Erlent

Mannæta handtekin eftir að hafa borðað "Netvin"

Líkamshlutar fórnarlambsins fundust á heimili morðingjans í Murmansk.
Líkamshlutar fórnarlambsins fundust á heimili morðingjans í Murmansk. Mynd/Google maps


21 árs rússneskur karlmaður hefur viðurkennt að hafa myrt og borðað 32 ára gamlan mann sem hann hitti í gegnum Netsíðu fyrir samkynhneigða. Rússneska lögreglan hefur handtekið manninn eftir því sem fram kemur á vef norska ríkissjónvarpsins. Eftir að mennirnir höfðu kynnst í gegnum umrædda Netsíðu hittust þeir heima hjá þeim fyrrnefnda. Þar stakk hann fórnarlambið til dauða og lagði sér til munns. "Þegar hann hafði drepið manninn bútaði hann, hann niður og borðaði svo einhverja líkamshluta." Segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni sem sagði jafnframt að hann hafi haft áform um að lokka fleiri fórnarlömb til sín.

Maðurinn var handtekinn á föstudag, nokkrum dögum eftir að líkamshlutar fórnarlambsins höfðu fundist á heimili morðingjans í Murmansk. Eina ástæðan sem hann gaf fyrir verknaðinum var að hann hafi langað til að bragða mannakjöt, sagði í tilkynningu lögreglustjórans.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×