Erlent

Kínversk leyndarmál leka á Youtube

Fyrirlesturinn var haldinn í Háskóla kínverskra varnarmála í Bejing.
Fyrirlesturinn var haldinn í Háskóla kínverskra varnarmála í Bejing. Mynd/AFP
Myndband þar sem kínverskur herforingi talar um viðkvæm njósnamál hefur lekið á myndbandasíðuna Youtube. Kínverjar hafa ekki svarað fyrirspurnum sem sendar voru í dag vegna málsins. Kínversk yfirvöld ræða sjaldan mál af þessu tagi og eru að öllum líkindum æf vegna tilviksins.

Myndbandið sýnir erindi herforingja í háskóla í Bejing. Áheyrendurnir voru nemendur og fyrirlesturinn líklega hugsaður til að draga kjarkinn úr svikurum. Herforinginn fjallaði um ákveðin mál þar sem ríkisstarfsmenn í kína höfðu selt leyndar upplýsingar til annarra ríkja. Sum tilvikin höfðu opinberlega verið viðurkennd áður, öðrum hafði verið haldið leyndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×